Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. mars 2018 20:00 Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. Ljósmæðrafélags Íslands boðaði í dag til samstöðufundar vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður eiga í tvenns konar kjarabaráttu, annars vegar við ríkið um almenna launahækkun og hins vegar við Sjúkratryggingar Íslands um breytingar á rammasamningi vegna hækkunar á einingaverði vegna ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu í sængurlegu. „Við erum sem sagt að reyna fá leiðréttingu á launum því við höfum dregist aftur úr miðað við aðrar stéttir og sérstaklega hjá BHM,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Í lok febrúar voru fjórtán aðildarfélög BHM búin að samþykkja nýgerða kjarasamninga við ríkið. Ósamið er við þrjú aðildarfélög, meðal annars ljósmæður, sem vísuðu kjaradeilunni til ríkissáttasemjara, en þær hafa verið án samnings frá því í ágúst í fyrra. Ljósmæðrafélag Íslands boðaði til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara í dag, á sama tíma og fundur í kjaradeilunni hófst og tóku á móti fólki með táknrænum hætti. Þeim til stuðnings mættu mæður með börn sín sem ljósmæðurnar höfðu tekið á móti og þá var fjármálaráðherra afhent stuðningsyfirlýsing tæplega sex þúsund einstaklinga sem styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni. „Síðan við fengum síðast launahækkanir að þá hafa aðrir hækkað um 18 prósent, en við sitjum eftir,“ segir Steina Þórey.Hver eru laun ljósmæðra í dag? „Lægstu launin eru í kringum 430 þúsund krónur, eftir sex ára háskólanám, fyrir nýútskrifaða ljósmóður,“ segir Steina Þórey. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu voru meðallaun ljósmæðra á árinu 2016 rúmlega átta hundruð og fjórtán þúsund krónur. Í september í fyrra voru meðallaun ljósmæðra rúmar sjö hundruð fjörutíu og fimm þúsund krónur og í byrjun síðasta sumars rúmar níu hundruð þúsund krónur. Þarna er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Til að knýja á um breytingar á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands hefur stór hluti ljósmæðra tekið þá ákvörðun um að taka ekki að sér heimaþjónustu á meðan Sjúkratryggingar sjá sér ekki fært að bjóða raunhæfa hækkun á einingaverði þjónustunnar. Það er nú þegar farið að hafa áhrif á sængurdeild Landspítalans. „Já það er farið að gera það, verulega. Það segir sig sjálft þegar þú ert með fulla deild að þetta kostar mun meira heldur en nokkurn tímann sú þjónusta sem við erum að veita, þannig að ég veit ekki hvernig þetta endar,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir, ljósmóðir, sem tók þátt í samstöðufundinum í dag. Fundi Ljósmæðrafélagsins við ríkið lauk síðdegis og sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins að eitthvað hefði þokast í viðræðum. Deiluaðilar hittast aftur hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun. Kjaramál Tengdar fréttir Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30 „Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. Ljósmæðrafélags Íslands boðaði í dag til samstöðufundar vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður eiga í tvenns konar kjarabaráttu, annars vegar við ríkið um almenna launahækkun og hins vegar við Sjúkratryggingar Íslands um breytingar á rammasamningi vegna hækkunar á einingaverði vegna ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu í sængurlegu. „Við erum sem sagt að reyna fá leiðréttingu á launum því við höfum dregist aftur úr miðað við aðrar stéttir og sérstaklega hjá BHM,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Í lok febrúar voru fjórtán aðildarfélög BHM búin að samþykkja nýgerða kjarasamninga við ríkið. Ósamið er við þrjú aðildarfélög, meðal annars ljósmæður, sem vísuðu kjaradeilunni til ríkissáttasemjara, en þær hafa verið án samnings frá því í ágúst í fyrra. Ljósmæðrafélag Íslands boðaði til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara í dag, á sama tíma og fundur í kjaradeilunni hófst og tóku á móti fólki með táknrænum hætti. Þeim til stuðnings mættu mæður með börn sín sem ljósmæðurnar höfðu tekið á móti og þá var fjármálaráðherra afhent stuðningsyfirlýsing tæplega sex þúsund einstaklinga sem styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni. „Síðan við fengum síðast launahækkanir að þá hafa aðrir hækkað um 18 prósent, en við sitjum eftir,“ segir Steina Þórey.Hver eru laun ljósmæðra í dag? „Lægstu launin eru í kringum 430 þúsund krónur, eftir sex ára háskólanám, fyrir nýútskrifaða ljósmóður,“ segir Steina Þórey. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu voru meðallaun ljósmæðra á árinu 2016 rúmlega átta hundruð og fjórtán þúsund krónur. Í september í fyrra voru meðallaun ljósmæðra rúmar sjö hundruð fjörutíu og fimm þúsund krónur og í byrjun síðasta sumars rúmar níu hundruð þúsund krónur. Þarna er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Til að knýja á um breytingar á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands hefur stór hluti ljósmæðra tekið þá ákvörðun um að taka ekki að sér heimaþjónustu á meðan Sjúkratryggingar sjá sér ekki fært að bjóða raunhæfa hækkun á einingaverði þjónustunnar. Það er nú þegar farið að hafa áhrif á sængurdeild Landspítalans. „Já það er farið að gera það, verulega. Það segir sig sjálft þegar þú ert með fulla deild að þetta kostar mun meira heldur en nokkurn tímann sú þjónusta sem við erum að veita, þannig að ég veit ekki hvernig þetta endar,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir, ljósmóðir, sem tók þátt í samstöðufundinum í dag. Fundi Ljósmæðrafélagsins við ríkið lauk síðdegis og sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins að eitthvað hefði þokast í viðræðum. Deiluaðilar hittast aftur hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun.
Kjaramál Tengdar fréttir Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30 „Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30
„Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34