Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2018 05:37 Barn bólusett við barnaveiki um miðjan þennan mánuð. Yfir þúsund börn fengu sóttina í ágúst í fyrra. Vísir/EPA UNICEF hafa kallað eftir því að 350 milljónir dollara verði veittar í neyðaraðstoð. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er hugsaður til að fæða sveltandi börn í hinu stríðshrjáða Jemen. Framkvæmdastjóri samtakanna í Norður-Afríku og Miðausturlöndum segir upphæðina vera smáræði í samanburði við þá fjármuni sem eytt er í stríðsrekstur í landinu. „Fyrir árið 2018 hefur UNICEF beðið um 350 milljónir dollara til að verja í neyðaraðstoð. Það er smáræði miðað við þær upphæðir sem renna til stríðsreksturs ár hvert. Við erum að fara fram á smáræði,“ segir Geert Cappalaere en hann gegnir fyrrgreindri framkvæmdastjórastöðu. Á frummálinu hafði Cappalaere notað orðið „peanuts“, eða jarðhnetur, til að lýsa upphæðinni. Ummælunum var nokkuð greinilega beint að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en í liðinni viku notaði forsetinn sama orð til að lýsa12,5 milljarða dollara vopnasölusamkomulagi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu. Til að setja tölurnar í samhengi þá eru 350 milljónir dollara andvirði tæplega 3,5 milljarða íslenskra króna. 12,5 milljarðar dollara aftur á móti myndu útleggjast sem rúmlega billjarður íslenskra króna og 237 milljörðum betur. Fyrir vopnasamkomulag Sáda mætti því leggja út fyrir umbeðinni þörf UNICEF 35 sinnum og samt eiga 250 milljónir dollara í afgang.80 prósent undir fátæktarmörkum Trump lét ummælin falla á fundi með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu síðastliðinn þriðjudag. Uppreisnarmenn Húta steyptu stjórnvöldum í Jemen af stóli fyrir sléttum þremur árum. Síðan þá hafa Sádar farið fyrir sveitum sem berjast gegn uppreisnarmönnunum. Áætlað er að 10 þúsund manns hafi fallið í stríðinu og meira en 40 þúsund hafi særst. Hungursneyð ríkir í landinu auk þess að kólera og barnaveiki hafa dregið þúsundir til dauða. Íbúar í Jemen eru um 8,4 milljónir en áætlað er að fjórir af hverjum fimm séu undir fátæktarmörkum. „Árið 2017 voru fimm jemensk börn drepin daglega í átökunum. Hvert einasta barn í landinu er í bráðri þörf fyrir neyðaraðstoð,“ segir Cappalaere. „Hvorugur deiluaðila – eða þeir sem hafa áhrif á þá – hefur sýnt nokkra virðingu í garð barna eða óbreyttra borgara sem byggja landið.“ Grunur leikur á því að stríðsglæpir hafi verið framdir í landinu af hálfu beggja aðila. Auk Húta og sveita Sáda er flokkur minni skærusamtaka sem taka þátt í átökunum. Grunur leikur á að hluti þeirra sé dyggilega studdur af Sameinuðu arabísku furstadæmunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
UNICEF hafa kallað eftir því að 350 milljónir dollara verði veittar í neyðaraðstoð. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er hugsaður til að fæða sveltandi börn í hinu stríðshrjáða Jemen. Framkvæmdastjóri samtakanna í Norður-Afríku og Miðausturlöndum segir upphæðina vera smáræði í samanburði við þá fjármuni sem eytt er í stríðsrekstur í landinu. „Fyrir árið 2018 hefur UNICEF beðið um 350 milljónir dollara til að verja í neyðaraðstoð. Það er smáræði miðað við þær upphæðir sem renna til stríðsreksturs ár hvert. Við erum að fara fram á smáræði,“ segir Geert Cappalaere en hann gegnir fyrrgreindri framkvæmdastjórastöðu. Á frummálinu hafði Cappalaere notað orðið „peanuts“, eða jarðhnetur, til að lýsa upphæðinni. Ummælunum var nokkuð greinilega beint að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en í liðinni viku notaði forsetinn sama orð til að lýsa12,5 milljarða dollara vopnasölusamkomulagi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu. Til að setja tölurnar í samhengi þá eru 350 milljónir dollara andvirði tæplega 3,5 milljarða íslenskra króna. 12,5 milljarðar dollara aftur á móti myndu útleggjast sem rúmlega billjarður íslenskra króna og 237 milljörðum betur. Fyrir vopnasamkomulag Sáda mætti því leggja út fyrir umbeðinni þörf UNICEF 35 sinnum og samt eiga 250 milljónir dollara í afgang.80 prósent undir fátæktarmörkum Trump lét ummælin falla á fundi með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu síðastliðinn þriðjudag. Uppreisnarmenn Húta steyptu stjórnvöldum í Jemen af stóli fyrir sléttum þremur árum. Síðan þá hafa Sádar farið fyrir sveitum sem berjast gegn uppreisnarmönnunum. Áætlað er að 10 þúsund manns hafi fallið í stríðinu og meira en 40 þúsund hafi særst. Hungursneyð ríkir í landinu auk þess að kólera og barnaveiki hafa dregið þúsundir til dauða. Íbúar í Jemen eru um 8,4 milljónir en áætlað er að fjórir af hverjum fimm séu undir fátæktarmörkum. „Árið 2017 voru fimm jemensk börn drepin daglega í átökunum. Hvert einasta barn í landinu er í bráðri þörf fyrir neyðaraðstoð,“ segir Cappalaere. „Hvorugur deiluaðila – eða þeir sem hafa áhrif á þá – hefur sýnt nokkra virðingu í garð barna eða óbreyttra borgara sem byggja landið.“ Grunur leikur á því að stríðsglæpir hafi verið framdir í landinu af hálfu beggja aðila. Auk Húta og sveita Sáda er flokkur minni skærusamtaka sem taka þátt í átökunum. Grunur leikur á að hluti þeirra sé dyggilega studdur af Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52
Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32