Tregða eða vanhæfni flugfélagsins útskýri að hluta til vandræði með lendingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. apríl 2018 11:14 Boeing vél Enter Air á Akureyrarflugvelli í janúar. Akureyri International Airport Pólska flugfélagið Enter Air neitaði að nota Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll þegar ekki var hægt að lenda á Akureyri í vetur. Þess í stað flaug flugfélagið til Keflavíkur og lenti þar, þvert á vilja ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferðirnar. „Tregða og/eða vanhæfni“ flugfélagsins útskýrir að hluta til af hverju í sumum tilvikum var ekki lent á Akureyrarflugvelli. Þetta er mat flugklasans Air 66N sem er samstarsfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila sem vinnur að því að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað í millilandaflugi allt árið um kring. Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf síðastliðið sumar að selja ferðir til Norðurlands í beinu flugi frá Bretlandi við mikinn fögnuð heimamanna. Vel gekk að selja í ferðirnar sem farnar voru í janúar og febrúar. Enter Air var flugfélagið sem nýtt var í ferðirnar. Á ýmsu gekk en af fimmtán ferðum var sex sinnum lent á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar. Er þetta tíundað í skýrslu flugklasans sem kynnt var í bæjarráði Akureyrar í vikunni.Á myndinni má sjá hvernig flugvél Entar Air hringsólaði yfir Akureyri þann 15. janúar áður en vélinni var flogið til Keflavíkur.Flightradar24.comAðflugsbúnaður væntanlegur Í tveimur tilvikum var lítið skyggni vegna mikillar snjókomu ástæða þess að haldið var til Keflavíkur. Það hefði þó aðeins gerst einu sinni ef ekki hefði verið fyrir mistök í aðflugi sem urðu til þess að lendingu seinkaði en í millitíðinni byrjaði að snjóa. Þá voru einnig tilvik þar sem vindaskilyrði voru óhagstæð vegna þess að flugvélin sem notuð var ekki nógu öflug til að klifra til suðurs fulllestuð.„Og afganginn er erfitt að útskýra með öðru en tregðu og/eða vanhæfni flugfélagsins sem tók verkefnið að sér. Það voru einnig vonbrigði að þegar á reyndi, neitaði flugfélagið að nota Egilsstaðaflugvöll til vara og fór undantekningarlaust til Keflavíkur ef ekki var hægt að lenda á Akureyri,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir AkureyriKemur fram að það hafi ekki verið í samræmi við óskir Super Break en er því þó haldið til haga að veðurfar þá mánuði sem ferðirnar voru á áætlun hafi verið „óvenjulega stormasamt“.Segir einnig í skýrslunni að Super Break sé langt komið með að semja við annað flugfélag fyrir áætlunarferðir til Akureyrar næsta vetur sem lofað hefur „öflugri þjálfun flugmanna og öflugri flugvélum til þess að vinna verkið.“Super Break áætlar fleiri ferðir til Akureyrar næsta vetur en stefnt er á 30 ferðir í heildina, mun fleiri en síðasta vetur. Hjálpar þar til að útlit er fyrir að nýr aðflugsbúnaður verði settur upp á Akureyrarflugvelli næsta haust en skortur á slíkum búnaði torveldaði lendingar Enter Air í einhverjum tilvikum. Samgöngur Tengdar fréttir Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41 Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Pólska flugfélagið Enter Air neitaði að nota Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll þegar ekki var hægt að lenda á Akureyri í vetur. Þess í stað flaug flugfélagið til Keflavíkur og lenti þar, þvert á vilja ferðaskrifstofunnar sem skipulagði ferðirnar. „Tregða og/eða vanhæfni“ flugfélagsins útskýrir að hluta til af hverju í sumum tilvikum var ekki lent á Akureyrarflugvelli. Þetta er mat flugklasans Air 66N sem er samstarsfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila sem vinnur að því að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað í millilandaflugi allt árið um kring. Breska ferðaskrifstofan Super Break hóf síðastliðið sumar að selja ferðir til Norðurlands í beinu flugi frá Bretlandi við mikinn fögnuð heimamanna. Vel gekk að selja í ferðirnar sem farnar voru í janúar og febrúar. Enter Air var flugfélagið sem nýtt var í ferðirnar. Á ýmsu gekk en af fimmtán ferðum var sex sinnum lent á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrar. Er þetta tíundað í skýrslu flugklasans sem kynnt var í bæjarráði Akureyrar í vikunni.Á myndinni má sjá hvernig flugvél Entar Air hringsólaði yfir Akureyri þann 15. janúar áður en vélinni var flogið til Keflavíkur.Flightradar24.comAðflugsbúnaður væntanlegur Í tveimur tilvikum var lítið skyggni vegna mikillar snjókomu ástæða þess að haldið var til Keflavíkur. Það hefði þó aðeins gerst einu sinni ef ekki hefði verið fyrir mistök í aðflugi sem urðu til þess að lendingu seinkaði en í millitíðinni byrjaði að snjóa. Þá voru einnig tilvik þar sem vindaskilyrði voru óhagstæð vegna þess að flugvélin sem notuð var ekki nógu öflug til að klifra til suðurs fulllestuð.„Og afganginn er erfitt að útskýra með öðru en tregðu og/eða vanhæfni flugfélagsins sem tók verkefnið að sér. Það voru einnig vonbrigði að þegar á reyndi, neitaði flugfélagið að nota Egilsstaðaflugvöll til vara og fór undantekningarlaust til Keflavíkur ef ekki var hægt að lenda á Akureyri,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir AkureyriKemur fram að það hafi ekki verið í samræmi við óskir Super Break en er því þó haldið til haga að veðurfar þá mánuði sem ferðirnar voru á áætlun hafi verið „óvenjulega stormasamt“.Segir einnig í skýrslunni að Super Break sé langt komið með að semja við annað flugfélag fyrir áætlunarferðir til Akureyrar næsta vetur sem lofað hefur „öflugri þjálfun flugmanna og öflugri flugvélum til þess að vinna verkið.“Super Break áætlar fleiri ferðir til Akureyrar næsta vetur en stefnt er á 30 ferðir í heildina, mun fleiri en síðasta vetur. Hjálpar þar til að útlit er fyrir að nýr aðflugsbúnaður verði settur upp á Akureyrarflugvelli næsta haust en skortur á slíkum búnaði torveldaði lendingar Enter Air í einhverjum tilvikum.
Samgöngur Tengdar fréttir Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41 Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjóri vélar Enter Air gat lent vélinni. 15. janúar 2018 16:41
Gáfust aftur upp á Akureyri og flugu til Keflavíkur Boeing 737 vél Enter Air, sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 13 í dag, þurfti frá að hverfa og halda til Keflavíkur vegna slæmra veðurskilyrða. 19. janúar 2018 14:43
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39