Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2018 11:31 Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. vísir/getty Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Á meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í morgun voru tvær konur sem hafa átt í kynferðislegu sambandi við Madsen. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen en önnur kvennanna kynntist honum í partýi fyrir fólk sem vill stunda BDSM-kynlíf. Konan lýsti því fyrir dómi að eitt sinn hefðu þau stundað kynlíf þar sem Madsen tók hana hálstaki en hún sagði að hann hefði ekki þrengt mjög mikið að. Þá hefðu þau stundað kynlíf í kafbátnum hans. Þegar hún var spurð að því hvort hún hefði verið bundin þar niður svaraði hún neitandi.Sjá einnig:Bein textalýsing fréttamanns DR úr dómsal Segist ekki líta á Madsen sem ofbeldisfullan mann Hin konan sem kom fyrir dóminn í morgun lýsti Madsen sem ekkert sérstaklega sjálfsöruggum manni. Hann hefði aldrei orðið ofbeldisfullur við hana. „Hann tók mig stundum hálstaki en það var ekkert mál. Ég hef ekki litið á Peter Madsen sem árásarhneigðan mann,“ sagði konan. Hún var spurð út í ýmis textaskilaboð, bæði á milli hennar og Madsen og á milli hennar og annarrar konu sem einnig átti í kynferðislegu sambandi við Madsen. Á meðal þess sem sú kona sagði þeirri sem bar vitni í morgun var að hún og Madsen hefðu talað um að gera „snuff“-mynd með henni. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. „Þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður“ „Peter er heillaður af dauðanum en ég man ekki hverju það tengist,“ sagði konan fyrir dómi í morgun. Spurð út í textaskilaboðin um „snuff“-myndina kvaðst hún ekki hafa vitað hvað „snuff“ væri. Hún hefði hins vegar ekki talið að konan sem sendi henni skilaboðin og Madsen myndu gera eitthvað við hana í kafbátnum. Konan var síðan spurð út í hvað hún hefði átt við með eftirfarandi skilaboðum sem hún hefði sent á hina konuna, viku eftir að Madsen var handtekinn: „Ef þau heyra alla söguna um mig og Peter þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður.“ Svaraði konan því til að hún hefði átt við að samband hennar og Madsen hefði verið óvenjulegt. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Á meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í morgun voru tvær konur sem hafa átt í kynferðislegu sambandi við Madsen. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen en önnur kvennanna kynntist honum í partýi fyrir fólk sem vill stunda BDSM-kynlíf. Konan lýsti því fyrir dómi að eitt sinn hefðu þau stundað kynlíf þar sem Madsen tók hana hálstaki en hún sagði að hann hefði ekki þrengt mjög mikið að. Þá hefðu þau stundað kynlíf í kafbátnum hans. Þegar hún var spurð að því hvort hún hefði verið bundin þar niður svaraði hún neitandi.Sjá einnig:Bein textalýsing fréttamanns DR úr dómsal Segist ekki líta á Madsen sem ofbeldisfullan mann Hin konan sem kom fyrir dóminn í morgun lýsti Madsen sem ekkert sérstaklega sjálfsöruggum manni. Hann hefði aldrei orðið ofbeldisfullur við hana. „Hann tók mig stundum hálstaki en það var ekkert mál. Ég hef ekki litið á Peter Madsen sem árásarhneigðan mann,“ sagði konan. Hún var spurð út í ýmis textaskilaboð, bæði á milli hennar og Madsen og á milli hennar og annarrar konu sem einnig átti í kynferðislegu sambandi við Madsen. Á meðal þess sem sú kona sagði þeirri sem bar vitni í morgun var að hún og Madsen hefðu talað um að gera „snuff“-mynd með henni. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. „Þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður“ „Peter er heillaður af dauðanum en ég man ekki hverju það tengist,“ sagði konan fyrir dómi í morgun. Spurð út í textaskilaboðin um „snuff“-myndina kvaðst hún ekki hafa vitað hvað „snuff“ væri. Hún hefði hins vegar ekki talið að konan sem sendi henni skilaboðin og Madsen myndu gera eitthvað við hana í kafbátnum. Konan var síðan spurð út í hvað hún hefði átt við með eftirfarandi skilaboðum sem hún hefði sent á hina konuna, viku eftir að Madsen var handtekinn: „Ef þau heyra alla söguna um mig og Peter þá verða þau örugglega enn sannfærðari um að hann sé algjörlega brjálaður.“ Svaraði konan því til að hún hefði átt við að samband hennar og Madsen hefði verið óvenjulegt.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15
Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. 21. mars 2018 10:04