Holloway fékk bardagann með sex daga fyrirvara og strax var það gefið út að hann ætti í vændum mjög erfiðan niðurskurð. Sá niðurskurður reyndist honum um megn og læknar hafa úrskurðað að hann hafi ekki heilsu í að berjast um helgina. Hann steig aldrei á vigtina í dag en Khabib náði vigt.
. @TeamKhabib my brother I want to keep going but they are stopping me. Sorry to your team and the fans. You don’t deserve this. This is number one. Shout outs to you and @Showtimepettis . Give the fans what they deserve
— Max Holloway (@BlessedMMA) April 6, 2018
Ný spyrja menn sig að því hvort Conor hreinlega stígi inn í búrið og berjist við Khabib á morgun? Það væri ótrúleg atburðarrás og frekar ólíkleg. Menn höfðu þegar stungið upp á því að það væri réttmæt refsing fyrir hegðun hans í gær. Hann er í það minnsta í borginni. Miðað við hvernig Conor hagar sér er ekki hægt að útiloka samt neitt í þeim efnum.
UFC er sagt vera að skoða að láta Anthony Pettis berjast við Khabib en Pettis á enn eftir að ná vigt. Hann missti sinn bardaga þar sem Conor slasaði Michael Chiesa.
Eins og stendur verður aðalbardagi kvöldsins á milli Rose Namajunas og Joanna Jedrzejczyk um strávigtartitil kvenna.