Páskahret ekki gengið yfir landið í rúm tuttugu ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2018 14:00 Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag, annan í páskum. VÍSIR/VILHELM Tuttugu og tvö ár eru síðan síðasta páskahret sem heitir getur gekk yfir landið en það var á skírdag árið 1996. Þó er von á snjókomu víða um land á mánudag og verður hiti líklega undir frostmarki fram eftir viku. Snörp norðanátt gerir oft vart við sig einhvern tímann á þeim hálfa mánuði sem fylgir páskunum og getur snjókoma því verið nokkuð algeng. Þessi veðuratburður sem nefndur hefur verið páskahret berst því gjarnan í tal á þessu tímabili. Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá því á vefsíðu sinni Hungurdiskum að ekkert páskahret sem heitir getur hafi gert hér á landi síðan á skírdag árið 1996 en þá gekk mikið hríðarveður yfir landið og olli samgöngutruflunum. Önnur páskahret sem þykja skera sig úr voru árin 1963 og 1967.Sjá einnig: Bætir í vind og éljagang í kvöld Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir það líklega skilgreiningaratriði hvenær snjókoma um páska teljist til páskahrets en von er á slíku veðri á næstu dögum. Von er á éljum sunnan- og vestanlands í dag og í nótt. „Og síðan fer að snjóa á norðvestanverðu landinu á moirgun og svo snjókoma víða um land á mánudag og kólnandi veður. Það er að fara í norðanátt núna eftir helgi. Þetta er ekkert páskahret, það er bara ekki ennþá komið vor,“ segir Þorsteinn. Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag en reiknað er þó með björtu en köldu veðri fram eftir viku. „Það er nú eiginlega bara norðanátt eins langt og við sjáum, semsagt alveg út vikuna, og frekar kalt á öllu landinu, snjókoma og él á norðanverðu landinu og það fer ekkert að draga úr því fyrr en næstu helgi,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur. Veður Tengdar fréttir Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Tuttugu og tvö ár eru síðan síðasta páskahret sem heitir getur gekk yfir landið en það var á skírdag árið 1996. Þó er von á snjókomu víða um land á mánudag og verður hiti líklega undir frostmarki fram eftir viku. Snörp norðanátt gerir oft vart við sig einhvern tímann á þeim hálfa mánuði sem fylgir páskunum og getur snjókoma því verið nokkuð algeng. Þessi veðuratburður sem nefndur hefur verið páskahret berst því gjarnan í tal á þessu tímabili. Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá því á vefsíðu sinni Hungurdiskum að ekkert páskahret sem heitir getur hafi gert hér á landi síðan á skírdag árið 1996 en þá gekk mikið hríðarveður yfir landið og olli samgöngutruflunum. Önnur páskahret sem þykja skera sig úr voru árin 1963 og 1967.Sjá einnig: Bætir í vind og éljagang í kvöld Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, segir það líklega skilgreiningaratriði hvenær snjókoma um páska teljist til páskahrets en von er á slíku veðri á næstu dögum. Von er á éljum sunnan- og vestanlands í dag og í nótt. „Og síðan fer að snjóa á norðvestanverðu landinu á moirgun og svo snjókoma víða um land á mánudag og kólnandi veður. Það er að fara í norðanátt núna eftir helgi. Þetta er ekkert páskahret, það er bara ekki ennþá komið vor,“ segir Þorsteinn. Spáð er snjókomu á höfuðborgarsvæðinu á mánudag en reiknað er þó með björtu en köldu veðri fram eftir viku. „Það er nú eiginlega bara norðanátt eins langt og við sjáum, semsagt alveg út vikuna, og frekar kalt á öllu landinu, snjókoma og él á norðanverðu landinu og það fer ekkert að draga úr því fyrr en næstu helgi,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur.
Veður Tengdar fréttir Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Bætir í vind og éljagang í kvöld Gert er ráð fyrir að rofa muni til á Norðurlandi eftir því sem líður á daginn en sunnantil mun bæta í vind og éljagang með kvöldinu. 31. mars 2018 10:04