Zuckerberg mislíkar minnisblað varaforseta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. mars 2018 09:45 Mark Zuckerberg forstjóri og stofnandi Facebook. Vísir/AFP Minnisblað Andrews Bosworth, varaforseta neytendavélbúnaðarsviðs Facebook, endurspeglar ekki skoðanir Marks Zuckerberg, eiganda og forstjóra. Þetta sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann gaf út í gær. BuzzFeed News birti minnisblaðið á skírdag og hefur það vakið hörð viðbrögð. Í því fer Bosworth yfir „hið ljóta“ í starfsemi Facebook. Kemur þar fram að burtséð frá neikvæðum afleiðingum eða vafasömum viðskiptaháttum þyrfti það alltaf að vera í forgangi að tryggja vöxt samfélagsmiðilsins. „Kannski mun einhver deyja í hryðjuverkaárás þar sem árásarmennirnir samhæfðu sig með því að nota okkar þjónustu. Við tengjum fólk samt saman,“ sagði meðal annars í minnisblaðinu. Einnig kemur fram í minnisblaðinu að í góðu lagi sé að Facebook safni saman upplýsingum um tengiliði í síma notandans. Um síðustu helgi kom í ljós að sú væri raunin og voru viðbrögð Facebook við þeim fréttum á þá leið að slíkt væri eðlilegt. Minnisblaðið leiðir hins vegar í ljós að hátt settur stjórnandi hjá Facebook taldi slíka upplýsingasöfnun á meðal „þess ljóta“. Zuckerberg sagði í yfirlýsingu sinni í gær að Bosworth væri gæddur mikilli leiðtogahæfni. Málflutningur hans væri hins vegar oft ögrandi. „Flestir starfsmenn Facebook, meðal annars ég, eru afar ósammála því sem þarna kemur fram. Við höfum aldrei litið svo á að tilgangurinn helgi meðalið. Við vitum vel að það eitt að tengja fólk saman dugir ekki til að réttlæta hvað sem er.“ Enn fremur sagði forstjórinn að markmið Facebook væri ekki lengur að stækka miðilinn eins mikið og hægt væri. Nú væri stefnt að því að færa fólk „nær hvert öðru“. Og Zuckerberg er ekki sá eini sem hefur lýst yfir vanþóknun sinni á minnisblaðinu. Í yfirlýsingu Bosworths sjálfs sagðist hann ósammála innihaldi minnisblaðsins í dag, hann hafi raunar verið ósammála því þegar hann skrifaði minnisblaðið. „Tilgangurinn var að draga fram í sviðsljósið mál sem mér fannst verðskulda meiri athygli innan fyrirtækisins […] Það skiptir mig miklu máli hvernig áhrif þjónusta okkar hefur á fólk.“ Minnisblaðið birtist í kjölfar umræðu um greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica. Það fyrirtæki nýtti persónuupplýsingar á Facebook til þess að hafa áhrif, jafnvel ólöglega, á kosningar víða um heim. Í kjölfarið hafa spurningarmerki verið sett við meðhöndlun samfélagsmiðilsins á persónuupplýsingum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Minnisblað Andrews Bosworth, varaforseta neytendavélbúnaðarsviðs Facebook, endurspeglar ekki skoðanir Marks Zuckerberg, eiganda og forstjóra. Þetta sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann gaf út í gær. BuzzFeed News birti minnisblaðið á skírdag og hefur það vakið hörð viðbrögð. Í því fer Bosworth yfir „hið ljóta“ í starfsemi Facebook. Kemur þar fram að burtséð frá neikvæðum afleiðingum eða vafasömum viðskiptaháttum þyrfti það alltaf að vera í forgangi að tryggja vöxt samfélagsmiðilsins. „Kannski mun einhver deyja í hryðjuverkaárás þar sem árásarmennirnir samhæfðu sig með því að nota okkar þjónustu. Við tengjum fólk samt saman,“ sagði meðal annars í minnisblaðinu. Einnig kemur fram í minnisblaðinu að í góðu lagi sé að Facebook safni saman upplýsingum um tengiliði í síma notandans. Um síðustu helgi kom í ljós að sú væri raunin og voru viðbrögð Facebook við þeim fréttum á þá leið að slíkt væri eðlilegt. Minnisblaðið leiðir hins vegar í ljós að hátt settur stjórnandi hjá Facebook taldi slíka upplýsingasöfnun á meðal „þess ljóta“. Zuckerberg sagði í yfirlýsingu sinni í gær að Bosworth væri gæddur mikilli leiðtogahæfni. Málflutningur hans væri hins vegar oft ögrandi. „Flestir starfsmenn Facebook, meðal annars ég, eru afar ósammála því sem þarna kemur fram. Við höfum aldrei litið svo á að tilgangurinn helgi meðalið. Við vitum vel að það eitt að tengja fólk saman dugir ekki til að réttlæta hvað sem er.“ Enn fremur sagði forstjórinn að markmið Facebook væri ekki lengur að stækka miðilinn eins mikið og hægt væri. Nú væri stefnt að því að færa fólk „nær hvert öðru“. Og Zuckerberg er ekki sá eini sem hefur lýst yfir vanþóknun sinni á minnisblaðinu. Í yfirlýsingu Bosworths sjálfs sagðist hann ósammála innihaldi minnisblaðsins í dag, hann hafi raunar verið ósammála því þegar hann skrifaði minnisblaðið. „Tilgangurinn var að draga fram í sviðsljósið mál sem mér fannst verðskulda meiri athygli innan fyrirtækisins […] Það skiptir mig miklu máli hvernig áhrif þjónusta okkar hefur á fólk.“ Minnisblaðið birtist í kjölfar umræðu um greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica. Það fyrirtæki nýtti persónuupplýsingar á Facebook til þess að hafa áhrif, jafnvel ólöglega, á kosningar víða um heim. Í kjölfarið hafa spurningarmerki verið sett við meðhöndlun samfélagsmiðilsins á persónuupplýsingum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira