Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. apríl 2018 16:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/ernir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar um kjarabaráttu ljósmæðra. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að vinnuframlag og starf ljósmæðra væri sérstaklega mikilvægt. Þarna er um að ræða kvennastétt sem sinnir konum á gríðarlega dýrmætum og mikilvægum tíma í þeirra lífi og mér finnst að það eigi að meta að verðleikum,“ sagði Svandís. Guðjón lýsti meðal annars áhyggjum sínum af því að staðan í kjarabaráttu ljósmæðra kynni að kynda undir ugg og óöryggi hjá fjölskyldum. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður SamfylkingarinnarSvandís sagði þó enga ástæðu til að hafa áhyggjur af því og að forstjóri Landspítala hefði fullvissað sig um að engu öryggi sé stefnt í uppnám á Landspítalanum. „Enda umgangast ljósmæður sinn vinnustað af fullri ábyrgð. þannig að það er engin ástæða til þess, hvorki af háttvirtum þingmanni né öðrum að kynda undir ugg eða óöryggi hjá foreldrum.“ Sagðist hún hafa beitt sér í málinu í gegnum forstjóra Landspítalans til að freista þess að gera það sem hægt væri að gera til að bæta starfsumhverfi ljósmæðra og mögulega vaktaumhverfi ljósmæðra. „Það hefur verið gert og því hefur verið spilað inn í þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi. Ég vonast til þess að það verði til að hjálpa til við að leysa þessa viðkvæmu deilu og eins og landsmenn væntanlega allir þá vonast ég til að fundurinn 16. apríl verði árangursríkur.“ Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lokið án niðurstöðu Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. 3. apríl 2018 15:30 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar um kjarabaráttu ljósmæðra. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að vinnuframlag og starf ljósmæðra væri sérstaklega mikilvægt. Þarna er um að ræða kvennastétt sem sinnir konum á gríðarlega dýrmætum og mikilvægum tíma í þeirra lífi og mér finnst að það eigi að meta að verðleikum,“ sagði Svandís. Guðjón lýsti meðal annars áhyggjum sínum af því að staðan í kjarabaráttu ljósmæðra kynni að kynda undir ugg og óöryggi hjá fjölskyldum. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður SamfylkingarinnarSvandís sagði þó enga ástæðu til að hafa áhyggjur af því og að forstjóri Landspítala hefði fullvissað sig um að engu öryggi sé stefnt í uppnám á Landspítalanum. „Enda umgangast ljósmæður sinn vinnustað af fullri ábyrgð. þannig að það er engin ástæða til þess, hvorki af háttvirtum þingmanni né öðrum að kynda undir ugg eða óöryggi hjá foreldrum.“ Sagðist hún hafa beitt sér í málinu í gegnum forstjóra Landspítalans til að freista þess að gera það sem hægt væri að gera til að bæta starfsumhverfi ljósmæðra og mögulega vaktaumhverfi ljósmæðra. „Það hefur verið gert og því hefur verið spilað inn í þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi. Ég vonast til þess að það verði til að hjálpa til við að leysa þessa viðkvæmu deilu og eins og landsmenn væntanlega allir þá vonast ég til að fundurinn 16. apríl verði árangursríkur.“
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lokið án niðurstöðu Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. 3. apríl 2018 15:30 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lokið án niðurstöðu Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. 3. apríl 2018 15:30
Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32
Neyðarástand gæti skapast á fæðingardeildum í sumar Nokkrar af þeim ljósmæðrum sem hafa sagt upp störfum sínum hafa þegar ráðið sig til annarra starfa að sögn formanns kjaranefndar ljósmæðra. Ef ekki takist að semja í kjaradeilunni á næstu mánuðum gæti skapast neyðarástand á fæðingardeildum í sumar. 7. apríl 2018 19:48