Nokkrar ábendingar borist um stolinn tölvubúnað eftir að fundarlaunum var lofað Birgir Olgeirsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 26. mars 2018 12:42 Einn er í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins. VÍSIR/GVA Eigandi tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri í Reykjanesbæ fyrir nokkrum vikum heitir sex milljóna króna fundarlaunum til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn sé að finna. Lögreglan á Suðurnesjum tekur við ábendingum sem þurfa að berast fyrir tólfta apríl. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri segir nokkrar ábendingar þegar hafa borist. „Við fengum í morgun nokkur símtöl en það er verið að vinna úr því hvort það leiði til einhvers,“ segir Ólafur. Fundarlaunin verða greidd til þess sem lögreglan staðfestir að hafi fyrstur komið með ábendingu sem nýtist og mun heimildarmaðurinn njóta fyllsta trúnaðar. Ólafur segir óvíst hvort þær sem komnar eru muni nýtast. „Kannski rétt að segja að það sé ekki fram komið neitt sem er mjög líklegt.“ Íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar sem nær til þriggja innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem sex hundruð tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. Ólafur segir yfirheyrslur ekki hafa borið árangur en talið er að málið geti tengt anga sína til annarra landa. „Auðvitað er þetta af því umfangi að það leiðir hugann að því hvort þarna sé eitthvað alþjóðlegt á ferðinni,“ segir Ólafur. Hann segist aldrei hafa unnið að rannsókn þar sem fundarlaunum er heitið. „Það hefur ekki gerst í minni tíð og þar sem ég hef unnið.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Eigandi tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri í Reykjanesbæ fyrir nokkrum vikum heitir sex milljóna króna fundarlaunum til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn sé að finna. Lögreglan á Suðurnesjum tekur við ábendingum sem þurfa að berast fyrir tólfta apríl. Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri segir nokkrar ábendingar þegar hafa borist. „Við fengum í morgun nokkur símtöl en það er verið að vinna úr því hvort það leiði til einhvers,“ segir Ólafur. Fundarlaunin verða greidd til þess sem lögreglan staðfestir að hafi fyrstur komið með ábendingu sem nýtist og mun heimildarmaðurinn njóta fyllsta trúnaðar. Ólafur segir óvíst hvort þær sem komnar eru muni nýtast. „Kannski rétt að segja að það sé ekki fram komið neitt sem er mjög líklegt.“ Íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar sem nær til þriggja innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð frá desember til janúar þar sem sex hundruð tölvum að verðmæti 200 milljóna króna var stolið. Ólafur segir yfirheyrslur ekki hafa borið árangur en talið er að málið geti tengt anga sína til annarra landa. „Auðvitað er þetta af því umfangi að það leiðir hugann að því hvort þarna sé eitthvað alþjóðlegt á ferðinni,“ segir Ólafur. Hann segist aldrei hafa unnið að rannsókn þar sem fundarlaunum er heitið. „Það hefur ekki gerst í minni tíð og þar sem ég hef unnið.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Lofa sex milljóna króna fundarlaunum fyrir stolinn tölvubúnað Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum heita sex milljónum króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. 25. mars 2018 16:04