Slökkviliðsmaður borinn út úr brunanum í Miðhrauni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2018 14:29 Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í dag vegna stórbrunans í Miðhrauni. Vísir/Egill Aðalsteinsson Slökkvilið hefur verið að störfum við gríðarlega erfiðar aðstæður frá því snemma í morgun vegna stórbruna í verslunar- og iðnaðarhúsnæði í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Nokkrir slökkviliðsmenn hafa hlotið minniháttar meiðsl við störf á vettvangi í dag. Um klukkan hálf ellefu í morgun þurfti að bera slökkviliðsmann út úr byggingunni þar sem hann fékk aðstoð félaga sinna, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Slökkviliðsmaðurinn stóð mjög fljótt upp aftur og var ekki fluttur til aðhlynningar heldur var áfram að störfum á svæðinu. Flytja þurfti einn slökkviliðsmann á sjúkrahús með minniháttar meiðsl, sagði Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi í hádeginu. Það var gert snemma í morgun, fljótlega eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. Á tólfta tímanum féll einn slökkviliðsmaður á milli hæða en slapp þó ómeiddur. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í dag, líka þeir sem voru á frívakt. Einnig voru slökkviliðsmenn í þjálfun á vettvangi í Miðhrauni til að fylgjast með og læra. Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar og hópur frá slökkviliðinu í Árborg mættu einnig á staðinn til að hjálpa. Erfiðlega gekk í byrjun að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum. Vinna slökkviliðs snýst nú að mestu um að hreinsa til og slökkva í hreiðrum þar sem glæður geta leynst. Til þess er notast við aðstoðar krabba þar sem ekki er þorandi að senda slökkviliðsmenn inn. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að reykmengun frá stórbrunanum sé að mestu gengin yfir en reykurinn er eitraður og talinn mjög skaðlegur. Allir sem eru að störfum á vettvangi og eru ekki í slökkviliðsbúnaði eru með grímur sem dreift var á staðnum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54 Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Slökkvilið hefur verið að störfum við gríðarlega erfiðar aðstæður frá því snemma í morgun vegna stórbruna í verslunar- og iðnaðarhúsnæði í Miðhrauni 4 í Garðabæ. Nokkrir slökkviliðsmenn hafa hlotið minniháttar meiðsl við störf á vettvangi í dag. Um klukkan hálf ellefu í morgun þurfti að bera slökkviliðsmann út úr byggingunni þar sem hann fékk aðstoð félaga sinna, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Slökkviliðsmaðurinn stóð mjög fljótt upp aftur og var ekki fluttur til aðhlynningar heldur var áfram að störfum á svæðinu. Flytja þurfti einn slökkviliðsmann á sjúkrahús með minniháttar meiðsl, sagði Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi í hádeginu. Það var gert snemma í morgun, fljótlega eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. Á tólfta tímanum féll einn slökkviliðsmaður á milli hæða en slapp þó ómeiddur. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í dag, líka þeir sem voru á frívakt. Einnig voru slökkviliðsmenn í þjálfun á vettvangi í Miðhrauni til að fylgjast með og læra. Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar og hópur frá slökkviliðinu í Árborg mættu einnig á staðinn til að hjálpa. Erfiðlega gekk í byrjun að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum. Vinna slökkviliðs snýst nú að mestu um að hreinsa til og slökkva í hreiðrum þar sem glæður geta leynst. Til þess er notast við aðstoðar krabba þar sem ekki er þorandi að senda slökkviliðsmenn inn. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að reykmengun frá stórbrunanum sé að mestu gengin yfir en reykurinn er eitraður og talinn mjög skaðlegur. Allir sem eru að störfum á vettvangi og eru ekki í slökkviliðsbúnaði eru með grímur sem dreift var á staðnum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54 Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Verða líklega að störfum fram á nótt Erfiðlega gengur að ná yfirlögum eldsins í Miðhrauni 4. 5. apríl 2018 11:54
Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. 5. apríl 2018 13:41