Tók ekki þátt í sandkassaleik þjálfarans Hjörvar Ólafsson skrifar 20. mars 2018 08:00 Rúnar Már Sigurjónsson á æfingu með íslenska landsliðinu. Vísir/AFP Rúnar Már Sigurjónsson hefur leikið afar vel fyrir lið sitt St. Gallen í svissnesku efstu deildinni í knattspyrnu undanfarið. Rúnar Már gekk til liðs við St. Gallen frá Grasshoppers á láni í janúar síðastliðnum. Rúnar gerði sínum gömlu félögum skráveifu um helgina, en hann skoraði annað markið og lagði upp hitt þegar St. Gallen fór með 2-1 sigur af hólmi gegn Grasshoppers í svissnesku deildinni. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust í brjósti mér fyrir þennan leik og á meðan á leiknum stóð. Ég skildi í góðu við leikmenn Grasshoppers og á marga góða vini hjá félaginu. Það er hins vegar engin launung að það var stirt á milli mín og aðila innan Grasshoppers,“ sagði Rúnar Már í samtali við Fréttablaðið. „Þar á ég við Murat Yakin, þjálfara liðsins, sem ákvað það strax frá upphafi að ég ætti ekki upp á pallborðið hjá honum. Yakin hefur gert þetta áður, það er að velja leikmenn til þess að taka fyrir og ég lenti í því að þessu sinni. Yakin fór svo að ljúga upp á mig í fjölmiðlum og ég ákvað að taka ekki þátt í þeim sandkassaleik.“vísirÍ baráttunni um sæti í Evrópudeildinni St. Gallen er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig eftir þennan sigur, en Grasshoppers er hins vegar í sjötta sæti með 31 stig. St. Gallen er í góðri stöðu í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð og þá er liðið þremur stigum á eftir Basel sem er í öðru sæti deildarinnar eins og sakir standa, en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. „Liðið spilaði vel fyrir áramót en það vantaði stöðugleika. Mér hefur gengið vel eftir að ég kom hingað og mér líður vel hérna. Við erum í fínni stöðu í baráttunni um að komast annaðhvort beint í Evrópudeildina eða í umspil um sæti í Meistaradeildinni. Það eru spennandi tímar fram undan og ég gæti alveg hugsað mér að vera hér áfram. Forráðamenn St. Gallen hafa áhuga á að halda mér, en sýna því líka skilning að ég hef hug á því að kanna hvernig landið liggur hjá Grasshoppers og annars staðar í Evrópu í sumar,“ sagði Rúnar Már um stöðu mála hjá St. Gallen og framtíðina hjá sjálfum sér.Vísir/AFPEkki valinn í hópinn fyrir Bandaríkjaferðina Rúnar Már hefur leikið vel fyrir St. Gallen, en hann hefur skorað þrjú mörk í þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað fyrir liðið, auk þess að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína. Þrátt fyrir góða frammistöðu var Rúnar Már ekki valinn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir vináttulandsleikina gegn Mexíkó og Perú sem leiknir verða í Bandaríkjunum. „Það er bara þeirra val að hafa mig ekki í leikmannahópnum að þessu sinni og ég virði þá ákvörðun og sýni henni skilning. Það eina sem ég get gert er að halda áfram að standa mig hjá St. Gallen og vona að það dugi mér til þess að vera valinn í landsliðið. Ég hef ekki gefið upp vonina um það að komast í leikmannahópinn fyrir HM í Rússlandi, það kemur svo bara í ljós hvort ég verð í þeim hópi eða ekki,“ sagði Rúnar Már um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu.Vísir/EPA Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson hefur leikið afar vel fyrir lið sitt St. Gallen í svissnesku efstu deildinni í knattspyrnu undanfarið. Rúnar Már gekk til liðs við St. Gallen frá Grasshoppers á láni í janúar síðastliðnum. Rúnar gerði sínum gömlu félögum skráveifu um helgina, en hann skoraði annað markið og lagði upp hitt þegar St. Gallen fór með 2-1 sigur af hólmi gegn Grasshoppers í svissnesku deildinni. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust í brjósti mér fyrir þennan leik og á meðan á leiknum stóð. Ég skildi í góðu við leikmenn Grasshoppers og á marga góða vini hjá félaginu. Það er hins vegar engin launung að það var stirt á milli mín og aðila innan Grasshoppers,“ sagði Rúnar Már í samtali við Fréttablaðið. „Þar á ég við Murat Yakin, þjálfara liðsins, sem ákvað það strax frá upphafi að ég ætti ekki upp á pallborðið hjá honum. Yakin hefur gert þetta áður, það er að velja leikmenn til þess að taka fyrir og ég lenti í því að þessu sinni. Yakin fór svo að ljúga upp á mig í fjölmiðlum og ég ákvað að taka ekki þátt í þeim sandkassaleik.“vísirÍ baráttunni um sæti í Evrópudeildinni St. Gallen er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig eftir þennan sigur, en Grasshoppers er hins vegar í sjötta sæti með 31 stig. St. Gallen er í góðri stöðu í baráttunni um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð og þá er liðið þremur stigum á eftir Basel sem er í öðru sæti deildarinnar eins og sakir standa, en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabili. „Liðið spilaði vel fyrir áramót en það vantaði stöðugleika. Mér hefur gengið vel eftir að ég kom hingað og mér líður vel hérna. Við erum í fínni stöðu í baráttunni um að komast annaðhvort beint í Evrópudeildina eða í umspil um sæti í Meistaradeildinni. Það eru spennandi tímar fram undan og ég gæti alveg hugsað mér að vera hér áfram. Forráðamenn St. Gallen hafa áhuga á að halda mér, en sýna því líka skilning að ég hef hug á því að kanna hvernig landið liggur hjá Grasshoppers og annars staðar í Evrópu í sumar,“ sagði Rúnar Már um stöðu mála hjá St. Gallen og framtíðina hjá sjálfum sér.Vísir/AFPEkki valinn í hópinn fyrir Bandaríkjaferðina Rúnar Már hefur leikið vel fyrir St. Gallen, en hann hefur skorað þrjú mörk í þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað fyrir liðið, auk þess að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína. Þrátt fyrir góða frammistöðu var Rúnar Már ekki valinn í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir vináttulandsleikina gegn Mexíkó og Perú sem leiknir verða í Bandaríkjunum. „Það er bara þeirra val að hafa mig ekki í leikmannahópnum að þessu sinni og ég virði þá ákvörðun og sýni henni skilning. Það eina sem ég get gert er að halda áfram að standa mig hjá St. Gallen og vona að það dugi mér til þess að vera valinn í landsliðið. Ég hef ekki gefið upp vonina um það að komast í leikmannahópinn fyrir HM í Rússlandi, það kemur svo bara í ljós hvort ég verð í þeim hópi eða ekki,“ sagði Rúnar Már um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu.Vísir/EPA
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira