Varaformaður VG gefur lítið fyrir gremju vegna fjárhagsáætlunar Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2018 13:35 Engin gremja er að sögn innan Vg með fjárhagsáætlunina en utan flokks segja menn hana sem sérsniðna fyrir þá sem betur mega sín í þessu samfélagi. visir/ernir Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vg, segir nokkurs misskilnings gæta í umræðu um nýútkomna fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Og gremja vegna hennar orðum aukin – í það minnsta fari lítið fyrir gremju innan raða Vinstri grænna. „Við skulum orða þetta þannig; alls ekki sama gremja og maður hefur orðið var við í öðrum málum, sérstaklega ríkisstjórnarmyndunina. Það er eðlilegt aðhald, fólk spyr um stóru málin sem eru kjör aldraðra, öryrkja og lágtekjuhópa. En, þar er mikil vinna að ná fram raunverulegum og varanlegum kjarabótum. Sem þessi áætlun segir skýrt að skuli fara fram nú þegar.“Þetta er ekki vinstrimennska En, reyndar er það nú svo að ekki þarf að ferðast langt og lengi um netið til að sjá að verulegrar gremju gætir vegna þeirrar fjármálaáætlunar sem ríkisstjórnin kynnti nú í vikunni. Línan er sú að hún gagnist fyrst og fremst þeim ríku. Fyrrum félagi í Vinstri grænum, Grímur Atlason, segir þetta vitleysu og óréttlæti á Facebooksíðu sinni í morgun: „Tekjuskattur allra lækkar um 1% (lægra þrepið). Það gagnast mest þeim sem fá hæstu launin. Þannig þýðir 1% lækkun tekjuskatts á 300.000 kr. laun, að frádregnum persónuafslætti, um 1.415 kr. eða tæpar 17.000 kr. á ári. En sá sem er með 1 m.kr. á mánuði fær 8.235 kr. eða 98.000 kr. árlega,“ segir Grímur:Þetta er ekki vinstrimennska. Þetta vitleysa og óréttlæti. Edward er helst á því að þetta séu heldur kaldar kveðjur og ósanngjarnar frá Grími.Óþarfa háreisti og köll í Grími „Mér þykir þetta nú vera óþarfa háreisti,“ segir varaformaðurinn og telur stóryrtan Grím kominn langt framúr sér. „Menn með reynslu í pólitík vita það náttúrlega að þetta er nú ekki svona klippt og skorið, svart og hvítt og einfalt. Almennt varðandi umræðuna: Þessi fjármálaáætlun er meiriháttar plagg.Edward segir fjárhagsáætlunina meiriháttar plagg og þeir sem vilji fordæma hana séu alltof fljótir í hefðbundnar skotgrafir.Auðunn NíelssonOg ég skal segja það alveg heiðarlega, að ég er ekki búinn að lesa hana orð fyrir orð. Ég næ því ekki, ég er í fullri vinnu. En, þetta er meiriháttar plagg. Og það að menn skuli stíga fram innan sólarhrings eftir að það er komið fram með allskyns svona upphrópanir, það er merkilegt í sjálfu sér. Mér finnst umræðan komin fullhratt ofan í hefðbundnar skotgrafir og hefðbundið háreisti.“Ósáttir öryrkjar En, Grímur er ekki einn um að telja fjármálaáætlunina helst gagnast hinum ríku. Öryrkjabandalag Ísland hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlunina og sagt hreint út að hún sé ávísun á fátækt og eymd, eins og Vísir sagði af í gær.Öryrkjabandalagið telur hina nýju fjárhagsáætlun meiriháttar svik við sig, ávísun á áframhaldandi örbirgð.Edward segir að um áætlun sé að ræða, til langs tíma og í henni er talað um bótakerfið í heild sinni. „Brýnasta verkefnið á þessu ári er samráð við hagsmunasamtök örorkulífeyrisþega, hvernig við lögum bótakerfið og bætum kjör. Það er gert ráð fyrir verulegri aukningu í árlegum framlögum til örorkulífeyrisþega, það er að segja 4 milljarða króna á tímabili áætlunarinnar.“Sigurður G. segir þetta ósvinnu og er hættur En, hvað sem líður orðum Edwards er gremjan sem víða má greina ekki orðum aukin. Einn örorkulífeyrisþegi er útvarpsmaðurinn Sigurður G. Tómasson sem vandar Vg ekki kveðjurnar.Það er bæði heimskulegt og hættulegt að skattleggja ekki sérstaklega ofurlaun. Einsdæmi í veröldinni að svokallaður vinstri flokkur taki þátt í svona ósvinnu. Þetta segir Sigurður á Fb-síðu sinni. Og lýsir því yfir að hann sé hættur í Vg. „Nú er okkur sagt að fjárhagur ríkisins hafi aldrei verið betri. VG í stjórn. Er þá ekki fyrsta verkið að lagfæra kjör okkar og draga úr ójöfnuði sem hefur aldrei verið meiri. Nei ekki aldeilis. Samferð minni og VG er lokið,“ segir Sigurður. Og það vantar ekkert uppá undirtektir við þau orð hans sem snúa að svikum Katrínar Jakobsdóttur við bótaþegar og láglaunamenn.Ekkert miðað við stjórnarmyndunina Þegar þetta er borið undir Edward Hákon segist hann ekki hafa orðið eins mikið var við gremju og þarna er lýst.Sigurður G. Tómasson hefur sagt skilið við Vg.„Eða, ég segi að hún sé ekkert miðað við sem blossaði upp þegar við vorum að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf yfirleitt. Þá var gremja. Það er alveg klárt. Einhverjir ósáttir og sögðu sig úr hreyfingunni. En, reyndar komu menn í hreyfinguna líka. Það eru engar úrsagnir sem ég hef heyrt um, og ég fylgist nú vel með á skrifstofunni. Við erum með okkar Facebook-hóp, þar fylgist ég vel með og þar hefur yfirleitt komið upp óánægja hvað skýrast og sterkast fram, ef eitthvað er, og þar hef ég ekki orðið var við mikið.“Gremjan á misskilningi byggð Edward segir að sú gremja sem þó má greina sé á misskilningi byggð. „Menn eiga von á því að í fjármálaáætlun til fimm ára sé skilgreint nákvæmlega einhverjar krónutölur sem eiga að fara hingað og þangað. En, þá hefur verið bent á að þarna er um áætlun að ræða sem snýr að stóru dráttunum, hvernig eigi að miðla fjármunum. Og þá hafa menn sagt: Já, þú meinar.“ En, þó Edward greini ekki mikla óánægju í sínum hópi og vilji í raun sem minnst af henni vita, þá er hana eigi að síður víða að finna, sem áður segir. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, fordæmdi fjármálaáætlunina í viðtali við Harmageddon í gær. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi gerði það einnig í viðtali við Bylgjuna. Og þannig má lengi telja. Allt er þetta á þeim forsendum að þarna sé, enn og aftur, verið að hygla þeim ríku en þeir sem minna mega sín fá að sitja á hakanum.Trúarbrögð Sjálfstæðisflokksins Þetta þykir mörgum skjóta skökku við þegar um er að ræða ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Edward segir að ekki megi gleyma að Vg er ekki ein í ríkisstjórn. „Þeir eru ekki mikið til vinstri hinir flokkarnir sem þar sitja. Og sá flokkur sem ræður í fjármálaráðuneytinu.Þar eru trúarbrögð sem varðar flatan tekjuskatt. Það er borðleggjandi leið til að auka misskiptingu. Og þeir eru alltaf á þeirri vegferð. Við höfum náð að skrúfa þá niður í eitthvað eitt prósent. Það finnst mér nú bara vera árangursríkt. En, hitt er stóra myndin sem er að þetta verði varanlegar kjarabætur.“ Efnahagsmál Tengdar fréttir Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Afgangur næsta árs áfram fastur í gólfum fjármálastefnunnar Áfram er aðeins gert ráð fyrir afgangi í fjárlögum næsta árs sem nemur einu prósenti af landsframleiðslu sem er alveg við gólf fjármálastefnunnar sem var samþykkt af Alþingi. Það er afgangur upp á 25-29 milljarða króna. 4. apríl 2018 20:18 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vg, segir nokkurs misskilnings gæta í umræðu um nýútkomna fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Og gremja vegna hennar orðum aukin – í það minnsta fari lítið fyrir gremju innan raða Vinstri grænna. „Við skulum orða þetta þannig; alls ekki sama gremja og maður hefur orðið var við í öðrum málum, sérstaklega ríkisstjórnarmyndunina. Það er eðlilegt aðhald, fólk spyr um stóru málin sem eru kjör aldraðra, öryrkja og lágtekjuhópa. En, þar er mikil vinna að ná fram raunverulegum og varanlegum kjarabótum. Sem þessi áætlun segir skýrt að skuli fara fram nú þegar.“Þetta er ekki vinstrimennska En, reyndar er það nú svo að ekki þarf að ferðast langt og lengi um netið til að sjá að verulegrar gremju gætir vegna þeirrar fjármálaáætlunar sem ríkisstjórnin kynnti nú í vikunni. Línan er sú að hún gagnist fyrst og fremst þeim ríku. Fyrrum félagi í Vinstri grænum, Grímur Atlason, segir þetta vitleysu og óréttlæti á Facebooksíðu sinni í morgun: „Tekjuskattur allra lækkar um 1% (lægra þrepið). Það gagnast mest þeim sem fá hæstu launin. Þannig þýðir 1% lækkun tekjuskatts á 300.000 kr. laun, að frádregnum persónuafslætti, um 1.415 kr. eða tæpar 17.000 kr. á ári. En sá sem er með 1 m.kr. á mánuði fær 8.235 kr. eða 98.000 kr. árlega,“ segir Grímur:Þetta er ekki vinstrimennska. Þetta vitleysa og óréttlæti. Edward er helst á því að þetta séu heldur kaldar kveðjur og ósanngjarnar frá Grími.Óþarfa háreisti og köll í Grími „Mér þykir þetta nú vera óþarfa háreisti,“ segir varaformaðurinn og telur stóryrtan Grím kominn langt framúr sér. „Menn með reynslu í pólitík vita það náttúrlega að þetta er nú ekki svona klippt og skorið, svart og hvítt og einfalt. Almennt varðandi umræðuna: Þessi fjármálaáætlun er meiriháttar plagg.Edward segir fjárhagsáætlunina meiriháttar plagg og þeir sem vilji fordæma hana séu alltof fljótir í hefðbundnar skotgrafir.Auðunn NíelssonOg ég skal segja það alveg heiðarlega, að ég er ekki búinn að lesa hana orð fyrir orð. Ég næ því ekki, ég er í fullri vinnu. En, þetta er meiriháttar plagg. Og það að menn skuli stíga fram innan sólarhrings eftir að það er komið fram með allskyns svona upphrópanir, það er merkilegt í sjálfu sér. Mér finnst umræðan komin fullhratt ofan í hefðbundnar skotgrafir og hefðbundið háreisti.“Ósáttir öryrkjar En, Grímur er ekki einn um að telja fjármálaáætlunina helst gagnast hinum ríku. Öryrkjabandalag Ísland hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlunina og sagt hreint út að hún sé ávísun á fátækt og eymd, eins og Vísir sagði af í gær.Öryrkjabandalagið telur hina nýju fjárhagsáætlun meiriháttar svik við sig, ávísun á áframhaldandi örbirgð.Edward segir að um áætlun sé að ræða, til langs tíma og í henni er talað um bótakerfið í heild sinni. „Brýnasta verkefnið á þessu ári er samráð við hagsmunasamtök örorkulífeyrisþega, hvernig við lögum bótakerfið og bætum kjör. Það er gert ráð fyrir verulegri aukningu í árlegum framlögum til örorkulífeyrisþega, það er að segja 4 milljarða króna á tímabili áætlunarinnar.“Sigurður G. segir þetta ósvinnu og er hættur En, hvað sem líður orðum Edwards er gremjan sem víða má greina ekki orðum aukin. Einn örorkulífeyrisþegi er útvarpsmaðurinn Sigurður G. Tómasson sem vandar Vg ekki kveðjurnar.Það er bæði heimskulegt og hættulegt að skattleggja ekki sérstaklega ofurlaun. Einsdæmi í veröldinni að svokallaður vinstri flokkur taki þátt í svona ósvinnu. Þetta segir Sigurður á Fb-síðu sinni. Og lýsir því yfir að hann sé hættur í Vg. „Nú er okkur sagt að fjárhagur ríkisins hafi aldrei verið betri. VG í stjórn. Er þá ekki fyrsta verkið að lagfæra kjör okkar og draga úr ójöfnuði sem hefur aldrei verið meiri. Nei ekki aldeilis. Samferð minni og VG er lokið,“ segir Sigurður. Og það vantar ekkert uppá undirtektir við þau orð hans sem snúa að svikum Katrínar Jakobsdóttur við bótaþegar og láglaunamenn.Ekkert miðað við stjórnarmyndunina Þegar þetta er borið undir Edward Hákon segist hann ekki hafa orðið eins mikið var við gremju og þarna er lýst.Sigurður G. Tómasson hefur sagt skilið við Vg.„Eða, ég segi að hún sé ekkert miðað við sem blossaði upp þegar við vorum að fara í þetta ríkisstjórnarsamstarf yfirleitt. Þá var gremja. Það er alveg klárt. Einhverjir ósáttir og sögðu sig úr hreyfingunni. En, reyndar komu menn í hreyfinguna líka. Það eru engar úrsagnir sem ég hef heyrt um, og ég fylgist nú vel með á skrifstofunni. Við erum með okkar Facebook-hóp, þar fylgist ég vel með og þar hefur yfirleitt komið upp óánægja hvað skýrast og sterkast fram, ef eitthvað er, og þar hef ég ekki orðið var við mikið.“Gremjan á misskilningi byggð Edward segir að sú gremja sem þó má greina sé á misskilningi byggð. „Menn eiga von á því að í fjármálaáætlun til fimm ára sé skilgreint nákvæmlega einhverjar krónutölur sem eiga að fara hingað og þangað. En, þá hefur verið bent á að þarna er um áætlun að ræða sem snýr að stóru dráttunum, hvernig eigi að miðla fjármunum. Og þá hafa menn sagt: Já, þú meinar.“ En, þó Edward greini ekki mikla óánægju í sínum hópi og vilji í raun sem minnst af henni vita, þá er hana eigi að síður víða að finna, sem áður segir. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, fordæmdi fjármálaáætlunina í viðtali við Harmageddon í gær. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi gerði það einnig í viðtali við Bylgjuna. Og þannig má lengi telja. Allt er þetta á þeim forsendum að þarna sé, enn og aftur, verið að hygla þeim ríku en þeir sem minna mega sín fá að sitja á hakanum.Trúarbrögð Sjálfstæðisflokksins Þetta þykir mörgum skjóta skökku við þegar um er að ræða ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Edward segir að ekki megi gleyma að Vg er ekki ein í ríkisstjórn. „Þeir eru ekki mikið til vinstri hinir flokkarnir sem þar sitja. Og sá flokkur sem ræður í fjármálaráðuneytinu.Þar eru trúarbrögð sem varðar flatan tekjuskatt. Það er borðleggjandi leið til að auka misskiptingu. Og þeir eru alltaf á þeirri vegferð. Við höfum náð að skrúfa þá niður í eitthvað eitt prósent. Það finnst mér nú bara vera árangursríkt. En, hitt er stóra myndin sem er að þetta verði varanlegar kjarabætur.“
Efnahagsmál Tengdar fréttir Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Afgangur næsta árs áfram fastur í gólfum fjármálastefnunnar Áfram er aðeins gert ráð fyrir afgangi í fjárlögum næsta árs sem nemur einu prósenti af landsframleiðslu sem er alveg við gólf fjármálastefnunnar sem var samþykkt af Alþingi. Það er afgangur upp á 25-29 milljarða króna. 4. apríl 2018 20:18 Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44
Afgangur næsta árs áfram fastur í gólfum fjármálastefnunnar Áfram er aðeins gert ráð fyrir afgangi í fjárlögum næsta árs sem nemur einu prósenti af landsframleiðslu sem er alveg við gólf fjármálastefnunnar sem var samþykkt af Alþingi. Það er afgangur upp á 25-29 milljarða króna. 4. apríl 2018 20:18
Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09