Madsen neitar að lýsa því hvernig hann bútaði lík Kim Wall niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. mars 2018 10:04 Mikill áhugi er á réttarhöldunum yfir Madsen. Vísir/EPA Danski uppfinningamaðurinn Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag í Kaupmannahöfn eftir tæplega tveggja vikna hlé. Áfram var haldið þaðan sem frá var horfið þann 8. mars þegar réttarhöldin hófust. Þá gaf Madsen þær skýringar að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna kolsýringseitrunar í aðstæðum sem sköpuðust þegar Madsen fór upp á þilfar en gat ekki opnað hlera kafbátsins til þess að komast niður aftur vegna þrýstingsfalls. Gaf hann þá einnig þá skýringu að hann hafi þurft að búta niður lík Wall til þess að koma henni úr kafbátnum, hann hafi reynt að koma henni upp í heilu lagi en það hafi ekki tekist. „Þetta var hræðilegt“ Saksóknarni málsins tók í dag upp þráðinn og hélt áfram að spyrja Madsen út í það hvernig hann hefði bútað lík Wall niður. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. „Við erum að tala um manneskju og ég held að þú ættir að spyrja sérfræðingana,“ svaraði Madsen er saksóknarinn spurði hann út í þetta. „Þetta var hræðilegt og ég vil ekki þurfa að lýsa því.“ Sagði Madsen að hans eina hugsun á þessum tímapunkti hafði verið að koma líkinu úr bátnum og útbyrðis en í réttarhöldunum lýsti Madsen því hvernig hann taldi að lífi sínu væri lokið, eftir að Wall lést um borð í kafbátnum. Madsen stakk einnig göt á lík Wall en niðurstaða krufningar benti til þess að stungusár á brjósti og klofi hennar hafi komið eftir að hún lést. Aðspurður um það svaraði Madsen að hann hafi stungið nokkur göt hér á þar á líkið til þess að koma í veg fyrir að gasmyndun í líkinu yrði til þess að það myndi fljóta upp á yfirborðið. Saksóknarinn spurði hann sérstaklega út í stungusárin í klofi Wall og hvort að þar hefði eitthvað kynferðislegt búið að baki? „Nei, það er ekkert kynferðislegt,“ svaraði Madsen. „Ég veit ekki hvort að þér finnist það eitthavð kynferðislegt, þér finnst það kannski, en ekki mér.“ Réttarhöldin halda áfram í dag en síðar í dag mun verjandi Madsen fá tækifæri til þess að spyrja hann spurninga. Fylgjast má með réttarhöldunum í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Segir Wall hafa látist vegna kolsýringseitrunar Danski uppfinningarmaðurinn breytir framburði sínum vegna dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 8. mars 2018 13:57 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peder Madsen neitar enn sök í réttarhöldunum yfir honum vegna andláts sænska blaðamannins Kim Wall. Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag í Kaupmannahöfn eftir tæplega tveggja vikna hlé. Áfram var haldið þaðan sem frá var horfið þann 8. mars þegar réttarhöldin hófust. Þá gaf Madsen þær skýringar að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna kolsýringseitrunar í aðstæðum sem sköpuðust þegar Madsen fór upp á þilfar en gat ekki opnað hlera kafbátsins til þess að komast niður aftur vegna þrýstingsfalls. Gaf hann þá einnig þá skýringu að hann hafi þurft að búta niður lík Wall til þess að koma henni úr kafbátnum, hann hafi reynt að koma henni upp í heilu lagi en það hafi ekki tekist. „Þetta var hræðilegt“ Saksóknarni málsins tók í dag upp þráðinn og hélt áfram að spyrja Madsen út í það hvernig hann hefði bútað lík Wall niður. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen er ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. „Við erum að tala um manneskju og ég held að þú ættir að spyrja sérfræðingana,“ svaraði Madsen er saksóknarinn spurði hann út í þetta. „Þetta var hræðilegt og ég vil ekki þurfa að lýsa því.“ Sagði Madsen að hans eina hugsun á þessum tímapunkti hafði verið að koma líkinu úr bátnum og útbyrðis en í réttarhöldunum lýsti Madsen því hvernig hann taldi að lífi sínu væri lokið, eftir að Wall lést um borð í kafbátnum. Madsen stakk einnig göt á lík Wall en niðurstaða krufningar benti til þess að stungusár á brjósti og klofi hennar hafi komið eftir að hún lést. Aðspurður um það svaraði Madsen að hann hafi stungið nokkur göt hér á þar á líkið til þess að koma í veg fyrir að gasmyndun í líkinu yrði til þess að það myndi fljóta upp á yfirborðið. Saksóknarinn spurði hann sérstaklega út í stungusárin í klofi Wall og hvort að þar hefði eitthvað kynferðislegt búið að baki? „Nei, það er ekkert kynferðislegt,“ svaraði Madsen. „Ég veit ekki hvort að þér finnist það eitthavð kynferðislegt, þér finnst það kannski, en ekki mér.“ Réttarhöldin halda áfram í dag en síðar í dag mun verjandi Madsen fá tækifæri til þess að spyrja hann spurninga. Fylgjast má með réttarhöldunum í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Segir Wall hafa látist vegna kolsýringseitrunar Danski uppfinningarmaðurinn breytir framburði sínum vegna dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 8. mars 2018 13:57 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55
Segir Wall hafa látist vegna kolsýringseitrunar Danski uppfinningarmaðurinn breytir framburði sínum vegna dauða sænsku blaðakonunnar Kim Wall. 8. mars 2018 13:57