Lygamælingar styðja frásögn klámmyndaleikkonunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. mars 2018 07:48 Hér má sjá Stormy Daniels þreyta prófið árið 2011. Vísir/Getty Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, tók lygapróf árið 2011 fyrir viðtal sitt við tímaritið Life & Style. Skömmu áður hafði hún sagt við blaðamann InTouch að hún og Donald Trump hefðu sofið saman árið 2006, einu ári eftir að auðkýfingurinn gekk að eiga eiginkonu sína Melaniu. Donald Trump, sem nú er forseti Bandaríkjanna, hefur ætíð neitað fyrir að hafa átt í sambandi við Daniels. Lögmaður forsetans greiddi klámmyndaleikkonunni 130 þúsund dali, um 13 milljónir króna, skömmu fyrir kosningarnar haustið 2016 sem leikkonan segir að hafi verið hluti af þagnarsamkomulagi sem hún undirritaði um málið. Í upphafi árs sagði hún hins vegar að þetta samkomulag væri ógilt því að í ljósi hafi komið að Trump hafi sjálfur aldrei undirritað það. Því telur Daniels að henni sé frjálst að tjá sig um málið að vild. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa að þessum sökum lögsótt Daniels fyrir að rjúfa samkomulagið og krefja hana um 20 milljónir dala, 2 milljarða króna.Spurð um samræði og þátttöku í Apprentice Sjónvarpsstöðin CBS hefur nú undir höndum fyrrnefnt lygapróf sem klámmyndaleikkonan tók árið 2011. Kerfið byggir á kóða sem hannað var í hinum virta John Hopkins-háskóla og er það talið til marks um trúðverðuleika niðurstaðnanna. Engu að síður eru lygamælingar ýmsum vandkvæðum háðar og því má til að mynda ekki nota þær sem sönnungargögn í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Í lygaprófinu er Daniels spurð hvort hún hafi stundað óvarið kynlíf með Donald Trump árið 2006 og hvort hann hafi lofað henni sæti í raunveruleikaþættinum The Apprentice, sem auðkýfingurinn stýrði á þessum árum. Niðurstöður prófsins bentu til þess að hún segði satt um samræði hennar og Trumps. Hins vegar renndu gögnin ekki stoðum undir það að hann hafi lofað henni að taka þátt í raunveruleikaþættinum. Þar að auki skrifaði maðurinn sem framkvæmdi prófið að ekkert benti til þess að Daniels hafi vísvitandi reynt að ljúga að rannsakandanum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Niðurstöður lygamælinga eru sagðar staðfesta frásögn klámyndaleikkonunnar Stormy Daniels um að hún og Bandaríkjaforseti hafi haft samræði árið 2006. Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, tók lygapróf árið 2011 fyrir viðtal sitt við tímaritið Life & Style. Skömmu áður hafði hún sagt við blaðamann InTouch að hún og Donald Trump hefðu sofið saman árið 2006, einu ári eftir að auðkýfingurinn gekk að eiga eiginkonu sína Melaniu. Donald Trump, sem nú er forseti Bandaríkjanna, hefur ætíð neitað fyrir að hafa átt í sambandi við Daniels. Lögmaður forsetans greiddi klámmyndaleikkonunni 130 þúsund dali, um 13 milljónir króna, skömmu fyrir kosningarnar haustið 2016 sem leikkonan segir að hafi verið hluti af þagnarsamkomulagi sem hún undirritaði um málið. Í upphafi árs sagði hún hins vegar að þetta samkomulag væri ógilt því að í ljósi hafi komið að Trump hafi sjálfur aldrei undirritað það. Því telur Daniels að henni sé frjálst að tjá sig um málið að vild. Lögmenn Bandaríkjaforseta hafa að þessum sökum lögsótt Daniels fyrir að rjúfa samkomulagið og krefja hana um 20 milljónir dala, 2 milljarða króna.Spurð um samræði og þátttöku í Apprentice Sjónvarpsstöðin CBS hefur nú undir höndum fyrrnefnt lygapróf sem klámmyndaleikkonan tók árið 2011. Kerfið byggir á kóða sem hannað var í hinum virta John Hopkins-háskóla og er það talið til marks um trúðverðuleika niðurstaðnanna. Engu að síður eru lygamælingar ýmsum vandkvæðum háðar og því má til að mynda ekki nota þær sem sönnungargögn í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Í lygaprófinu er Daniels spurð hvort hún hafi stundað óvarið kynlíf með Donald Trump árið 2006 og hvort hann hafi lofað henni sæti í raunveruleikaþættinum The Apprentice, sem auðkýfingurinn stýrði á þessum árum. Niðurstöður prófsins bentu til þess að hún segði satt um samræði hennar og Trumps. Hins vegar renndu gögnin ekki stoðum undir það að hann hafi lofað henni að taka þátt í raunveruleikaþættinum. Þar að auki skrifaði maðurinn sem framkvæmdi prófið að ekkert benti til þess að Daniels hafi vísvitandi reynt að ljúga að rannsakandanum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39