Sláandi Neyðarlínusímtal spilað við réttarhöldin: „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2018 15:34 Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september. Hér mætir hann í dómsal í morgun. Vísir/Rakel Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spilaði upptöku úr símtali sem meðleigjandi Sanitu Brauna átti við lögregluna kvöldið sem hún dó. Þar mátti heyra Sanitu hrópa angistaróp eftir hjálp á meðan gengið var í skrokk á henni. Meðleigjandinn hringdi í Neyðarlínuna og fékk í framhaldinu samband við lögreglumann. „Það er heimilisofbeldi í gangi. Það er verið að lemja konu. Ég er inni, ég þori ekki fram. Það er brjálaður maður hérna inni,” heyrist meðleigjandi Sanitu segja og má heyra hana öskra hástöfum á bak við: „Please help!” „Það er brjálaður maður hérna inni,” segir meðleigjandinn. „Bara aðstoð sem fyrst,” bætir hann við.Hvatti meðleigjandann til dáða Lögreglumaðurinn spyr meðleigjandann hvernig lögreglan eigi að komast inn. Hann svarar að ef lögreglumaðurinn hringi öllum dyrabjöllum þá muni einhver hleypa þeim inn. Lögreglumaðurinn heyrist segja við meðleigjandann að hann sé ekki að fara að biðja hann um að gera eitthvað sem hann þori ekki að gera. „Ég held að hann sé að reyna að drepa hana,” heyrist meðleigjandinn segja. Lögreglumaðurinn spyr hann frekar út í það og þá svarar meðleigjandinn: „Hann er að segja þú verður að deyja. Hann er að reyna að kæfa hana.” Lögreglumaðurinn hvetur þá meðleigjandann til dáða en inn á milli mátti heyra í Sanitu hrópa á hjálp.Blóð úti um allt „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði. Ef hann er að kæfa hana, þá verður þú að vaða í þetta,” segir lögreglumaðurinn. Lögreglumaðurinn bað því næst meðleigjandann að hafa símann á sér þegar hann færi fram. Þegar þangað var komið mátti heyra meðleigjandann spyrja hvað sé í gangi. Önnur mannrödd heyrist segja „Fuck You” og „Call Police” og meðleigjandinn segir við lögreglumanninn: „Hann er að lemja hana með slökkvitæki. Það er blóð úti um allt.” Lögreglumaðurinn kallar þá út sjúkrabíl í forgangi en þar með endaði upptakan sem var spiluð í réttarsal. Lokað var fyrir ummæli við fréttina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spilaði upptöku úr símtali sem meðleigjandi Sanitu Brauna átti við lögregluna kvöldið sem hún dó. Þar mátti heyra Sanitu hrópa angistaróp eftir hjálp á meðan gengið var í skrokk á henni. Meðleigjandinn hringdi í Neyðarlínuna og fékk í framhaldinu samband við lögreglumann. „Það er heimilisofbeldi í gangi. Það er verið að lemja konu. Ég er inni, ég þori ekki fram. Það er brjálaður maður hérna inni,” heyrist meðleigjandi Sanitu segja og má heyra hana öskra hástöfum á bak við: „Please help!” „Það er brjálaður maður hérna inni,” segir meðleigjandinn. „Bara aðstoð sem fyrst,” bætir hann við.Hvatti meðleigjandann til dáða Lögreglumaðurinn spyr meðleigjandann hvernig lögreglan eigi að komast inn. Hann svarar að ef lögreglumaðurinn hringi öllum dyrabjöllum þá muni einhver hleypa þeim inn. Lögreglumaðurinn heyrist segja við meðleigjandann að hann sé ekki að fara að biðja hann um að gera eitthvað sem hann þori ekki að gera. „Ég held að hann sé að reyna að drepa hana,” heyrist meðleigjandinn segja. Lögreglumaðurinn spyr hann frekar út í það og þá svarar meðleigjandinn: „Hann er að segja þú verður að deyja. Hann er að reyna að kæfa hana.” Lögreglumaðurinn hvetur þá meðleigjandann til dáða en inn á milli mátti heyra í Sanitu hrópa á hjálp.Blóð úti um allt „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði. Ef hann er að kæfa hana, þá verður þú að vaða í þetta,” segir lögreglumaðurinn. Lögreglumaðurinn bað því næst meðleigjandann að hafa símann á sér þegar hann færi fram. Þegar þangað var komið mátti heyra meðleigjandann spyrja hvað sé í gangi. Önnur mannrödd heyrist segja „Fuck You” og „Call Police” og meðleigjandinn segir við lögreglumanninn: „Hann er að lemja hana með slökkvitæki. Það er blóð úti um allt.” Lögreglumaðurinn kallar þá út sjúkrabíl í forgangi en þar með endaði upptakan sem var spiluð í réttarsal. Lokað var fyrir ummæli við fréttina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00
Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38