Áhersla á útlit getur gengið of langt og orðið að sálrænum vanda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. mars 2018 08:30 Andri Steinþór Björnsson segir að stundum fá börn þau skilaboð frá umhverfinu, til dæmis foreldrum og öðrum, að það sé mjög mikilvægt að þau séu falleg. Vísir/Rakel Ósk Sigurðardóttir „Erindi mitt fjallar um það af hverju fólk er upptekið af eigin útliti og útliti annarra, hvenær sú áhersla getur orðið að sálrænum vanda og hvað er þá til ráða,“ segir Andri Steinþór Björnsson, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands. Í hádeginu í dag, 22. mars, mun Andri halda erindið Af hverju skiptir útlitið máli? í röðinni Háskólinn og samfélagið. Í þeirri röð er velferð barna og ungmenna í brennidepli og hefur röðin fengið undirheitið Best fyrir börnin. Í rannsóknum sínum og klínískum störfum hefur Andri einkum sérhæft sig í líkamsskynjunarröskun og félagsfælni og þætti áfalla í sálrænum vanda.Áhyggjur af útliti eru eðlilegar „Það er eðlilegt að útlit skipti okkur máli. Það er hluti af því að vera manneskja, við erum ein af þeim tegundum sem veljum okkur maka út frá útliti meðal annars. Áhersla á útlit getur hins vegar gengið of langt,“ segir Andri. „Stundum fá börn þau skilaboð frá umhverfinu, til dæmis foreldrum og öðrum, að það sé mjög mikilvægt að þau séu falleg, og oft rennur saman hugmyndin um manngildi og útlit, þannig að börn upplifa að til þess að þau séu metin að verðleikum þá þurfi þau að vera falleg. Þá getur orðið til það sem við köllum líkamsímyndarvandi. Sem sagt að börn, unglingar og fullorðnir leggi of mikla áherslu á útlit, og það sem meira er, að þau telji sig líta verr út en þau gera í raun og veru. Þess vegna köllum við þetta líkamsímynd, því að hugmyndir okkar um eigin útlit samsvara ekki alltaf því hvernig við lítum út í raun og veru. Og það getur verið erfitt að sættast á þessa staðreynd, því flestir alast upp við þá hugmynd að treysta því sem þeir sjá með „berum” augum. Stundum þróast svonefndar líkamsímyndargeðraskanir á borð við átraskanir og líkamsskynjunarröskun.“Skynja líkamshluta sem ljóta eða afskræmda Andri segir að líkamsskynjunarröskun sé mun algengari en áður hafi verið talið og bendi nýleg rannsókn til þess að algengi hennar á Íslandi gæti verið um þrjú prósent. „Fólk með líkamsskynjunarröskun upplifir einn eða fleiri líkamshluta sem ljóta eða jafnvel afskræmda, en í raun og veru lítur þetta fólk eðlilega út. Til þess að greinast með röskunina þarf fólk að hugsa um þessa líkamshluta og eigið útlit í um klukkutíma á dag, auk þess sem það bregst við hugsununum með einhverjum hætti, eins og að horfa tímunum saman í spegil, bera sig endurtekið saman við annað fólk, fela líkamshluta með farða, fötum eða með öðrum leiðum, og fara í endurteknar lýtaaðgerðir, svo nokkur dæmi séu tekin.“ Yfirleitt veldur þessi geðröskun mikilli vanlíðan og hefur talsverð neikvæð áhrif á líf fólks. „Í einni rannsókn á stóru úrtaki fólks með þessa röskun kom til dæmis fram að um 30% þátttakenda hafði átt að minnsta kosti eina viku á ævinni þar sem þeir fóru ekki út úr húsi af ótta við að vera dæmdir af öðrum vegna þessara meintu líkamslýta.“Þrífst í skömm og einangrun Andri segir það mikilvægt að bregðast við þessum vanda og að foreldrar hafi augun opin. „Fyrsta skrefið er að foreldrar og aðrir forráðamenn fylgist með því hvort það hafi orðið einhver breyting á barninu eða unglingnum, til dæmis hvort unglingurinn fari að einangra sig og virðist mjög upptekinn af eigin útliti, sé kannski tímunum saman fyrir framan spegilinn, eða sífellt að taka sjálfur. Það er fín lína á milli þess sem er innan eðlilegra marka eða utan þeirra á þessum aldri, en breyting á virkni og aukin vanlíðan getur verið vísbending um að unglingurinn sé í vanda.“ Þá er næsta skref að foreldrar reyni sitt besta til að ræða við barn sitt. „Þá getur verið gott að leggja áherslu á að áhyggjur af útliti séu eðlilegar og segja frá því ef foreldrið sjálft hefur áhyggjur af slíku. Hreinskiptin og hlý samskipti geta skipt miklu máli því sálrænn vandi á borð við líkamsskynjunarröskun þrífst í skömm og einangrun. Ef foreldrar hafa áhyggjur af barni sínu er mikilvægt að leita til fagfólks á borð við sálfræðinga sem þekkja líkamsskynjunarröskun og aðrar líkamsímyndaraskanir til þess að greina vandann og veita meðferð ef ástæða er til. Sú meðferð sem sýnt hefur mestan árangur við líkamsskynjunarröskun og átröskunum er hugræn atferlismeðferð,“ segir Andri að lokum.Erindi Andra hefst klukkan 12 í dag, fimmtudaginn 22. mars, og verður það í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Streymt verður frá fundinum beint hér á Vísi. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Foreldrar gefi sér tíma með börnunum sínum og ræði við þau Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Ísland heldur fyrirlestur um leiðandi uppeldishætti. 8. febrúar 2018 12:15 Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
„Erindi mitt fjallar um það af hverju fólk er upptekið af eigin útliti og útliti annarra, hvenær sú áhersla getur orðið að sálrænum vanda og hvað er þá til ráða,“ segir Andri Steinþór Björnsson, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands. Í hádeginu í dag, 22. mars, mun Andri halda erindið Af hverju skiptir útlitið máli? í röðinni Háskólinn og samfélagið. Í þeirri röð er velferð barna og ungmenna í brennidepli og hefur röðin fengið undirheitið Best fyrir börnin. Í rannsóknum sínum og klínískum störfum hefur Andri einkum sérhæft sig í líkamsskynjunarröskun og félagsfælni og þætti áfalla í sálrænum vanda.Áhyggjur af útliti eru eðlilegar „Það er eðlilegt að útlit skipti okkur máli. Það er hluti af því að vera manneskja, við erum ein af þeim tegundum sem veljum okkur maka út frá útliti meðal annars. Áhersla á útlit getur hins vegar gengið of langt,“ segir Andri. „Stundum fá börn þau skilaboð frá umhverfinu, til dæmis foreldrum og öðrum, að það sé mjög mikilvægt að þau séu falleg, og oft rennur saman hugmyndin um manngildi og útlit, þannig að börn upplifa að til þess að þau séu metin að verðleikum þá þurfi þau að vera falleg. Þá getur orðið til það sem við köllum líkamsímyndarvandi. Sem sagt að börn, unglingar og fullorðnir leggi of mikla áherslu á útlit, og það sem meira er, að þau telji sig líta verr út en þau gera í raun og veru. Þess vegna köllum við þetta líkamsímynd, því að hugmyndir okkar um eigin útlit samsvara ekki alltaf því hvernig við lítum út í raun og veru. Og það getur verið erfitt að sættast á þessa staðreynd, því flestir alast upp við þá hugmynd að treysta því sem þeir sjá með „berum” augum. Stundum þróast svonefndar líkamsímyndargeðraskanir á borð við átraskanir og líkamsskynjunarröskun.“Skynja líkamshluta sem ljóta eða afskræmda Andri segir að líkamsskynjunarröskun sé mun algengari en áður hafi verið talið og bendi nýleg rannsókn til þess að algengi hennar á Íslandi gæti verið um þrjú prósent. „Fólk með líkamsskynjunarröskun upplifir einn eða fleiri líkamshluta sem ljóta eða jafnvel afskræmda, en í raun og veru lítur þetta fólk eðlilega út. Til þess að greinast með röskunina þarf fólk að hugsa um þessa líkamshluta og eigið útlit í um klukkutíma á dag, auk þess sem það bregst við hugsununum með einhverjum hætti, eins og að horfa tímunum saman í spegil, bera sig endurtekið saman við annað fólk, fela líkamshluta með farða, fötum eða með öðrum leiðum, og fara í endurteknar lýtaaðgerðir, svo nokkur dæmi séu tekin.“ Yfirleitt veldur þessi geðröskun mikilli vanlíðan og hefur talsverð neikvæð áhrif á líf fólks. „Í einni rannsókn á stóru úrtaki fólks með þessa röskun kom til dæmis fram að um 30% þátttakenda hafði átt að minnsta kosti eina viku á ævinni þar sem þeir fóru ekki út úr húsi af ótta við að vera dæmdir af öðrum vegna þessara meintu líkamslýta.“Þrífst í skömm og einangrun Andri segir það mikilvægt að bregðast við þessum vanda og að foreldrar hafi augun opin. „Fyrsta skrefið er að foreldrar og aðrir forráðamenn fylgist með því hvort það hafi orðið einhver breyting á barninu eða unglingnum, til dæmis hvort unglingurinn fari að einangra sig og virðist mjög upptekinn af eigin útliti, sé kannski tímunum saman fyrir framan spegilinn, eða sífellt að taka sjálfur. Það er fín lína á milli þess sem er innan eðlilegra marka eða utan þeirra á þessum aldri, en breyting á virkni og aukin vanlíðan getur verið vísbending um að unglingurinn sé í vanda.“ Þá er næsta skref að foreldrar reyni sitt besta til að ræða við barn sitt. „Þá getur verið gott að leggja áherslu á að áhyggjur af útliti séu eðlilegar og segja frá því ef foreldrið sjálft hefur áhyggjur af slíku. Hreinskiptin og hlý samskipti geta skipt miklu máli því sálrænn vandi á borð við líkamsskynjunarröskun þrífst í skömm og einangrun. Ef foreldrar hafa áhyggjur af barni sínu er mikilvægt að leita til fagfólks á borð við sálfræðinga sem þekkja líkamsskynjunarröskun og aðrar líkamsímyndaraskanir til þess að greina vandann og veita meðferð ef ástæða er til. Sú meðferð sem sýnt hefur mestan árangur við líkamsskynjunarröskun og átröskunum er hugræn atferlismeðferð,“ segir Andri að lokum.Erindi Andra hefst klukkan 12 í dag, fimmtudaginn 22. mars, og verður það í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Streymt verður frá fundinum beint hér á Vísi.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Foreldrar gefi sér tíma með börnunum sínum og ræði við þau Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Ísland heldur fyrirlestur um leiðandi uppeldishætti. 8. febrúar 2018 12:15 Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Foreldrar gefi sér tíma með börnunum sínum og ræði við þau Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Ísland heldur fyrirlestur um leiðandi uppeldishætti. 8. febrúar 2018 12:15
Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00