Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. mars 2018 13:28 Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun náðist engin lending á samningafundi framhaldsskólakennara hjá Ríkissáttasemjara í gær. Kjarasamningar hafa verið lausir frá 2016, en framhaldsskólakennarar fóru síðast í þriggja vikna verkfall vorið 2014. Því lauk hins vegar með undirritun nýs kjarasamnings í byrjun apríl þess árs. Í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins árið 2016 kom fram að laun framhaldsskólakennara hefðu hækkað mest allra stétta á tímabilinu frá 2006 til 2015. Guðríður Arnardóttir, formaður félagsins, telur hins vegar að þetta hafi lítið að segja. „Staðan er bara þannig í dag, alveg burtséð frá einhverri launaþróun og hvernig staðan var fyrir tíu árum, að framhaldsskólakennarar standa enn ekki jafnfætis BHM í launum,“ segir Guðríður.Stytting framhaldsskólanáms ekki tekin inn í myndina Guðríður bendir enn fremur á að ástæðan fyrir miklum hækkunum á þessum árum hafi einfaldlega verið afar döpur laun stéttarinnar fyrir verkfallið. Kröfur kennaranna í dag beinast hins vegar fremur að efndum eldri samnings og fjármögnun nýs vinnumats sem þá var innleitt. Hún bendir á að í síðasta kjarasamning hafi verið sett sérstakt ákvæði um að ef gerðar yrðu einhverjar megin breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs bæri að meta það inn í vinnu kennara. Með styttingu framhaldsskólanáms hafi orðið mikil samþjöppun í kennslu, sem ekki hafi verið tekið tillit til. „Við erum með félagsdóm sem staðfestir það sem um er samið, þetta er ekki einu sinni túlkunaratriði, þetta er bara staðfest af félagsdómi að áhrif styttingarinnar beri að meta á vinnu kennara, en það hefur ekki verið gert. Það liggur alveg fyrir að við munum ekki ganga frá samningaborði fyrr en við erum búin að klára síðasta samning,“ segir Guðríður. Aðspurð útilokar hún ekki að til verkfalls gæti komið fyrr en síðar. „Þessi stétt, framhaldsskólakennarar, þeir geta sannarlega staðið saman þegar á reynir. Ef við metum það þannig að við þurfum að fara í harðar aðgerðir til þess að ná samningum þá verður bara svo að vera,“ segir Guðríður að lokum. Skóla - og menntamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun náðist engin lending á samningafundi framhaldsskólakennara hjá Ríkissáttasemjara í gær. Kjarasamningar hafa verið lausir frá 2016, en framhaldsskólakennarar fóru síðast í þriggja vikna verkfall vorið 2014. Því lauk hins vegar með undirritun nýs kjarasamnings í byrjun apríl þess árs. Í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins árið 2016 kom fram að laun framhaldsskólakennara hefðu hækkað mest allra stétta á tímabilinu frá 2006 til 2015. Guðríður Arnardóttir, formaður félagsins, telur hins vegar að þetta hafi lítið að segja. „Staðan er bara þannig í dag, alveg burtséð frá einhverri launaþróun og hvernig staðan var fyrir tíu árum, að framhaldsskólakennarar standa enn ekki jafnfætis BHM í launum,“ segir Guðríður.Stytting framhaldsskólanáms ekki tekin inn í myndina Guðríður bendir enn fremur á að ástæðan fyrir miklum hækkunum á þessum árum hafi einfaldlega verið afar döpur laun stéttarinnar fyrir verkfallið. Kröfur kennaranna í dag beinast hins vegar fremur að efndum eldri samnings og fjármögnun nýs vinnumats sem þá var innleitt. Hún bendir á að í síðasta kjarasamning hafi verið sett sérstakt ákvæði um að ef gerðar yrðu einhverjar megin breytingar á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófs bæri að meta það inn í vinnu kennara. Með styttingu framhaldsskólanáms hafi orðið mikil samþjöppun í kennslu, sem ekki hafi verið tekið tillit til. „Við erum með félagsdóm sem staðfestir það sem um er samið, þetta er ekki einu sinni túlkunaratriði, þetta er bara staðfest af félagsdómi að áhrif styttingarinnar beri að meta á vinnu kennara, en það hefur ekki verið gert. Það liggur alveg fyrir að við munum ekki ganga frá samningaborði fyrr en við erum búin að klára síðasta samning,“ segir Guðríður. Aðspurð útilokar hún ekki að til verkfalls gæti komið fyrr en síðar. „Þessi stétt, framhaldsskólakennarar, þeir geta sannarlega staðið saman þegar á reynir. Ef við metum það þannig að við þurfum að fara í harðar aðgerðir til þess að ná samningum þá verður bara svo að vera,“ segir Guðríður að lokum.
Skóla - og menntamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira