Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. apríl 2018 18:45 vísir/vilhelm Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Stærsti hluti þeirra ljósmæðra sem sagt hefur upp störfum, starfar hjá Landspítalanum. Kjaradeila ljósmæðra við ríkið er í algjörum hnút en næsti samningafundur hjá Ríkissáttasemjara er ekki fyrr en á mánudag eftir viku. Hundrað og fimmtíu ljósmæður starfa á Landspítalanum. Nítján af þeim þrjátíu sem þegar hafa sagt upp störfum í kjarabaráttunni hætta störfum 1. júlí næstkomandi. Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir stöðunni. Alvarlegt ástand getur orðið á Landspítalanum verði af uppsögnum ljósmæðra. „Þegar að óánægja þessara stétta með kjör sín er mjög mikil svo að uppsagnir hljótast af, að þá hljótum við að hafa áhyggjur en við höfum heyrt af ýmsum fleirum sem að hafa verið að velta fyrir sér uppsögn þannig að staðan er alvarleg að okkar mati,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Staðan getur því hæglega orðið mun alvarlegri komi til frekari uppsagna. Páll segir að verði af því að nítján ljósmæður hætti störfum í sumar verði það mikil áskorun. „Auðvitað er það mikil áskorun ef að það vantar og að það komi skarð í hóp fagfólks og hvernig eigi að bregðast við því,“ segir Páll.Er Landspítalinn farinn að undirbúa einhverjar aðgerðir komi til uppsagna? „Nei. Við erum ekki komin á þann stað en erum í sjálfu sér að skoða það hvernig við myndum bregðast við,“ segir Páll Ljósmæður eru ein þeirra starfsstétta sem fengu á sig gerðardóm í kjarabaráttu sinni árið 2015 en sá úrskurður rann út í lok ágúst á síðasta ári. Fundur milli deiluaðila var síðast 3. apríl en á þeim fundi höfðu ljósmæður breytt kröfum sínum verulega frá því fyrir páska. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mikla launahækkun Ljósmæðrafélagið fer fram á en ljóst að félagið fer fram á meiri hækkun en önnur aðildarfélög innan BHM fengu fyrr á árinu. Páll segir spítalann vera milli steins og sleggju. „Landspítalinn er ekki aðili að þessari deilu en við berum ábyrgð á þeirri þjónustu sem er verið að veita og það sem við viljum gera er að hvetja samningsaðila til að leggja sig alla fram um að ná sáttum og samningum sem allra fyrst,“ segir Páll.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48 Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Stærsti hluti þeirra ljósmæðra sem sagt hefur upp störfum, starfar hjá Landspítalanum. Kjaradeila ljósmæðra við ríkið er í algjörum hnút en næsti samningafundur hjá Ríkissáttasemjara er ekki fyrr en á mánudag eftir viku. Hundrað og fimmtíu ljósmæður starfa á Landspítalanum. Nítján af þeim þrjátíu sem þegar hafa sagt upp störfum í kjarabaráttunni hætta störfum 1. júlí næstkomandi. Forstjóri Landspítalans er uggandi yfir stöðunni. Alvarlegt ástand getur orðið á Landspítalanum verði af uppsögnum ljósmæðra. „Þegar að óánægja þessara stétta með kjör sín er mjög mikil svo að uppsagnir hljótast af, að þá hljótum við að hafa áhyggjur en við höfum heyrt af ýmsum fleirum sem að hafa verið að velta fyrir sér uppsögn þannig að staðan er alvarleg að okkar mati,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Staðan getur því hæglega orðið mun alvarlegri komi til frekari uppsagna. Páll segir að verði af því að nítján ljósmæður hætti störfum í sumar verði það mikil áskorun. „Auðvitað er það mikil áskorun ef að það vantar og að það komi skarð í hóp fagfólks og hvernig eigi að bregðast við því,“ segir Páll.Er Landspítalinn farinn að undirbúa einhverjar aðgerðir komi til uppsagna? „Nei. Við erum ekki komin á þann stað en erum í sjálfu sér að skoða það hvernig við myndum bregðast við,“ segir Páll Ljósmæður eru ein þeirra starfsstétta sem fengu á sig gerðardóm í kjarabaráttu sinni árið 2015 en sá úrskurður rann út í lok ágúst á síðasta ári. Fundur milli deiluaðila var síðast 3. apríl en á þeim fundi höfðu ljósmæður breytt kröfum sínum verulega frá því fyrir páska. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mikla launahækkun Ljósmæðrafélagið fer fram á en ljóst að félagið fer fram á meiri hækkun en önnur aðildarfélög innan BHM fengu fyrr á árinu. Páll segir spítalann vera milli steins og sleggju. „Landspítalinn er ekki aðili að þessari deilu en við berum ábyrgð á þeirri þjónustu sem er verið að veita og það sem við viljum gera er að hvetja samningsaðila til að leggja sig alla fram um að ná sáttum og samningum sem allra fyrst,“ segir Páll.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp Deila ljósmæðra harðnar dag frá degi. 6. apríl 2018 19:45 Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48 Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00
Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48
Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38