Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. mars 2018 06:00 Könnunarflugvél British Antarctic Survey er nú gerð út frá Akureyrarflugvelli. Verið er að rannsaka svonefndan Norður-Íslandsstraum. Vísir/auðunn Sérútbúin Twin Otter flugvél á vegum stofnunarinnar British Antarctic Survey hefur undanfarið haft bækistöðvar á Akureyri og stundað þaðan rannsóknarflug við Íslandstrendur. „Um er að ræða vísindarannsóknir sem hafa það að markmiði að rannsaka hitastig sjávar og lofts, auk hafíss. Fyrirtækið sem um ræðir heitir British Antartic Survey og eru verkefni þess unnin í samstarfi við fjölmarga aðila, meðal annars veðurstofur Íslands og Noregs ásamt fjölda háskóla víða um heim,“ segir Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, um erindi bresku flugvélarinnar á Íslandi. Um er að ræða stórt verkefni á vegum breska East Anglia háskólans sem stofnunin British Antarctic Survey starfar fyrir. Samkvæmt svörum frá British Antarctic Survey er vera vísindamannanna hér nú tengd stóru verkefni sem snýst um höfin við Ísland og Grænland. „Flugvélin er útbúin fjölbreyttu úrvali tækja til loftslagsrannsókna,“ segir í svari frá British Antarctic Survey, sem vísar á East Anglia háskólann varðandi frekari upplýsingar. Ekki hafa enn fengist nánari skýringar frá breska háskólanum en þó benti talsmaður hans á upplýsingasíðu um verkefnið. Þar kemur fram að verið sé að rannsaka svokallaðan Norður-Íslandsstraum sem hafi uppgötvast fremur nýlega. Þessi Íslandsstraumur leggi til helming þess vatns sem streymi til suðurs um Grænlandssund og leggi sitt af mörkum til Norður-Atlantshafsstraumsins sem skipti sköpum fyrir loftslag í heiminum, sérstaklega í Evrópu. „Við munum meta hlut Íslandshafs í hnattrænum og svæðisbundnum loftslagslíkönum og rannsaka líklegar breytingar á loftflæði og yfirborðsflæði vegna loftslagsbreytinga,“ segir á upplýsingasíðu verkefnisins sem sagt er standa frá árinu 2016 til 2020. Breska könnunarvélin var á föstudag við Skjálfandaflóa og Axarfjörð og á Ströndum við Húnaflóa í gær. British Antarctic Survey er stofnun sem heyrir undir Rannsóknarráð umhverfismála í Bretlandi. Til starfseminnar fær BAS árlega fimmtíu milljónir punda, það svarar til um sjö milljarða íslenskra króna. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vísindi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sérútbúin Twin Otter flugvél á vegum stofnunarinnar British Antarctic Survey hefur undanfarið haft bækistöðvar á Akureyri og stundað þaðan rannsóknarflug við Íslandstrendur. „Um er að ræða vísindarannsóknir sem hafa það að markmiði að rannsaka hitastig sjávar og lofts, auk hafíss. Fyrirtækið sem um ræðir heitir British Antartic Survey og eru verkefni þess unnin í samstarfi við fjölmarga aðila, meðal annars veðurstofur Íslands og Noregs ásamt fjölda háskóla víða um heim,“ segir Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, um erindi bresku flugvélarinnar á Íslandi. Um er að ræða stórt verkefni á vegum breska East Anglia háskólans sem stofnunin British Antarctic Survey starfar fyrir. Samkvæmt svörum frá British Antarctic Survey er vera vísindamannanna hér nú tengd stóru verkefni sem snýst um höfin við Ísland og Grænland. „Flugvélin er útbúin fjölbreyttu úrvali tækja til loftslagsrannsókna,“ segir í svari frá British Antarctic Survey, sem vísar á East Anglia háskólann varðandi frekari upplýsingar. Ekki hafa enn fengist nánari skýringar frá breska háskólanum en þó benti talsmaður hans á upplýsingasíðu um verkefnið. Þar kemur fram að verið sé að rannsaka svokallaðan Norður-Íslandsstraum sem hafi uppgötvast fremur nýlega. Þessi Íslandsstraumur leggi til helming þess vatns sem streymi til suðurs um Grænlandssund og leggi sitt af mörkum til Norður-Atlantshafsstraumsins sem skipti sköpum fyrir loftslag í heiminum, sérstaklega í Evrópu. „Við munum meta hlut Íslandshafs í hnattrænum og svæðisbundnum loftslagslíkönum og rannsaka líklegar breytingar á loftflæði og yfirborðsflæði vegna loftslagsbreytinga,“ segir á upplýsingasíðu verkefnisins sem sagt er standa frá árinu 2016 til 2020. Breska könnunarvélin var á föstudag við Skjálfandaflóa og Axarfjörð og á Ströndum við Húnaflóa í gær. British Antarctic Survey er stofnun sem heyrir undir Rannsóknarráð umhverfismála í Bretlandi. Til starfseminnar fær BAS árlega fimmtíu milljónir punda, það svarar til um sjö milljarða íslenskra króna.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vísindi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira