Inga Sæland ætlar ekki að flytja úr íbúð fyrir öryrkja Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 31. mars 2018 18:56 Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, ætlar að halda áfram að leigja íbúð hjá hússjóði Öryrkjabandalagsins þrátt fyrir að vera yfir tekjuviðmiðum. Fjöldi öryrkja er á biðlista eftir íbúð hjá Öryrkjabandalaginu. Líkt og DV greindi frá á dögunum hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins leigt fjögurra herbergja íbúð í Grafarholti af Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins í sjö ár. Leiguverð fyrir slíka íbúð er samkvæmt verðskrá Brynju á bilinu 139 til 169 þúsund krónur á mánuði. Inga Sæland var í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 um málið. „Já, að minnsta kosti enn um sinn þá kem ég til með að vera hér og er afskaplega þakklát fyrir þann velvilja sem Brynja hússjóður sýnir mér og þeim breyttu aðstæðum sem ég er í núna,“ segir Inga þegar hún er spurð hvort hún ætli að að halda áfram að leigja.Greiðir tvöfalda húsaleigu„Við gerðum með okkur samkomulag að hér eftir greiði ég tvöfalda húsaleigu og það er nú sérstaklega verið að líta til þess að það er nú kannski ekki alveg þar með sagt að ég sé komin til þess að vera öryrki á ofurlaunum lengi og ég er ansi háð umhverfi mínu. Það tekur mig langan tíma, vegna minnar fötlunar, að geta gengið um frjálslega eins og ég get gert hér í Grafarholtinu.“ Aðspurð hvað hún greiði í húsaleigu á mánuði svarar Inga að hún greiði 236 þúsund krónur á mánuði en það fyrirkomulag hafi verið tekið upp fyrir stuttu. „Ég get ekki fullþakkað það, þetta er náttúrulega mitt friðhelgi, mitt heimili og eina öryggið sem ég á,“ segir Inga. Spurð að því hvort henni þyki réttlætanlegt að leigja áfram íbúðina í ljósi þess að metfjöldi er á biðlista eftir íbúð svarar Inga: „Þess vegna dreymir mig um að eignast eigið heimili, það get ég alveg sagt þér og það er örugglega draumur margra öryrkja að geta sleppt því að vera á leigumarkaði hjá nokkrum og fá að eiga sitt eigið heimili og það er minn draumur líka.“Inga er yfir tekjumörkumLeigutakar hjá Brynju þurfa að uppfylla ýmis skilyrði og þurfa til dæmis að vera undir ákveðnum tekjuviðmiðum. Mega árstekjur sambúðarfólks ekki vera yfir rúmum 6,6 milljónum króna á ári, eða sem nemur samanlögðum 550 þúsund krónum. Tekjumörk einstaklings eru tæplega 400 þúsund krónur á mánuði.Fjögurra ára biðtími Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalaginu er metfjöldi á biðlista eftir íbúð, eða um fimm hundruð öryrkjar. Biðtíminn er talinn vera allt að fjögur ár en íbúðirnar eru um 860 talsins. Inga þáði örorkubætur þar til hún var kjörin á þing í október. Auk þingfararkaups sem nemur um 1,1 milljón á mánuði fær hún í dag greitt 500 þúsund króna álag sem formaður stjórnmálaflokks. Eru heildarlaunin því rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði.Sögðu upp íbúðinni þegar málið kom upp Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða skapast um búsetu þingmanna en síðastliðið vor greindi Fréttablaðið frá því að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata byggi á Stúdentagörðum á sama tíma og hann sinnti þingstörfum en kona hans stundaði þá nám við Háskóla Íslands. Þegar málið kom upp ákváðu þau hins vegar að segja upp stúdentaíbúðinni. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, ætlar að halda áfram að leigja íbúð hjá hússjóði Öryrkjabandalagsins þrátt fyrir að vera yfir tekjuviðmiðum. Fjöldi öryrkja er á biðlista eftir íbúð hjá Öryrkjabandalaginu. Líkt og DV greindi frá á dögunum hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins leigt fjögurra herbergja íbúð í Grafarholti af Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins í sjö ár. Leiguverð fyrir slíka íbúð er samkvæmt verðskrá Brynju á bilinu 139 til 169 þúsund krónur á mánuði. Inga Sæland var í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 um málið. „Já, að minnsta kosti enn um sinn þá kem ég til með að vera hér og er afskaplega þakklát fyrir þann velvilja sem Brynja hússjóður sýnir mér og þeim breyttu aðstæðum sem ég er í núna,“ segir Inga þegar hún er spurð hvort hún ætli að að halda áfram að leigja.Greiðir tvöfalda húsaleigu„Við gerðum með okkur samkomulag að hér eftir greiði ég tvöfalda húsaleigu og það er nú sérstaklega verið að líta til þess að það er nú kannski ekki alveg þar með sagt að ég sé komin til þess að vera öryrki á ofurlaunum lengi og ég er ansi háð umhverfi mínu. Það tekur mig langan tíma, vegna minnar fötlunar, að geta gengið um frjálslega eins og ég get gert hér í Grafarholtinu.“ Aðspurð hvað hún greiði í húsaleigu á mánuði svarar Inga að hún greiði 236 þúsund krónur á mánuði en það fyrirkomulag hafi verið tekið upp fyrir stuttu. „Ég get ekki fullþakkað það, þetta er náttúrulega mitt friðhelgi, mitt heimili og eina öryggið sem ég á,“ segir Inga. Spurð að því hvort henni þyki réttlætanlegt að leigja áfram íbúðina í ljósi þess að metfjöldi er á biðlista eftir íbúð svarar Inga: „Þess vegna dreymir mig um að eignast eigið heimili, það get ég alveg sagt þér og það er örugglega draumur margra öryrkja að geta sleppt því að vera á leigumarkaði hjá nokkrum og fá að eiga sitt eigið heimili og það er minn draumur líka.“Inga er yfir tekjumörkumLeigutakar hjá Brynju þurfa að uppfylla ýmis skilyrði og þurfa til dæmis að vera undir ákveðnum tekjuviðmiðum. Mega árstekjur sambúðarfólks ekki vera yfir rúmum 6,6 milljónum króna á ári, eða sem nemur samanlögðum 550 þúsund krónum. Tekjumörk einstaklings eru tæplega 400 þúsund krónur á mánuði.Fjögurra ára biðtími Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalaginu er metfjöldi á biðlista eftir íbúð, eða um fimm hundruð öryrkjar. Biðtíminn er talinn vera allt að fjögur ár en íbúðirnar eru um 860 talsins. Inga þáði örorkubætur þar til hún var kjörin á þing í október. Auk þingfararkaups sem nemur um 1,1 milljón á mánuði fær hún í dag greitt 500 þúsund króna álag sem formaður stjórnmálaflokks. Eru heildarlaunin því rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði.Sögðu upp íbúðinni þegar málið kom upp Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða skapast um búsetu þingmanna en síðastliðið vor greindi Fréttablaðið frá því að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata byggi á Stúdentagörðum á sama tíma og hann sinnti þingstörfum en kona hans stundaði þá nám við Háskóla Íslands. Þegar málið kom upp ákváðu þau hins vegar að segja upp stúdentaíbúðinni.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent