„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2018 12:17 Peter Madsen neitar því enn að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. VÍSIR/AFP Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Fimmti dagur réttarhaldanna yfir Madsen, sem ákærður er fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall í fyrra, hófst í dag og gert er ráð fyrir að 37 vitni verði yfirheyrð áður en dagurinn er úti. Tvær ástkonur Madsens hafa nú þegar verið yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. Myndband af því þegar maður var hálshöggvinn í tölvu Madsens Karlmaður sem starfaði hjá Copenhagen Suborbitals-rannsóknarstofunni, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014, var yfirheyrður á eftir konunum tveimur. Hann sagðist hafa aðstoðað Madsen með tölvuna hans og setti auk þess upp Windows-stýrikerfið árið 2012 eða 13. Við þá vinnu sagðist maðurinn hafa fundið myndband í tölvunni af því þegar maður var hálshöggvinn. „Þetta var myndband í mjög lélegum gæðum af einhverju sem líktist hálshöggi. Það var verið að skera mann á háls. Hann hvíldi höfuð sitt á steini.“ Maðurinn kannaðist ekki við að hafa séð frekara efni af þessu tagi í tölvu Madsens. „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Annað vitni sagði Madsen hafa sýnt sér myndband þar sem sást hvernig maður var kyrktur. Vitnið sagðist hafa setið að sumbli á vinnustofu sinni og farið svo yfir á vinnustofu Madsens um kvöldið. Þar hafi Madsen sýnt sér og fleiri viðstöddum ofbeldisfull myndbönd. „Þetta var ofbeldisfullt myndband. Því lauk með því að maður var kyrktur með vír. Þetta var ofbeldisfullt og ég er annars vanur að sjá ofbeldisfullt efni. Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár.“ Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Réttarhöldin yfir honum halda áfram í dag en hægt er að fylgjast með þeim í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Fimmti dagur réttarhaldanna yfir Madsen, sem ákærður er fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall í fyrra, hófst í dag og gert er ráð fyrir að 37 vitni verði yfirheyrð áður en dagurinn er úti. Tvær ástkonur Madsens hafa nú þegar verið yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. Myndband af því þegar maður var hálshöggvinn í tölvu Madsens Karlmaður sem starfaði hjá Copenhagen Suborbitals-rannsóknarstofunni, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014, var yfirheyrður á eftir konunum tveimur. Hann sagðist hafa aðstoðað Madsen með tölvuna hans og setti auk þess upp Windows-stýrikerfið árið 2012 eða 13. Við þá vinnu sagðist maðurinn hafa fundið myndband í tölvunni af því þegar maður var hálshöggvinn. „Þetta var myndband í mjög lélegum gæðum af einhverju sem líktist hálshöggi. Það var verið að skera mann á háls. Hann hvíldi höfuð sitt á steini.“ Maðurinn kannaðist ekki við að hafa séð frekara efni af þessu tagi í tölvu Madsens. „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Annað vitni sagði Madsen hafa sýnt sér myndband þar sem sást hvernig maður var kyrktur. Vitnið sagðist hafa setið að sumbli á vinnustofu sinni og farið svo yfir á vinnustofu Madsens um kvöldið. Þar hafi Madsen sýnt sér og fleiri viðstöddum ofbeldisfull myndbönd. „Þetta var ofbeldisfullt myndband. Því lauk með því að maður var kyrktur með vír. Þetta var ofbeldisfullt og ég er annars vanur að sjá ofbeldisfullt efni. Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár.“ Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Réttarhöldin yfir honum halda áfram í dag en hægt er að fylgjast með þeim í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31
Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04