Cristiano Ronaldo ákvað að kíkja á sína gömlu félaga í hádeginu en hann býr náttúrulega í Madrid og því stutt fyrir hann að fara.
„Sjáið hver kom og gaf okkur aukakraft fyrir leikinn í kvöld,“ skrifaði Sporting inn á Twitter-síðu sína.
Það fylgdu nokkrar myndir af Cristiano Ronaldo með leikmönnum og starfsfólki portúgalska félagsins.
Vejam só quem nos veio dar uma força extra para o jogo de logo... Leão @Cristiano! #FeitodeSportingpic.twitter.com/7geCTp9a1g
— Sporting Clube de Portugal (@Sporting_CP) April 5, 2018
Cristiano Ronaldo skoraði magnað mark í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið og sá til þess að Real Madrid er svo gott sem komið áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Melhor do mundo pic.twitter.com/engKKAeCpd
— Luís Maximiano (@luismaximiano81) April 5, 2018
Cristiano Ronaldo hefur spilað með Real Madrid frá 2009 hann hefur skorað 445 mörk í 430 leikjum með liðinu.
Leikur Atletico Madrid og Sporting Lissabon hefst klukkan 19.05 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 4.