Hátt hlutfall háskólanema skilgreinir sig með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsufarsvandamál Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2018 11:21 Aðalbygging Háskóla Íslands. Vísir/Anton Íslenskir háskólanemar eru ánægðir með gæði kennslu, skipulag náms og námsaðstöðu en þeir vinna mikið í samanburði við aðra háskólanemendur samkvæmt nýrri samevrópskri könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. EUROSTUDENT er samanburðarkönnun á högum um 320.000 háskólanema í 28 löndum á evrópska háskólasvæðinu Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í könnuninni og mögulegt er að nálgast upplýsingar um hagi, efnahag, hindranir, aðgengi og fjölskylduaðstæður íslenskra háskólanema og bera þær saman við upplýsingar um nemendur annars staðar í Evrópu. Könnunin náði til háskólanema í grunn- og meistaranámi við alla háskóla á Íslandi og er byggð á ítarlegum svörum tæplega 2.000 þátttakenda. Íslenski hluti könnunarinnar var unnin af mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta, Rannsóknamiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Maskína annaðist framkvæmd verkefnisins hér á landi. Það vekur athygli að hlutfall nemenda á Íslandi sem skilgreina sig með með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsufarsvandamál var 39 prósent svarenda í þessari könnun. Þetta er með því mesta sem gerist í EUROSTUDENT löndunum þar sem meðaltalið er 18 prósent og mun hærra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 25 prósent. Konur glíma aðallega við andleg veikindi en karlar við sértæka námsörðugleika. Athygli vekur að 15 prósent íslenskra svarenda glíma við andleg veikindi en meðaltalið er 4 prósent í EUROSTUDENT löndunumþ Þá segjast 18 prósent íslenskra svarenda vera með sértæka námsörðugleika en meðaltal EUROSTUDENT landanna er aðeins þrjú prósent. Einungis 26 prósent þeirra sem skilgreindu sig með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsubrest í könnuninni töldu hana hafa mikil áhrif á námið. Nemendur ánægðir með gæði kennslu Niðurstöður könnunarinnar sýna meðal annars að meðalaldur íslenskra háskólanema er hærri en á Norðurlöndunum og í öðrum EUROSTUDENT löndum. Einnig átti ekkert annað þátttökuland er með jafn hátt hlutfall nemenda yfir þrítugu. Samkvæmt niðurstöðunum var meðalaldurinn háskólanema hér á landi 29,7 ár en 27,8 ár á Norðurlöndunum og 25 í öðrum könnunarlöndum EUROSTUDENT. Þriðjungur svarenda á Íslandi átti eitt barn eða fleiri, sem er hæsta hlutfall meðal þáttökulandanna og 41,2 prósent af yngstu börnum háskólanema á Íslandi eru undir þriggja ára aldri. Konur eru meirihluti háskólanema hér á landi. Háskólanemar á Íslandi vinna mikið og telja fjárhagsstöðu sína erfiða samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þeir verja samkvæmt könnuninni meira en 50 stundum á viku í launaða vinnu og nám, meira en í nokkru öðru landi. Mestu munar þar um sjálfstætt nám utan stundatöflu, en nemar á Íslandi verja miklum tíma í sjálfstætt nám, þótt skipulagt nám sé engu minna hér en annars staðar. Háskólanemar á Íslandi vildu þó geta varið enn meiri tíma í námið en þeir gera nú. Þótt ráðstöfunartekjur íslenskra háskólanema séu yfir meðaltali EUROSTUDENT landanna er húsnæðiskostnaður hár og tveir af hverjum þremur sem reiða sig á námslán hafa áhyggjur af fjárhag sínum. Meirihluti háskólanema í íslensku könnuninni segist vera ánægður með skipulag og stundatöflu námsins, námsaðstöðu og gæði kennslunnar og er það mun meiri ánægja en hjá nemendum í EUROSTUDENT löndunum. Íslenskir háskólanemar eru sérstaklega ánægðir með nemendagarða, bæði hvað varðar staðsetningu og aðbúnað. Skóla - og menntamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Íslenskir háskólanemar eru ánægðir með gæði kennslu, skipulag náms og námsaðstöðu en þeir vinna mikið í samanburði við aðra háskólanemendur samkvæmt nýrri samevrópskri könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. EUROSTUDENT er samanburðarkönnun á högum um 320.000 háskólanema í 28 löndum á evrópska háskólasvæðinu Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í könnuninni og mögulegt er að nálgast upplýsingar um hagi, efnahag, hindranir, aðgengi og fjölskylduaðstæður íslenskra háskólanema og bera þær saman við upplýsingar um nemendur annars staðar í Evrópu. Könnunin náði til háskólanema í grunn- og meistaranámi við alla háskóla á Íslandi og er byggð á ítarlegum svörum tæplega 2.000 þátttakenda. Íslenski hluti könnunarinnar var unnin af mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta, Rannsóknamiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Maskína annaðist framkvæmd verkefnisins hér á landi. Það vekur athygli að hlutfall nemenda á Íslandi sem skilgreina sig með með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsufarsvandamál var 39 prósent svarenda í þessari könnun. Þetta er með því mesta sem gerist í EUROSTUDENT löndunum þar sem meðaltalið er 18 prósent og mun hærra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 25 prósent. Konur glíma aðallega við andleg veikindi en karlar við sértæka námsörðugleika. Athygli vekur að 15 prósent íslenskra svarenda glíma við andleg veikindi en meðaltalið er 4 prósent í EUROSTUDENT löndunumþ Þá segjast 18 prósent íslenskra svarenda vera með sértæka námsörðugleika en meðaltal EUROSTUDENT landanna er aðeins þrjú prósent. Einungis 26 prósent þeirra sem skilgreindu sig með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsubrest í könnuninni töldu hana hafa mikil áhrif á námið. Nemendur ánægðir með gæði kennslu Niðurstöður könnunarinnar sýna meðal annars að meðalaldur íslenskra háskólanema er hærri en á Norðurlöndunum og í öðrum EUROSTUDENT löndum. Einnig átti ekkert annað þátttökuland er með jafn hátt hlutfall nemenda yfir þrítugu. Samkvæmt niðurstöðunum var meðalaldurinn háskólanema hér á landi 29,7 ár en 27,8 ár á Norðurlöndunum og 25 í öðrum könnunarlöndum EUROSTUDENT. Þriðjungur svarenda á Íslandi átti eitt barn eða fleiri, sem er hæsta hlutfall meðal þáttökulandanna og 41,2 prósent af yngstu börnum háskólanema á Íslandi eru undir þriggja ára aldri. Konur eru meirihluti háskólanema hér á landi. Háskólanemar á Íslandi vinna mikið og telja fjárhagsstöðu sína erfiða samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þeir verja samkvæmt könnuninni meira en 50 stundum á viku í launaða vinnu og nám, meira en í nokkru öðru landi. Mestu munar þar um sjálfstætt nám utan stundatöflu, en nemar á Íslandi verja miklum tíma í sjálfstætt nám, þótt skipulagt nám sé engu minna hér en annars staðar. Háskólanemar á Íslandi vildu þó geta varið enn meiri tíma í námið en þeir gera nú. Þótt ráðstöfunartekjur íslenskra háskólanema séu yfir meðaltali EUROSTUDENT landanna er húsnæðiskostnaður hár og tveir af hverjum þremur sem reiða sig á námslán hafa áhyggjur af fjárhag sínum. Meirihluti háskólanema í íslensku könnuninni segist vera ánægður með skipulag og stundatöflu námsins, námsaðstöðu og gæði kennslunnar og er það mun meiri ánægja en hjá nemendum í EUROSTUDENT löndunum. Íslenskir háskólanemar eru sérstaklega ánægðir með nemendagarða, bæði hvað varðar staðsetningu og aðbúnað.
Skóla - og menntamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira