Kemur með sjúkraflugi til Íslands á morgun og fer á Grensás í endurhæfingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 8. apríl 2018 13:16 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill Sunna Elvíra Þorkelsdóttir er væntanleg til landsins á morgun og fer í endurhæfingu á Grensás. Hún tekst nú á við áfallið sem hún varð fyrir þegar hún lamaðist við fall á Spáni að sögn lögmanns hennar. Sunna Elvíra var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Páll Kristjánsson Lögmaður hennar segir að farbanninu hafi verið aflétt í vikunni og hún komi heim á morgun. „Hún hefur fengið það staðfest að það sé laust pláss inni á Grensás. Hún er búin að vera núna úti á Spáni á sambærilegri endurhæfingardeild sem hefur bara gengið vel. Hún heldur bara áfram sinni endurhæfingu hér heima,“ segir Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru í samtali við fréttastofu. Páll telur að hún komi heim með sjúkraflugi. En á sínum tíma var safnað fyrir sjúkraflugi, en kostnaðurinn við það var áætlaður um 5,5 milljónir íslenskra króna. „Náttúrulega á sínum tíma þegar hún lendir í slysinu þá lá önnur staða uppi. Þá lá hún stórslösuð úti og fékk ekki viðeigandi læknismeðferð og þá var unnið að því að fá hana heim. Það var keypt þessi sjúkraflugvél og ég veit ekki betur en að slíkt standi ennþá til. Auðvitað er náttúrulega allt önnur staða uppi hjá henni núna en var á þeim tíma.“Bjartara yfir henni Fjölskyldan hefur ekki gefið upplýsingar um það hversu miklu var safnað eða hvað flugið á morgun muni kosta. Páll segir að Sunna Elvíra takist nú á við það áfall að lamast varanlega. „Henni líður betur í dag heldur en á sínum tíma. Þetta er í rétta átt, endurhæfing gengur vel en hún er náttúrlega bara að takast á við það áfall að vera varanlega slösuð, búa við varanlegar afleiðingar þessa slyss. Það er bara næsta skref að byggja sig upp og halda áfram en það er bjartara yfir henni en fyrst allavega.“ Hann segir að ekkert mál sé í gangi á hendur Sunnu Elvíru hvorki hér á landi né á Spáni. Mál Sunnu Elvíru er í ferli hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. En samkvæmt upplýsingum þaðan hafa spænsk yfirvöld sýnt jákvæð viðbrögð varðandi afhendingu gagna. Málið sé hins vegar ekki komið formlega í hendur lögreglunnar hér á landi. Réttarstaða hennar hér muni skýrast þegar öll gögn að utan liggi fyrir. Eiginmaður Sunnu Elvíru situr enn í gæsluvarðhaldi. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hafa ekki fengið formlegt svar um yfirtöku á máli Sunnu Elvíru Síðastliðinn fimmtudag var greint frá því að farbanni yfir Sunnu Elvíru hefði verið aflétt og undirbúningur hafinn við að flytja hana til Íslands. 2. apríl 2018 12:13 Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu segir að lögregla hafi lokið skoðun á hennar máli. 29. mars 2018 08:29 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Verður í haldi til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 4. apríl 2018 11:20 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir er væntanleg til landsins á morgun og fer í endurhæfingu á Grensás. Hún tekst nú á við áfallið sem hún varð fyrir þegar hún lamaðist við fall á Spáni að sögn lögmanns hennar. Sunna Elvíra var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Páll Kristjánsson Lögmaður hennar segir að farbanninu hafi verið aflétt í vikunni og hún komi heim á morgun. „Hún hefur fengið það staðfest að það sé laust pláss inni á Grensás. Hún er búin að vera núna úti á Spáni á sambærilegri endurhæfingardeild sem hefur bara gengið vel. Hún heldur bara áfram sinni endurhæfingu hér heima,“ segir Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu Elvíru í samtali við fréttastofu. Páll telur að hún komi heim með sjúkraflugi. En á sínum tíma var safnað fyrir sjúkraflugi, en kostnaðurinn við það var áætlaður um 5,5 milljónir íslenskra króna. „Náttúrulega á sínum tíma þegar hún lendir í slysinu þá lá önnur staða uppi. Þá lá hún stórslösuð úti og fékk ekki viðeigandi læknismeðferð og þá var unnið að því að fá hana heim. Það var keypt þessi sjúkraflugvél og ég veit ekki betur en að slíkt standi ennþá til. Auðvitað er náttúrulega allt önnur staða uppi hjá henni núna en var á þeim tíma.“Bjartara yfir henni Fjölskyldan hefur ekki gefið upplýsingar um það hversu miklu var safnað eða hvað flugið á morgun muni kosta. Páll segir að Sunna Elvíra takist nú á við það áfall að lamast varanlega. „Henni líður betur í dag heldur en á sínum tíma. Þetta er í rétta átt, endurhæfing gengur vel en hún er náttúrlega bara að takast á við það áfall að vera varanlega slösuð, búa við varanlegar afleiðingar þessa slyss. Það er bara næsta skref að byggja sig upp og halda áfram en það er bjartara yfir henni en fyrst allavega.“ Hann segir að ekkert mál sé í gangi á hendur Sunnu Elvíru hvorki hér á landi né á Spáni. Mál Sunnu Elvíru er í ferli hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. En samkvæmt upplýsingum þaðan hafa spænsk yfirvöld sýnt jákvæð viðbrögð varðandi afhendingu gagna. Málið sé hins vegar ekki komið formlega í hendur lögreglunnar hér á landi. Réttarstaða hennar hér muni skýrast þegar öll gögn að utan liggi fyrir. Eiginmaður Sunnu Elvíru situr enn í gæsluvarðhaldi.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Hafa ekki fengið formlegt svar um yfirtöku á máli Sunnu Elvíru Síðastliðinn fimmtudag var greint frá því að farbanni yfir Sunnu Elvíru hefði verið aflétt og undirbúningur hafinn við að flytja hana til Íslands. 2. apríl 2018 12:13 Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu segir að lögregla hafi lokið skoðun á hennar máli. 29. mars 2018 08:29 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Verður í haldi til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 4. apríl 2018 11:20 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Hafa ekki fengið formlegt svar um yfirtöku á máli Sunnu Elvíru Síðastliðinn fimmtudag var greint frá því að farbanni yfir Sunnu Elvíru hefði verið aflétt og undirbúningur hafinn við að flytja hana til Íslands. 2. apríl 2018 12:13
Sunna Elvíra er væntanleg til landsins á næstu dögum Páll Kristjánsson lögmaður Sunnu segir að lögregla hafi lokið skoðun á hennar máli. 29. mars 2018 08:29
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna „Skáksambandsmálsins“ Verður í haldi til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna. 4. apríl 2018 11:20