„Drullufúll“ með ákvörðun Framsóknar og hugsar sinn gang Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2018 20:50 Birgir Örn Guðjónsson er þó hvergi banginn og ætlar að halda áfram að vinna að betra samfélagi að eigin sögn. Birgir Örn Guðjónsson, líklega þekktastur sem Biggi lögga, bauð fram krafta sína hjá Framsóknarflokknum í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna í vor. Skemmst er frá því að segja að kraftar Birgis Arnar voru afþakkaðir.Framsókn kynnti samstarf sitt við óháða í komandi kosningum í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson, aðstoðarmaður Sigurður Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, leiðir listann sem segir til í að vinna með öllum stjórnmálaflokkum að betri bæ. „Þá hefur Framsókn í Hafnarfirði birt listann fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Einhverjir bjuggust kannski við að nafnið mitt yrði á þeim lista. Margir innan og utan flokksins höfðu rætt við mig og hvatt mig til að gefa kost á mér. Í upphafi árs var ég að vísu hvattur til að bjóða mig fram sem oddviti Framsóknar í Borginni og höfðu ýmsir fjölmiðlar samband við mig í kjölfarið til að reyna að fá svar við því. Ég sagði þá að sjálfsögðu að þar sem ég byggi ekki í Reykjavík væri það ekki að fara að gerast,“ segir Birgir Örn í pistli á Facebook.Svona er pólitíkin Vegna áhuga hans á málefnum samfélagsins í allri sinni mynd og vilja til að láta til sín taka á því sviði hefði hann ákveðið að bjóða fram krafta sína í Firðinum, í nafni Framsóknar. „Mörg ykkar vissuð það og því vildi ég segja ykkur frá því hvað breyttist. Það er bara skemmst frá því að segja að uppstillinganefnd flokksins hafnaði mér algjörlega. Þannig er því staðan. Ég skal viðurkenna að ég var drullu fúll, enda var ég með ákveðnar hugmyndir og algjörlega tilbúinn í verkefnið. En svona er víst pólitíkin segja sumir.“ Birgir Örn þakkar hvatninguna og segir leitt að geta ekki tekið baráttu sína lengra. „Jafn afdráttarlaus höfnun og þetta fær mig samt eðlilega til að hugsa minn gang. Hvar ég nýti krafta mína í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Það eina sem ég veit er að ég mun halda ótrauður áfram baráttunni fyrir bættu samfélagi, hvort sem það er innan Hafnarfjarðar eða í landinu öllu.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Birgir Örn Guðjónsson, líklega þekktastur sem Biggi lögga, bauð fram krafta sína hjá Framsóknarflokknum í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna í vor. Skemmst er frá því að segja að kraftar Birgis Arnar voru afþakkaðir.Framsókn kynnti samstarf sitt við óháða í komandi kosningum í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson, aðstoðarmaður Sigurður Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, leiðir listann sem segir til í að vinna með öllum stjórnmálaflokkum að betri bæ. „Þá hefur Framsókn í Hafnarfirði birt listann fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Einhverjir bjuggust kannski við að nafnið mitt yrði á þeim lista. Margir innan og utan flokksins höfðu rætt við mig og hvatt mig til að gefa kost á mér. Í upphafi árs var ég að vísu hvattur til að bjóða mig fram sem oddviti Framsóknar í Borginni og höfðu ýmsir fjölmiðlar samband við mig í kjölfarið til að reyna að fá svar við því. Ég sagði þá að sjálfsögðu að þar sem ég byggi ekki í Reykjavík væri það ekki að fara að gerast,“ segir Birgir Örn í pistli á Facebook.Svona er pólitíkin Vegna áhuga hans á málefnum samfélagsins í allri sinni mynd og vilja til að láta til sín taka á því sviði hefði hann ákveðið að bjóða fram krafta sína í Firðinum, í nafni Framsóknar. „Mörg ykkar vissuð það og því vildi ég segja ykkur frá því hvað breyttist. Það er bara skemmst frá því að segja að uppstillinganefnd flokksins hafnaði mér algjörlega. Þannig er því staðan. Ég skal viðurkenna að ég var drullu fúll, enda var ég með ákveðnar hugmyndir og algjörlega tilbúinn í verkefnið. En svona er víst pólitíkin segja sumir.“ Birgir Örn þakkar hvatninguna og segir leitt að geta ekki tekið baráttu sína lengra. „Jafn afdráttarlaus höfnun og þetta fær mig samt eðlilega til að hugsa minn gang. Hvar ég nýti krafta mína í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Það eina sem ég veit er að ég mun halda ótrauður áfram baráttunni fyrir bættu samfélagi, hvort sem það er innan Hafnarfjarðar eða í landinu öllu.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira