Markadrottningin ætlar að skora gegn xD í Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2018 12:14 Hætt er við að það fari um Gunnar Einarsson, bæjarstjóra í Garðabæ og kunnan handknattleikskappa á árum áður nú þegar Harpa reimar á sig skóna vegna komandi kosninga. „Já, ég get staðfest það. Ég mun bjóða mig fram og sitja í 3. sæti á lista sameiginlegs framboðs,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir markadrottning í fótboltanum en hún mun skipa 3. sætið á nýju framboði í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.Veður í eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins Garðabær hefur lengi verið eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins, heiðblár bær, en nú gæti farið um ýmsan í þeim hópi. Vísir hefur þegar greint frá því að nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í vor. Að því standa flokkarnir sem skipað hafa minnihlutann í bænum: Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir. Listinn verður formlega kynntur í Hönnunarsafni Íslands í Garðatorgi á morgun. Ekki mun Harpa veikja listann, svo mikið er víst, hún er stórstjarna í knattspyrnunni. Hér má til að mynda sjá viðtal sem Vísir tók við Hörpu að loknu Evrópumótinu í Hollandi síðastliðið sumar. En, hún vill ekki hafa uppi of digurbarkaleg ummæli fyrir leik. Hún ber virðingu fyrir mótherjanum. „Við erum að vonast til að ná sem flestum inn. Og ætlum að vera bjartsýn,“ segir Harpa en ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Bæjarfulltrúar í Garðabæ eru ellefu og sjö þeirra eru úr Sjálfstæðisflokknum.Vill láta til sín taka í bæjarfélaginu Harpa kemur inn sem óháð, hún er ekki tengd neinum flokki en hún segist lengi hafa haft áhuga á velferð og samfélagslegri ábyrgð.Harpa hefur verið einn af burðarstólpum íslenska landsliðsins og Stjörnunnar undanfarin ár.Vísir/Getty„Ég er menntaður lýðheilsufræðingur, með uppeldis- og menntunarfræði í grunninn. Svo tók ég meistaranám í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands. Þetta eru þau málefni sem ég brenn fyrir. Ég er uppalin í Garðabæ og er nýflutt til baka. Langar að láta til mín taka og leggja mitt af mörkum til bæjarins.“Erfitt fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum Harpa var áður búsett í Kópavogi, vissulega ekki langur vegur að fara en þetta er einn af óhjákvæmilegum áfangastöðum ungs fólks úr Garðabæ áður en það á möguleika á að hefja búsetu í bænum sínum. „Mjög erfitt er fyrir ungt fólk að hefja fjölskyldulíf í Garðabæ og það mun verða eitt af mínum baráttumálum að vinna að breytingum í þeim efnum.“Þetta er heiðblár bær? „Jú, hefur verið það. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verið hefur til umræðu að vera með sameiginlegt framboð. Og þá erum við að horfa til þess að virkja lýðræðið og skipa öflugan hóp sem eru með það að markmiði að leggja sína hönd á plóg og efla margbreytileika í samfélaginu.“Verður að halda ungu fólki i bænum Kosið verður 26. maí og Harpa er að reima á sig skóna. Unnusti hennar er Jóhannes Karl Sigursteinsson, birtingastjóri á EnnEmm auglýsingastofu og þau eiga saman tvo stráka og eina stjúpdóttur. Harpa segir það rétt upp að ákveðnu marki, að ungt fólk hafi ekki látið nægjanlega til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. En, hún vonar að það sé að breytast. „Ég hef mikla trú á þessum hópi sem er að koma saman. Það hefur verið unnið mikið og gott starf í Garðabæ en við munum leggja áherslu á þessa félagslegu þætti og skipulagsmál. Við verðum að halda unga fólkið í bænum uppá framtíðina. Og halda vel utan um innviðina til að svo megi verða.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum Nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í haust. 21. mars 2018 07:19 Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu, segir Harpa Þorsteinsdóttir. 27. júlí 2017 11:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
„Já, ég get staðfest það. Ég mun bjóða mig fram og sitja í 3. sæti á lista sameiginlegs framboðs,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir markadrottning í fótboltanum en hún mun skipa 3. sætið á nýju framboði í Garðabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.Veður í eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins Garðabær hefur lengi verið eitt helsta vígi Sjálfstæðisflokksins, heiðblár bær, en nú gæti farið um ýmsan í þeim hópi. Vísir hefur þegar greint frá því að nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í vor. Að því standa flokkarnir sem skipað hafa minnihlutann í bænum: Björt framtíð, Samfylking, Píratar, Viðreisn, Vinstri græn og óháðir. Listinn verður formlega kynntur í Hönnunarsafni Íslands í Garðatorgi á morgun. Ekki mun Harpa veikja listann, svo mikið er víst, hún er stórstjarna í knattspyrnunni. Hér má til að mynda sjá viðtal sem Vísir tók við Hörpu að loknu Evrópumótinu í Hollandi síðastliðið sumar. En, hún vill ekki hafa uppi of digurbarkaleg ummæli fyrir leik. Hún ber virðingu fyrir mótherjanum. „Við erum að vonast til að ná sem flestum inn. Og ætlum að vera bjartsýn,“ segir Harpa en ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Bæjarfulltrúar í Garðabæ eru ellefu og sjö þeirra eru úr Sjálfstæðisflokknum.Vill láta til sín taka í bæjarfélaginu Harpa kemur inn sem óháð, hún er ekki tengd neinum flokki en hún segist lengi hafa haft áhuga á velferð og samfélagslegri ábyrgð.Harpa hefur verið einn af burðarstólpum íslenska landsliðsins og Stjörnunnar undanfarin ár.Vísir/Getty„Ég er menntaður lýðheilsufræðingur, með uppeldis- og menntunarfræði í grunninn. Svo tók ég meistaranám í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands. Þetta eru þau málefni sem ég brenn fyrir. Ég er uppalin í Garðabæ og er nýflutt til baka. Langar að láta til mín taka og leggja mitt af mörkum til bæjarins.“Erfitt fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum Harpa var áður búsett í Kópavogi, vissulega ekki langur vegur að fara en þetta er einn af óhjákvæmilegum áfangastöðum ungs fólks úr Garðabæ áður en það á möguleika á að hefja búsetu í bænum sínum. „Mjög erfitt er fyrir ungt fólk að hefja fjölskyldulíf í Garðabæ og það mun verða eitt af mínum baráttumálum að vinna að breytingum í þeim efnum.“Þetta er heiðblár bær? „Jú, hefur verið það. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verið hefur til umræðu að vera með sameiginlegt framboð. Og þá erum við að horfa til þess að virkja lýðræðið og skipa öflugan hóp sem eru með það að markmiði að leggja sína hönd á plóg og efla margbreytileika í samfélaginu.“Verður að halda ungu fólki i bænum Kosið verður 26. maí og Harpa er að reima á sig skóna. Unnusti hennar er Jóhannes Karl Sigursteinsson, birtingastjóri á EnnEmm auglýsingastofu og þau eiga saman tvo stráka og eina stjúpdóttur. Harpa segir það rétt upp að ákveðnu marki, að ungt fólk hafi ekki látið nægjanlega til sín taka á hinum pólitíska vettvangi. En, hún vonar að það sé að breytast. „Ég hef mikla trú á þessum hópi sem er að koma saman. Það hefur verið unnið mikið og gott starf í Garðabæ en við munum leggja áherslu á þessa félagslegu þætti og skipulagsmál. Við verðum að halda unga fólkið í bænum uppá framtíðina. Og halda vel utan um innviðina til að svo megi verða.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum Nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í haust. 21. mars 2018 07:19 Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu, segir Harpa Þorsteinsdóttir. 27. júlí 2017 11:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Sameinast gegn Sjálfstæðisflokknum Nýtt framboð mun bjóða fram í Garðabæ í haust. 21. mars 2018 07:19
Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu, segir Harpa Þorsteinsdóttir. 27. júlí 2017 11:15