Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2018 20:00 Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, sérstaklega yngri, þurfi sértækari aðstoð Foreldrar sem skrifuðu opið bréf til þingmanna í morgun og lýstu yfir áhyggjum sínum af barnaverndarkerfinu á Íslandi sögðu það óásættanlegt að börn niður í tólf ára aldur fari í vímuefnameðferð á Vogi með fullorðnu fólki. Það þurfi sértækari meðferð. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir rangt að tólf ára börn fari í meðferð á sjúkrahúsinu. Á síðustu tuttugu árum hafi engin börn svo ung komið í meðferð, eingöngu sjö þrettán ára börn hafi komið frá árinu 1997, 57 fjórtán ára börn en svo eftir fimmtán ára aldur fer að fjölga í aldurshópunum upp í átján ára aldur. „Þannig að þetta eru ekki margir sem þurfa að koma svona ungir en þeirra vandi getur verið alvarlegur, býsna alvarlegur," segir Valgerður og tekur dæmi um ungmenni sem eru háð lyfseðilsskyldum lyfjum og sprauta sig í æð. Einnig séu sum börn að stríða við fjölþættan vanda. „Þau eru í mikilli áhættuhegðun og hún hættir ekki þegar þau koma hér inn. Það getur verið erfitt að passa þau og halda utan um þau í þannig ástandi." En það er reynt með því að hafa ungmenni á afmarkaðri deild þar sem þau fá mikið eftirlit og aðstoð en þau umgangast aðra eldri sjúklinga í reykaðstöðu og matarsal. Einnig er fylgst með ferðum þeirra með myndbandsupptökum. Valgerður bendir á að börn sem sýni áhættuhegðun og eiga við geðrænan eða félagslegan vanda samhliða vímuefnavanda geti vel komið sér í vandræði í meðferðinni ef þau vilji það. Fyrir þessi börn þurfi sértækari meðferð. „Sem þarf að takast á við á heilbrigðisstofnun sem myndi ráða við erfiða hegðun á sama tíma. Það vantar,“ segir Valgerður og á þar við sérstæka fíknigeðdeild fyrir ungmenni, en slík deild er rekin á Landspítala fyrir fullorðna. „Ég veit að það er erfið staða hjá Landspítala, að taka inn börn í þessari stöðu og maður skilur allar hliðar en það bara vantar úrræði, það er bara ekki hægt að afsaka það að sinna þeim ekki.“Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin má sjá í klippunni að neðan. Tengdar fréttir „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Foreldrar sem skrifuðu opið bréf til þingmanna í morgun og lýstu yfir áhyggjum sínum af barnaverndarkerfinu á Íslandi sögðu það óásættanlegt að börn niður í tólf ára aldur fari í vímuefnameðferð á Vogi með fullorðnu fólki. Það þurfi sértækari meðferð. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir rangt að tólf ára börn fari í meðferð á sjúkrahúsinu. Á síðustu tuttugu árum hafi engin börn svo ung komið í meðferð, eingöngu sjö þrettán ára börn hafi komið frá árinu 1997, 57 fjórtán ára börn en svo eftir fimmtán ára aldur fer að fjölga í aldurshópunum upp í átján ára aldur. „Þannig að þetta eru ekki margir sem þurfa að koma svona ungir en þeirra vandi getur verið alvarlegur, býsna alvarlegur," segir Valgerður og tekur dæmi um ungmenni sem eru háð lyfseðilsskyldum lyfjum og sprauta sig í æð. Einnig séu sum börn að stríða við fjölþættan vanda. „Þau eru í mikilli áhættuhegðun og hún hættir ekki þegar þau koma hér inn. Það getur verið erfitt að passa þau og halda utan um þau í þannig ástandi." En það er reynt með því að hafa ungmenni á afmarkaðri deild þar sem þau fá mikið eftirlit og aðstoð en þau umgangast aðra eldri sjúklinga í reykaðstöðu og matarsal. Einnig er fylgst með ferðum þeirra með myndbandsupptökum. Valgerður bendir á að börn sem sýni áhættuhegðun og eiga við geðrænan eða félagslegan vanda samhliða vímuefnavanda geti vel komið sér í vandræði í meðferðinni ef þau vilji það. Fyrir þessi börn þurfi sértækari meðferð. „Sem þarf að takast á við á heilbrigðisstofnun sem myndi ráða við erfiða hegðun á sama tíma. Það vantar,“ segir Valgerður og á þar við sérstæka fíknigeðdeild fyrir ungmenni, en slík deild er rekin á Landspítala fyrir fullorðna. „Ég veit að það er erfið staða hjá Landspítala, að taka inn börn í þessari stöðu og maður skilur allar hliðar en það bara vantar úrræði, það er bara ekki hægt að afsaka það að sinna þeim ekki.“Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin má sjá í klippunni að neðan.
Tengdar fréttir „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16