Vísindamenn varpa ljósi á örlög Ötu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. mars 2018 09:00 Jarðneskar leifar Ötu fundust árið 2003 í yfirgefnu þorpi í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Fréttablaðið/Nolan Fimmtán ára gömul ráðgáta var leyst á dögunum þegar vísindamönnum við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum tókst að varpa ljósi á uppruna beinagrindar sem fannst árið 2003 í Síle. Um stúlkubarn var að ræða sem lést stuttu eftir fæðingu. Beinagrindin fannst vafinn í hvítt klæði í yfirgefnu þorpi, La Noira, í suðurhluta Atacama í Síle. Hún var nefnd eftir fundarstaðnum, Ata. Þetta var árið 2003 en áratugum áður höfðu íbúar La Noira unnið í gjöfulum nítrat-námum í grennd við bæinn. Beinagrindin var afmynduð og með einkennilega andlitsdrætti. Hún var aðeins 15 sentímetrar að lengd, þó virtust beinin vera úr einstaklingi sem var mun eldri en hæð hans gaf til kynna. Uppruni steingervingsins var á huldu. Sumir töldu beinagrindina staðfestingu á að geimverur væru til og vinsælar heimildarmyndir voru framleiddar um þessa meintu staðfestingu fyrir framandi lífi. Núna, fimmtán árum eftir að Ata fannst, hafa vísindamenn varpað ljósi á uppruna beinagrindarinnar. Rannsóknarvinnan hófst árið 2012. Þá töldu menn að Ata væri ævaforn steingervingur en svo reyndist ekki vera. Vísindamönnunum tókst að nálgast erfðasýni úr beinmerg Ötu. Stærð basaparanna gaf til kynna að beinagrindin væri yngri en 500 ára gömul. Erfðaefnið var raðgreint en beinagrindin sjálf var gegnumlýst og færð í sneiðmyndatöku. Niðurstöðurnar voru birtar á dögunum í vísindaritinu Genome Research.Alvarlegar stökkbreytingar á erfðaefniSamkvæmt þessum niðurstöðum var Ata stúlkubarn, ættuð frá Suður-Ameríku en í erfðamengi hennar fannst algeng blanda af evrópskum og suður-amerískum erfðum. Ata var ótvírætt mennsk. Undarlegt útlit hennar má, samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum, útskýra með afar alvarlegum stökkbreytingum í erfðaefni hennar. Ata hafði 11 rifbeinapör, en ekki 12 eins og hjá heilbrigðum einstaklingum. Líklegt þykir að hún hafi þjáðst af sjúkdómi sem framkallaði ótímabæran þroska og lokun vaxtarlína í beinum. Miklar stökkbreytingar fundust í erfðum Ötu, nokkrar sem aldrei hafa sést áður, þar á meðal eru breytingar sem valda meiriháttar og banvænum heilkennum á borð við Sensebrenner-heilkenni, sem er fjölkerfa beinsjúkdómur, og Greenberg-misvöxt, sem veldur skelfilegri afmyndun beina á meðan börn eru í móðurkviði. Nær öruggt þykir að Ata hafi látist í móðurkviði, eða stuttu eftir fæðingu. Vísindamennirnir benda á að erfitt sé að áætla um orsök stökkbreytinganna. La Noira, eyðiþorpið þar sem Ata fannst, var námubær þar sem grafið var eftir nítrati. Vitað er að efnið getur haft afar skaðleg áhrif erfðaefni og þá sérstaklega hjá fóstrum. Svipfar Ötu, eða þau einkenni sem rekja má til arfgerðar, eru mörg ný og í niðurlagi sínu hvetja vísindamennirnir til þess að þessar stökkbreytingar verði rannsakaðar frekar, enda gætu þær leitt til nýrra meðferða við mörgum af erfiðustu beinsjúkdómum sem fyrirfinnast. Birtist í Fréttablaðinu Chile Fornminjar Vísindi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Fimmtán ára gömul ráðgáta var leyst á dögunum þegar vísindamönnum við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum tókst að varpa ljósi á uppruna beinagrindar sem fannst árið 2003 í Síle. Um stúlkubarn var að ræða sem lést stuttu eftir fæðingu. Beinagrindin fannst vafinn í hvítt klæði í yfirgefnu þorpi, La Noira, í suðurhluta Atacama í Síle. Hún var nefnd eftir fundarstaðnum, Ata. Þetta var árið 2003 en áratugum áður höfðu íbúar La Noira unnið í gjöfulum nítrat-námum í grennd við bæinn. Beinagrindin var afmynduð og með einkennilega andlitsdrætti. Hún var aðeins 15 sentímetrar að lengd, þó virtust beinin vera úr einstaklingi sem var mun eldri en hæð hans gaf til kynna. Uppruni steingervingsins var á huldu. Sumir töldu beinagrindina staðfestingu á að geimverur væru til og vinsælar heimildarmyndir voru framleiddar um þessa meintu staðfestingu fyrir framandi lífi. Núna, fimmtán árum eftir að Ata fannst, hafa vísindamenn varpað ljósi á uppruna beinagrindarinnar. Rannsóknarvinnan hófst árið 2012. Þá töldu menn að Ata væri ævaforn steingervingur en svo reyndist ekki vera. Vísindamönnunum tókst að nálgast erfðasýni úr beinmerg Ötu. Stærð basaparanna gaf til kynna að beinagrindin væri yngri en 500 ára gömul. Erfðaefnið var raðgreint en beinagrindin sjálf var gegnumlýst og færð í sneiðmyndatöku. Niðurstöðurnar voru birtar á dögunum í vísindaritinu Genome Research.Alvarlegar stökkbreytingar á erfðaefniSamkvæmt þessum niðurstöðum var Ata stúlkubarn, ættuð frá Suður-Ameríku en í erfðamengi hennar fannst algeng blanda af evrópskum og suður-amerískum erfðum. Ata var ótvírætt mennsk. Undarlegt útlit hennar má, samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum, útskýra með afar alvarlegum stökkbreytingum í erfðaefni hennar. Ata hafði 11 rifbeinapör, en ekki 12 eins og hjá heilbrigðum einstaklingum. Líklegt þykir að hún hafi þjáðst af sjúkdómi sem framkallaði ótímabæran þroska og lokun vaxtarlína í beinum. Miklar stökkbreytingar fundust í erfðum Ötu, nokkrar sem aldrei hafa sést áður, þar á meðal eru breytingar sem valda meiriháttar og banvænum heilkennum á borð við Sensebrenner-heilkenni, sem er fjölkerfa beinsjúkdómur, og Greenberg-misvöxt, sem veldur skelfilegri afmyndun beina á meðan börn eru í móðurkviði. Nær öruggt þykir að Ata hafi látist í móðurkviði, eða stuttu eftir fæðingu. Vísindamennirnir benda á að erfitt sé að áætla um orsök stökkbreytinganna. La Noira, eyðiþorpið þar sem Ata fannst, var námubær þar sem grafið var eftir nítrati. Vitað er að efnið getur haft afar skaðleg áhrif erfðaefni og þá sérstaklega hjá fóstrum. Svipfar Ötu, eða þau einkenni sem rekja má til arfgerðar, eru mörg ný og í niðurlagi sínu hvetja vísindamennirnir til þess að þessar stökkbreytingar verði rannsakaðar frekar, enda gætu þær leitt til nýrra meðferða við mörgum af erfiðustu beinsjúkdómum sem fyrirfinnast.
Birtist í Fréttablaðinu Chile Fornminjar Vísindi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent