Rannsakendur rýna í teikningar með byggingaryfirvöldum Hersir Aron Ólafsson skrifar 7. apríl 2018 12:30 Aðgerðirnar tóku á mannskapinn að sögn slökkviliðsstjóra Vísir/eyþór Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. Lengi logaði glatt í húsnæðinu við Miðhraun og slökkviliðsmenn stóðu vaktina linnulaust frá því eldurinn kom upp á fimmtudagsmorgun. „Þetta gekk svona bærilega miðað við aðstæður en vandinn var, eins og fram hefur komið, að við vorum alltaf að elta atburðarásina. Við náðum aldrei að stýra atburðarásinni af neinum krafti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Afar fjölmennt lið kom að aðgerðum, slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Árnessýslu og víðar auk þess sem notast var við ýmsan stórvirkan tækjabúnað, m.a. frá ISAVIA. „Við erum afskaplega þakklátir fyrir hvað við náðum að manna. Menn voru auðvitað þarna sólarhringum saman og voru orðnir þreyttir. Svo náttúrulega hefur það líka mikil áhrif á okkur þegar upp koma atburðir eins og þegar reykkafari fór milli hæða. Þetta tekur sinn toll í liðið,“ segir Jón Viðar. Hann kveðst hins vegar feginn að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Rannsókn málsins fer nú fram af fullum krafti, en slökkviliðið kemur að henni ásamt lögreglu. Líkt og fram hefur komið í tilkynningum lögreglu bendir ekkert til saknæms athæfis, en Jón Viðar segir of snemmt að segja til um hvort eldvarnir hefðu mátt vera betri. „Það er voðalega auðvelt að hoppa á það. Núna er hins vegar verið að rýna teikningar og annað með byggingaryfirvöldum í Garðabæ. Um leið og það verður komið fer myndin aðeins að skýrast.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Sjá meira
Vettvangur stórbrunans í Garðabæ var afhentur lögreglu um kvöldmatarleytið í gær. Aðgerðir höfðu þá staðið í á annan sólarhring, en slökkviliðsstjóri segir verkefnið hafa tekið talsvert á mannskapinn. Lengi logaði glatt í húsnæðinu við Miðhraun og slökkviliðsmenn stóðu vaktina linnulaust frá því eldurinn kom upp á fimmtudagsmorgun. „Þetta gekk svona bærilega miðað við aðstæður en vandinn var, eins og fram hefur komið, að við vorum alltaf að elta atburðarásina. Við náðum aldrei að stýra atburðarásinni af neinum krafti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Afar fjölmennt lið kom að aðgerðum, slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Árnessýslu og víðar auk þess sem notast var við ýmsan stórvirkan tækjabúnað, m.a. frá ISAVIA. „Við erum afskaplega þakklátir fyrir hvað við náðum að manna. Menn voru auðvitað þarna sólarhringum saman og voru orðnir þreyttir. Svo náttúrulega hefur það líka mikil áhrif á okkur þegar upp koma atburðir eins og þegar reykkafari fór milli hæða. Þetta tekur sinn toll í liðið,“ segir Jón Viðar. Hann kveðst hins vegar feginn að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki. Rannsókn málsins fer nú fram af fullum krafti, en slökkviliðið kemur að henni ásamt lögreglu. Líkt og fram hefur komið í tilkynningum lögreglu bendir ekkert til saknæms athæfis, en Jón Viðar segir of snemmt að segja til um hvort eldvarnir hefðu mátt vera betri. „Það er voðalega auðvelt að hoppa á það. Núna er hins vegar verið að rýna teikningar og annað með byggingaryfirvöldum í Garðabæ. Um leið og það verður komið fer myndin aðeins að skýrast.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00 Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Þreyttir eftir þrotlausa baráttu við eld og reyk Slökkviliðsstjóri segir að það hafi verið bjartsýni að ætla sér að afhenda vettvang stórbrunans í Miðhrauni í hádeginu í gær. 7. apríl 2018 07:00
Ekkert saknæmt fundist í tengslum við brunann Hætta á hruni í brunarústunum hefur hins vegar komið í veg fyrir að tæknideild lögreglunnar geti athafnað sig þar. 6. apríl 2018 16:58