Segir hækkunina langt frá því að vera næga kjarabót fyrir stúdenta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. mars 2018 13:00 Flóttafólk mun öðlast rétt á námslánum hjá LÍN samkvæmt nýjum úthlutunarreglum sjóðsins. Þá verður framfærslugrunnur námsmanna innanlands hækkaður í 96% en fulltrúi stúdenta í stjórn lánasjóðsins segir hækkunina vera langt frá því að vera næga kjarabót fyrir stúdenta.Sjá einnig: Framfærslugrunnur LÍN hækkar og flóttafólk öðlast rétt á námslánumMenntamálaráðuneytið birti nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir námsárið 2018-2019 í dag. Með breytingunum eiga einstaklingar sem njóta alþjóðlegrar verndar eða hafa dvalarleyfi á Íslandi vegna mannúðarsjónarmiða, nú rétt á námslánum hjá LÍN. Er það þeim skilyrðum háð aðviðkomandi sé kominn til landsins og að staðfesting Útlendingastofnunar á réttarstöðu þeirra eða dvalarleyfi liggi fyrir.Ekki eins mikil kjarabót og óskað var eftir Þá hækkar framfærslugrunnur námsmanna innanlands úr 92% af reiknaðri framfærslu í 96%. Þannig er ráðgert að ráðstöfunartekjur námsmanna standi aðeins undir 4% af reiknaðri framfærsluþörf þeirra á námstímanum í stað 8% áður að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Ragnar Auðun Árnason situr í Stjórn LÍN sem fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Það er náttúrlega mjög gott að það sé verið að breyta námslánunum eitthvað en þetta er ekki eins mikil kjarabót og við hefðum óskað okkur, við fulltrúar stúdenta í stjórn LÍN sem og bara stúdentahreyfingarnar yfir höfuð. Og þó svo það sé verið að hækka framfærslugrunninn um 4% þá er það ekki almennileg kjarabót fyrir stúdenta,“ segir Ragnar.Fagnar því er snýr að flóttafólki Stúdentar vilji að framfærslugrunnurinn verði hækkaður í 100% auk þess sem hann gerir athugasemd við að frítekjumarkið hafi haldist óbreytt í 930.000 krónum í nokkur ár, á sama tíma og laun hafi hækkað í landinu. Ragnar fagnar þó þeim breytingum er snúa að veitingu námslána til flóttafólks en sú breyting sé meðal þeirra umbóta á lánasjóðskerfinu sem stúdentar hafi kallað eftir. „Við ræddum það að þetta ætti að vera möguleiki fyrir flóttafólk sem kemur til landsins og á erfitt með að fóta sig í samfélaginu að þá gæti LÍN verið einn kostur fyrir þau en þetta er náttúrlega bara eitt af mörgu sem að við höfum bent á að væri hægt að breyta í úthlutunarreglum,“ segir Ragnar. Mikilvægt og jákvætt skref LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta fagnar því jafnframt að með nýjum úthlutunarreglum öðlist flóttafólk rétt á námslánum hjá LÍN. „Þetta er mjög mikilvægt og jákvætt skref í átt að því að gæta þess að aðgengi þeirra að háskólanámi sé tryggt,” segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá sé einnig skref í rétta átt að framfærslan hækki úr 92% í 96% af reiknaðri framfærsluþörf. „Þó hafa LÍS talað fyrir því að hún sé hækkuð í að minnsta kosti 100% enda ekki ásættanlegt að stúdentar standi undir reiknaðri framfærsluþörf. Þá krefjast LÍS einnig að markvisst sé unnið að því að hækka framfærslu í samræmi við framfærslu annarra samfélagshópa eða lágmarkslaun,” segir ennfremur. Samtökin koma til með að rýna betur í nýjar úthlutunarreglur og má vænta ýtarlegrar umsagnar í dag eða fyrramálið.” Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Leggja til skattaafslátt á móti afborgunum af námslánum Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. 18. mars 2018 13:15 Framfærslugrunnur LÍN hækkar og flóttafólk öðlast rétt á námslánum Lilja Alfreðsdóttir staðfesti úthlutunarreglur sjóðsins. 31. mars 2018 10:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Flóttafólk mun öðlast rétt á námslánum hjá LÍN samkvæmt nýjum úthlutunarreglum sjóðsins. Þá verður framfærslugrunnur námsmanna innanlands hækkaður í 96% en fulltrúi stúdenta í stjórn lánasjóðsins segir hækkunina vera langt frá því að vera næga kjarabót fyrir stúdenta.Sjá einnig: Framfærslugrunnur LÍN hækkar og flóttafólk öðlast rétt á námslánumMenntamálaráðuneytið birti nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir námsárið 2018-2019 í dag. Með breytingunum eiga einstaklingar sem njóta alþjóðlegrar verndar eða hafa dvalarleyfi á Íslandi vegna mannúðarsjónarmiða, nú rétt á námslánum hjá LÍN. Er það þeim skilyrðum háð aðviðkomandi sé kominn til landsins og að staðfesting Útlendingastofnunar á réttarstöðu þeirra eða dvalarleyfi liggi fyrir.Ekki eins mikil kjarabót og óskað var eftir Þá hækkar framfærslugrunnur námsmanna innanlands úr 92% af reiknaðri framfærslu í 96%. Þannig er ráðgert að ráðstöfunartekjur námsmanna standi aðeins undir 4% af reiknaðri framfærsluþörf þeirra á námstímanum í stað 8% áður að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Ragnar Auðun Árnason situr í Stjórn LÍN sem fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Það er náttúrlega mjög gott að það sé verið að breyta námslánunum eitthvað en þetta er ekki eins mikil kjarabót og við hefðum óskað okkur, við fulltrúar stúdenta í stjórn LÍN sem og bara stúdentahreyfingarnar yfir höfuð. Og þó svo það sé verið að hækka framfærslugrunninn um 4% þá er það ekki almennileg kjarabót fyrir stúdenta,“ segir Ragnar.Fagnar því er snýr að flóttafólki Stúdentar vilji að framfærslugrunnurinn verði hækkaður í 100% auk þess sem hann gerir athugasemd við að frítekjumarkið hafi haldist óbreytt í 930.000 krónum í nokkur ár, á sama tíma og laun hafi hækkað í landinu. Ragnar fagnar þó þeim breytingum er snúa að veitingu námslána til flóttafólks en sú breyting sé meðal þeirra umbóta á lánasjóðskerfinu sem stúdentar hafi kallað eftir. „Við ræddum það að þetta ætti að vera möguleiki fyrir flóttafólk sem kemur til landsins og á erfitt með að fóta sig í samfélaginu að þá gæti LÍN verið einn kostur fyrir þau en þetta er náttúrlega bara eitt af mörgu sem að við höfum bent á að væri hægt að breyta í úthlutunarreglum,“ segir Ragnar. Mikilvægt og jákvætt skref LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta fagnar því jafnframt að með nýjum úthlutunarreglum öðlist flóttafólk rétt á námslánum hjá LÍN. „Þetta er mjög mikilvægt og jákvætt skref í átt að því að gæta þess að aðgengi þeirra að háskólanámi sé tryggt,” segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá sé einnig skref í rétta átt að framfærslan hækki úr 92% í 96% af reiknaðri framfærsluþörf. „Þó hafa LÍS talað fyrir því að hún sé hækkuð í að minnsta kosti 100% enda ekki ásættanlegt að stúdentar standi undir reiknaðri framfærsluþörf. Þá krefjast LÍS einnig að markvisst sé unnið að því að hækka framfærslu í samræmi við framfærslu annarra samfélagshópa eða lágmarkslaun,” segir ennfremur. Samtökin koma til með að rýna betur í nýjar úthlutunarreglur og má vænta ýtarlegrar umsagnar í dag eða fyrramálið.”
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Leggja til skattaafslátt á móti afborgunum af námslánum Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. 18. mars 2018 13:15 Framfærslugrunnur LÍN hækkar og flóttafólk öðlast rétt á námslánum Lilja Alfreðsdóttir staðfesti úthlutunarreglur sjóðsins. 31. mars 2018 10:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Leggja til skattaafslátt á móti afborgunum af námslánum Lántakar hjá LÍN munu geta nýtt sér sérstakan skattaafslátt fyrir að greiða af námslánum sínum verði nýtt frumvarp Viðreisnar að veruleika. Aðalflutningsmaður frumvarpsins segir markmiðið að auka heimtur hjá lánasjóðnum og bæta stöðu þeirra sem sækja sér langt háskólanám. 18. mars 2018 13:15
Framfærslugrunnur LÍN hækkar og flóttafólk öðlast rétt á námslánum Lilja Alfreðsdóttir staðfesti úthlutunarreglur sjóðsins. 31. mars 2018 10:30