Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, kynnti framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Flokkurinn býður nú í fyrsta sinn fram á sveitastjórnarstigi.
Kynningin fór fram í Norræna húsinu í dag en Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur leiðir listann. Karl Berndsen hárgreiðslumeistari er í öðru sæti listans. Ásgerður Jóna Flosadóttir skipar þriðja sæti.
Framboðslisti Flokks fólksins:
1. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur
2. Karl Berndsen, hárgreiðslumeistari
3. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands
4. Þór Elís Pálsson, kvikmyndaleikstjóri
5. Halldóra Gestsdóttir, hönnuður
6. Rúnar Sigurjónsson, vélvirki
7. Hjördís Björg Kristinsdóttir, sjúkraliði
8. Þráinn Óskarsson, framhaldsskólakennari
9. Friðrik Ólafsson, verkfræðingur
10. Birgir Jóhann Birgisson, tónlistarmaður

