Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2018 11:34 Illugi Gunnarsson var menntamálaráðherra þegar málið kom upp árið 2015. Vísir/Anton Brink Umboðsmaður Alþingis telur að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi brotið lög þegar sextán ára pilti var vísað úr menntaskóla fyrir þremur árum. Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. Skólaráð menntaskólans þar sem pilturinn hafði verið við nám í þrjár vikur ákvað einróma að víkja piltinum úr skólanum, í það minnsta út vorönnina. Lögmaður piltsins kærði þá ákvörðun til ráðuneytisins sem kvað upp úrskurð sem staðfesti brottvikninguna.Viðurkenndi brot sín Í framhaldinu leituðu foreldrar piltsins til Umboðsmanns Alþingis sem komst loks að niðurstöðu í málinu í desember 2017, tæpum þremur árum síðar. Pilturinn viðurkenndi að hafa borið matarhníf á sér í skólanum. Þá hefði myndin af stúlkunni ekki verið nektarmynd heldur hefði hún verið á nærbuxum. Ekki hefði sést í andlit hennar og hann skammaðist sín fyrir verknaðinn. Í áliti umboðsmanns kemur fram að í ljósi þess að pilturinn var ólögráða, réttar hans til skólagöngu til átján ára aldurs, hlutverks og markmiða menntunar auk úrræða til að takast á við hegðunarvanda hafi ákvörðun skólayfirvalda að vísa honum úr skólanum ekki verið í samræmi við meðalhófsreglur stjórnsýslulaga og laga um framhaldsskóla. Úrskurður ráðuneytisins sem staðfesti brottvikninguna hefði því ekki verið í samræmi við lög.Leita leiða til að rétta hlut piltsins Jafnframt var talið að þær leiðbeiningar sem piltinum voru veittar af hálfu ráðuneytisins um að bíða með að sækja um skólavist á ný á meðan málið væri til meðferðar hjá ráðuneytinu hefðu ekki verið í samræmi við lög. Þá taldi umboðsmaður að sá þáttur í meðferð málsins sem laut að því að útvega piltinum skólavist að nýju hefði ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins að leita leiða til að rétta hlut piltsins. Þá var mælst til þess að ráðuneytið gerði ráðstafanir til að tryggja að nemendur, yngri en 18 ára, sem vísað væri ótímabundið úr framhaldsskóla, fengju skólavist að nýju og tæki til skoðunar hvort tilefni væri til að móta verklag og áætlun til að fyrirbyggja og bregðast við málum af því tagi sem um ræddi í álitinu og upp kæmu í framhaldsskólum. Loks var því beint til ráðuneytisins að það tæki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.Álit umboðsmanns má lesa í heild hér. Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis telur að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi brotið lög þegar sextán ára pilti var vísað úr menntaskóla fyrir þremur árum. Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. Skólaráð menntaskólans þar sem pilturinn hafði verið við nám í þrjár vikur ákvað einróma að víkja piltinum úr skólanum, í það minnsta út vorönnina. Lögmaður piltsins kærði þá ákvörðun til ráðuneytisins sem kvað upp úrskurð sem staðfesti brottvikninguna.Viðurkenndi brot sín Í framhaldinu leituðu foreldrar piltsins til Umboðsmanns Alþingis sem komst loks að niðurstöðu í málinu í desember 2017, tæpum þremur árum síðar. Pilturinn viðurkenndi að hafa borið matarhníf á sér í skólanum. Þá hefði myndin af stúlkunni ekki verið nektarmynd heldur hefði hún verið á nærbuxum. Ekki hefði sést í andlit hennar og hann skammaðist sín fyrir verknaðinn. Í áliti umboðsmanns kemur fram að í ljósi þess að pilturinn var ólögráða, réttar hans til skólagöngu til átján ára aldurs, hlutverks og markmiða menntunar auk úrræða til að takast á við hegðunarvanda hafi ákvörðun skólayfirvalda að vísa honum úr skólanum ekki verið í samræmi við meðalhófsreglur stjórnsýslulaga og laga um framhaldsskóla. Úrskurður ráðuneytisins sem staðfesti brottvikninguna hefði því ekki verið í samræmi við lög.Leita leiða til að rétta hlut piltsins Jafnframt var talið að þær leiðbeiningar sem piltinum voru veittar af hálfu ráðuneytisins um að bíða með að sækja um skólavist á ný á meðan málið væri til meðferðar hjá ráðuneytinu hefðu ekki verið í samræmi við lög. Þá taldi umboðsmaður að sá þáttur í meðferð málsins sem laut að því að útvega piltinum skólavist að nýju hefði ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins að leita leiða til að rétta hlut piltsins. Þá var mælst til þess að ráðuneytið gerði ráðstafanir til að tryggja að nemendur, yngri en 18 ára, sem vísað væri ótímabundið úr framhaldsskóla, fengju skólavist að nýju og tæki til skoðunar hvort tilefni væri til að móta verklag og áætlun til að fyrirbyggja og bregðast við málum af því tagi sem um ræddi í álitinu og upp kæmu í framhaldsskólum. Loks var því beint til ráðuneytisins að það tæki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram kæmu í álitinu.Álit umboðsmanns má lesa í heild hér.
Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Sjá meira