Innlent

Týndi sonurinn í Sýrlandi og fjármálaáætlun í Víglínunni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eva Hauksdóttir hefur ekki gefið upp alla von um að Haukur Hilmarsson sonur hennar kunni að vera á lífi en ekkert hefur spurts til hans í á annan mánuð þegar hann hvarf á átakasvæðum í Afrin héraði í Sýrlandi. Þar hafði hann barist með hersveitum Kúrda sem fullyrða að Haukur hafi fallið í bardaga við tyrkneska hermenn hinn 24. febrúar.  Eva mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða leitina að sannleikanum um hvarf Hauks og þá pólitísku hugsun sem dreif Hauk áfram.

Ríkisstjórnin lagði fram frármálaáætlun til fimm ára í vikunni. Þetta helsta stefnuskjal stjórnarinnar á eftir að hafa mikil áhrif á allt samfélagið þar sem línurnar eru lagðar um hvar verður fjárfest með tæplega 340 milljarða útgjaldaaukningu á komandi árum.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar mætir í Víglínuna ásamt Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar og Þorsteini Víglundssyni varaformanni Viðreisnar til að ræða efndir loforða um uppbyggingu innviða samfélagsins.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×