Þegar allt varð vitlaust á landsleik í Höllinni Grétar Þór Sigurðsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Leikmönnum liðsins sem unnu hinn frækna sigur og eiginkonum þeirra var boðið til Bessastaða í gær. Fremstur stendur Jón Hjaltalín. Vísir/Eyþór Í gær voru 50 ár liðin frá 15-10 sigri Íslendinga á Dönum í handbolta. Sigurinn markaði tímamót því liðið hafði aldrei unnið það danska áður. Þá var sigurinn einnig mikilvægur fyrir íþróttalega sjálfsmynd hinnar ungu þjóðar því árið áður höfðu Íslendingar tapað 14-2 gegn Dönum í fótbolta á Parken eins og frægt er orðið. Danir voru á þessum tíma með eitt sterkasta handboltalið í heimi og höfðu unnið til silfuverðlauna á HM árið áður. Liðið kom til Íslands til að leika tvo æfingaleiki í Laugardalshöll og tapaði íslenska liðið fyrri leiknum 14-17. Í tilefni tímamótanna bauð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, liðsmönnum og eiginkonum þeirra til Bessastaða. „Við höfðum samband við forsetann og spurðum hvort hann vildi koma í boð til okkar. Hann sneri þessu bara við og bauð okkur til sín,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, einn af landsliðsmönnunum. Jón segir tilvalið að fagna afmælinu í sunnudagskaffi á Bessastöðum. Leikurinn sjálfur var leikinn á sunnudegi og raskaði hann ófáum kaffiboðum. „Þetta hafði náttúrlega áhrif á fermingarveislur, því allir voru límdir við útvarpið að hlusta á lýsinguna,“ bendir Jón á.Fermingarbarnið Guðjón GuðmundssonFermingarbarnið Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, sem nú starfar sem íþróttafréttamaður, hafði ekki miklar áhyggjur af sinni eigin veislu. Hann fór að lokinni fermingu í Dómkirkjunni niður í Laugardal til að horfa á leikinn og segir hann ógleymanlegan. Gaupi minnist sérstaklega upphafs leiksins. „Fyrsta mark leiksins skoraði Jón Hjaltalín frá miðju, úr frumkasti. Þá stóð í rammanum markvörðurinn Bent Mortensen sem var á þeim tíma líklega albesti markvörður í heiminum.“ Hann telur þetta mark hafa gefið liðinu mikinn drifkraft inn í leikinn. Að sögn Jóns stóðst Bent ekki samanburð við markmann íslenska liðsins, Þorstein Björnsson. Þorsteinn hafi nánast lokað markinu og skipti það sköpum. Þá hafi vörnin verið skipuð hávöxnum og sterkum leikmönnum og sóknin gengið vel upp. Leikurinn hafi því sem næst verið fullkominn. Fagnaðarlætin eftir leik eru þeim báðum eftirminnileg. Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, rauk inn á völlinn að leik loknum til að hrópa ferfalt húrra fyrir liðinu. Jón segir knattspyrnuleikinn fræga sem endaði 14-2 enn hafa setið í fólki og rifjar sérstaklega upp hamingjuóskir frá eldri manni. Sá hafði tekið í höndina á honum og þakkað fyrir góða frammistöðu með orðunum: „Þarna urðum við Íslendingar loksins sjálfstæðir.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Í gær voru 50 ár liðin frá 15-10 sigri Íslendinga á Dönum í handbolta. Sigurinn markaði tímamót því liðið hafði aldrei unnið það danska áður. Þá var sigurinn einnig mikilvægur fyrir íþróttalega sjálfsmynd hinnar ungu þjóðar því árið áður höfðu Íslendingar tapað 14-2 gegn Dönum í fótbolta á Parken eins og frægt er orðið. Danir voru á þessum tíma með eitt sterkasta handboltalið í heimi og höfðu unnið til silfuverðlauna á HM árið áður. Liðið kom til Íslands til að leika tvo æfingaleiki í Laugardalshöll og tapaði íslenska liðið fyrri leiknum 14-17. Í tilefni tímamótanna bauð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, liðsmönnum og eiginkonum þeirra til Bessastaða. „Við höfðum samband við forsetann og spurðum hvort hann vildi koma í boð til okkar. Hann sneri þessu bara við og bauð okkur til sín,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, einn af landsliðsmönnunum. Jón segir tilvalið að fagna afmælinu í sunnudagskaffi á Bessastöðum. Leikurinn sjálfur var leikinn á sunnudegi og raskaði hann ófáum kaffiboðum. „Þetta hafði náttúrlega áhrif á fermingarveislur, því allir voru límdir við útvarpið að hlusta á lýsinguna,“ bendir Jón á.Fermingarbarnið Guðjón GuðmundssonFermingarbarnið Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, sem nú starfar sem íþróttafréttamaður, hafði ekki miklar áhyggjur af sinni eigin veislu. Hann fór að lokinni fermingu í Dómkirkjunni niður í Laugardal til að horfa á leikinn og segir hann ógleymanlegan. Gaupi minnist sérstaklega upphafs leiksins. „Fyrsta mark leiksins skoraði Jón Hjaltalín frá miðju, úr frumkasti. Þá stóð í rammanum markvörðurinn Bent Mortensen sem var á þeim tíma líklega albesti markvörður í heiminum.“ Hann telur þetta mark hafa gefið liðinu mikinn drifkraft inn í leikinn. Að sögn Jóns stóðst Bent ekki samanburð við markmann íslenska liðsins, Þorstein Björnsson. Þorsteinn hafi nánast lokað markinu og skipti það sköpum. Þá hafi vörnin verið skipuð hávöxnum og sterkum leikmönnum og sóknin gengið vel upp. Leikurinn hafi því sem næst verið fullkominn. Fagnaðarlætin eftir leik eru þeim báðum eftirminnileg. Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, rauk inn á völlinn að leik loknum til að hrópa ferfalt húrra fyrir liðinu. Jón segir knattspyrnuleikinn fræga sem endaði 14-2 enn hafa setið í fólki og rifjar sérstaklega upp hamingjuóskir frá eldri manni. Sá hafði tekið í höndina á honum og þakkað fyrir góða frammistöðu með orðunum: „Þarna urðum við Íslendingar loksins sjálfstæðir.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira