Trump hótar Kínverjum enn frekari tollum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. apríl 2018 05:12 Bandaríkjaforseti hefur lengi sagt innflutning kínversks stáls hafa haft lamandi áhrif á bandaríska framleiðslu. Vísir/Getty Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur beint því til hinna ýmsu embættismanna að kanna möguleikann á frekari tolllagningu á innfluttar kínverskar vörur. Miðlar vestanhafs tala um að Trump hafi farið fram á tollahækkun sem nemur 100 milljörðum bandaríkjadala, 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Fyrirskipun forsetans er næsta skref í viðskiptastríðinu sem virðist vera að bresta á milli þessara tveggja stærstu iðnvelda heimsins. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld lýst því yfir að 25 prósenta tollur yrði lagður á rúmlega 1300 vöruflokka frá Kína vegna meints hugverkastuldar kínverskra fyrirtæja en tollahækkunin á að sögn forsetans að skila um 50 milljörðum dala í ríkiskassann. Nýjasta útspil Trump myndi leggjast ofan á þá upphæð og tollarnir því alls nema 150 milljörðum dala. Kínverjar svöruðu upphaflegu tollatillögunni í sömu mynt og lögðu 25% innflutningstoll á 106 bandaríska vöruflokka. Hvernig þeir munu bregðast við þessum nýjustu hótunum Trump liggur ekki fyrir á þessari stundu en fastlega er búist við að það verði með svipuðum hætti og fyrr. Þessi togstreita hefur valdið titringi á fjölmörgum hlutabréfamörkuðum heimsins og segja fjármálagreinendur að heljarinnar tollahækkanir milli Kína og Bandaríkjanna myndi hafa neikvæð áhrif á gangverk heimshagkerfsins. Nauðsynlegt sé fyrir fulltrúa iðnrisanna að setjast niður og komast að sameiginlegri, farsælli niðurstöðu. Fyrstu tölur úr kauphöllum í Asíu þennan morguninn virðast þó ekki benda til þess að fjárfestar séu sérstaklega smeykir. Hvort það sé til marks um að þeir efist um að af viðskiptastríðinu verði skal þó ósagt látið. Til marks um ró fjárfesta hefur hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi. Japanaska Nikkei vísitalan hefur einnig hækkað. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45 Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur beint því til hinna ýmsu embættismanna að kanna möguleikann á frekari tolllagningu á innfluttar kínverskar vörur. Miðlar vestanhafs tala um að Trump hafi farið fram á tollahækkun sem nemur 100 milljörðum bandaríkjadala, 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Fyrirskipun forsetans er næsta skref í viðskiptastríðinu sem virðist vera að bresta á milli þessara tveggja stærstu iðnvelda heimsins. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld lýst því yfir að 25 prósenta tollur yrði lagður á rúmlega 1300 vöruflokka frá Kína vegna meints hugverkastuldar kínverskra fyrirtæja en tollahækkunin á að sögn forsetans að skila um 50 milljörðum dala í ríkiskassann. Nýjasta útspil Trump myndi leggjast ofan á þá upphæð og tollarnir því alls nema 150 milljörðum dala. Kínverjar svöruðu upphaflegu tollatillögunni í sömu mynt og lögðu 25% innflutningstoll á 106 bandaríska vöruflokka. Hvernig þeir munu bregðast við þessum nýjustu hótunum Trump liggur ekki fyrir á þessari stundu en fastlega er búist við að það verði með svipuðum hætti og fyrr. Þessi togstreita hefur valdið titringi á fjölmörgum hlutabréfamörkuðum heimsins og segja fjármálagreinendur að heljarinnar tollahækkanir milli Kína og Bandaríkjanna myndi hafa neikvæð áhrif á gangverk heimshagkerfsins. Nauðsynlegt sé fyrir fulltrúa iðnrisanna að setjast niður og komast að sameiginlegri, farsælli niðurstöðu. Fyrstu tölur úr kauphöllum í Asíu þennan morguninn virðast þó ekki benda til þess að fjárfestar séu sérstaklega smeykir. Hvort það sé til marks um að þeir efist um að af viðskiptastríðinu verði skal þó ósagt látið. Til marks um ró fjárfesta hefur hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkað um 1,5 prósent það sem af er degi. Japanaska Nikkei vísitalan hefur einnig hækkað. Kínverjar höfðu áður ekki sagst vilja hefja viðskiptastríð en segja nú að hagkerfi þeirra hafa beðið skaða af innflutningstollum Bandaríkjanna. Bandaríkjaforseti hefur aftur á móti sagt viðskiptastríð vera af hinu góða, en slíkt stríð ætti að reynast Bandaríkjunum auðvelt að vinna. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutt ál og stál mætti mikilli andstöðu víða um heim en breytingarnar tóku gildi þann 23. mars.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45 Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum. 2. apríl 2018 10:45
Bandaríkin bregðast við ákvörðun Kínverja um innflutningstolla Kínverjar hafa ákveðið að leggja tolla á 128 innfluttar vörutegundir frá Bandaríkjunum en stórveldin tvö virðast ætla að gjalda líku líkt. 2. apríl 2018 18:14