Stýrt af Twitter Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. apríl 2018 10:00 Síðan Donald Trump tók við embætti sem forseti Bandaríkjanna hefur ófáum dálksentimetrum verið varið í að hneykslast á framgöngu hans og embættisverkum. Þótt fjölmiðlar og álitsgjafar hafi ekki miklar mætur á Trump er það ekki endilega svo meðal kjósenda. Trump nýtur nefnilega sambærilegs stuðnings nú og Barack Obama naut á sama tíma í sinni forsetatíð. Sé tekið mið af því er ekki ólíklegt að Trump nái endurkjöri í næstu forsetakosningum. Trump er einstakur forseti. Hann hefur verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að engin leið er að halda um það nákvæma tölu. Vanalega myndi eitt slíkt duga til að koma sitjandi forseta í vandræði og mögulega leiða til afsagnar. En Trump hefur tekist að gera kjósendur svo ónæma fyrir vafasamri hegðan að vitnisburður klámstjörnu í sjónvarpi á besta tíma bítur ekki einu sinni á hann. Hneykslismálin eru eitt og eiginlegar embættisathafnir annað. Trump hefur ekki haft áhyggjur af kosningaloforðum sínum. Lítið bólar á veggnum fræga við landamæri Mexíkó þrátt fyrir endurtekin stóryrði á tyllidögum. Mantran hans að „setja Bandaríkin í fyrsta sæti“, virðist helst birtast í tollastríði við Kína, sem þó virðist fremur táknrænt en nokkuð annað. Að minnsta kosti hefur engum ofurtollum enn verið skellt á vörur sem skipta viðskiptasamband landanna raunverulegu máli. Derringurinn við Kínverjana er þó um margt til samræmis við þá tilhneigingu Trumps að skipta heiminum í vini og óvini. Meðal annarra helstu óvina Trumps það sem af er embættistíðinni eru Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu, sjónvarpsstöðin CNN, dagblaðið Washington Post og Jeff Bezos, forstjóri Amazon. Óvíst er hvort telja má Vladímír Pútín Rússlandsforseta meðal vina forsetans eða óvina, en eftir að hafa fordæmt Rússa vegna tilræðisins í Salisbury á Englandi tók Trump upp tólið, einn vestrænna leiðtoga, og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með sigurinn í nýafstöðnum kosningum. Starfsmannamál Hvíta hússins eru svo efni í sérkapítula og raunar ekki nokkur leið að átta sig á, hver gegnir hvaða starfi svo hröð hefur starfsmannaveltan verið. Afstaða Trumps til einstakra mála virðist líka oftar en ekki stjórnast af geðþótta fremur en ígrunduðum skoðunum. Þannig hefur Trump undanfarið farið mikinn gagnvart Amazon sem er að stórum hluta í eigu Jeffs Bezos sem á Washington Post. Telur hann að Amazon kosti skattgreiðendur stórfé með því að nýta sér bandaríska póstinn fyrir bögglasendingar. Trump hefur einnig barist harkalega gegn samruna AT&T og Warner, en síðastnefnda félagið er eigandi CNN. Í báðum tilvikum grunar þá sem til þekkja að andstaðan við þessi stórfyrirtæki grundvallist fremur á óbeit hans á fjölmiðlunum sem þeim tengjast en nokkru öðru. Þrátt fyrir þetta er forsetinn almennt vinsæll á Wall Street, enda hlutabréf þar verið almennt á mikilli siglingu frá embættistöku Trumps. Kannski er Trump forsetinn sem nútíminn á skilið. Hann virðist ekki halda einbeitingu lengur en örfá augnablik í senn, og stýrir landinu öðrum þræði með vanhugsuðum Twitter-skeytasendingum. Alþjóðapólitík í 280 stafabilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Síðan Donald Trump tók við embætti sem forseti Bandaríkjanna hefur ófáum dálksentimetrum verið varið í að hneykslast á framgöngu hans og embættisverkum. Þótt fjölmiðlar og álitsgjafar hafi ekki miklar mætur á Trump er það ekki endilega svo meðal kjósenda. Trump nýtur nefnilega sambærilegs stuðnings nú og Barack Obama naut á sama tíma í sinni forsetatíð. Sé tekið mið af því er ekki ólíklegt að Trump nái endurkjöri í næstu forsetakosningum. Trump er einstakur forseti. Hann hefur verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að engin leið er að halda um það nákvæma tölu. Vanalega myndi eitt slíkt duga til að koma sitjandi forseta í vandræði og mögulega leiða til afsagnar. En Trump hefur tekist að gera kjósendur svo ónæma fyrir vafasamri hegðan að vitnisburður klámstjörnu í sjónvarpi á besta tíma bítur ekki einu sinni á hann. Hneykslismálin eru eitt og eiginlegar embættisathafnir annað. Trump hefur ekki haft áhyggjur af kosningaloforðum sínum. Lítið bólar á veggnum fræga við landamæri Mexíkó þrátt fyrir endurtekin stóryrði á tyllidögum. Mantran hans að „setja Bandaríkin í fyrsta sæti“, virðist helst birtast í tollastríði við Kína, sem þó virðist fremur táknrænt en nokkuð annað. Að minnsta kosti hefur engum ofurtollum enn verið skellt á vörur sem skipta viðskiptasamband landanna raunverulegu máli. Derringurinn við Kínverjana er þó um margt til samræmis við þá tilhneigingu Trumps að skipta heiminum í vini og óvini. Meðal annarra helstu óvina Trumps það sem af er embættistíðinni eru Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu, sjónvarpsstöðin CNN, dagblaðið Washington Post og Jeff Bezos, forstjóri Amazon. Óvíst er hvort telja má Vladímír Pútín Rússlandsforseta meðal vina forsetans eða óvina, en eftir að hafa fordæmt Rússa vegna tilræðisins í Salisbury á Englandi tók Trump upp tólið, einn vestrænna leiðtoga, og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með sigurinn í nýafstöðnum kosningum. Starfsmannamál Hvíta hússins eru svo efni í sérkapítula og raunar ekki nokkur leið að átta sig á, hver gegnir hvaða starfi svo hröð hefur starfsmannaveltan verið. Afstaða Trumps til einstakra mála virðist líka oftar en ekki stjórnast af geðþótta fremur en ígrunduðum skoðunum. Þannig hefur Trump undanfarið farið mikinn gagnvart Amazon sem er að stórum hluta í eigu Jeffs Bezos sem á Washington Post. Telur hann að Amazon kosti skattgreiðendur stórfé með því að nýta sér bandaríska póstinn fyrir bögglasendingar. Trump hefur einnig barist harkalega gegn samruna AT&T og Warner, en síðastnefnda félagið er eigandi CNN. Í báðum tilvikum grunar þá sem til þekkja að andstaðan við þessi stórfyrirtæki grundvallist fremur á óbeit hans á fjölmiðlunum sem þeim tengjast en nokkru öðru. Þrátt fyrir þetta er forsetinn almennt vinsæll á Wall Street, enda hlutabréf þar verið almennt á mikilli siglingu frá embættistöku Trumps. Kannski er Trump forsetinn sem nútíminn á skilið. Hann virðist ekki halda einbeitingu lengur en örfá augnablik í senn, og stýrir landinu öðrum þræði með vanhugsuðum Twitter-skeytasendingum. Alþjóðapólitík í 280 stafabilum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun