Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 12:13 Í Miðhrauni 4 eru fyrirtækin Icewear og Geymslur.is og er húsið við hlið fyrirtækisins Marel. Vísir/Rakel Ósk Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear, segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. Aðstæður hafi verið stórhættulegar en brjóta þurfti upp hurðir og þá þurftu einhverjir starfsmenn að forða sér út um glugga. Aðalsteinn var sjálfur mættur til vinnu á skrifstofu Icewear þegar eldurinn kom upp og gerir ráð fyrir að samtals hafi um 15-20 starfsmenn fyrirtækisins verið á staðnum.Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear.Mynd/Icewear„Bjallan hringir bara og allt gerist á einhverjum sekúndum. Eldurinn æðir á móti okkur, hann er fyrst í hinum endanum við lagerinn og svo bara æðir hann á móti okkur á ógnarhraða,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi.Brutu upp hurðir og stukku út um glugga Þá bætir hann við að tæpt hafi verið að starfsmennirnir kæmust yfir höfuð út úr húsinu en hurðir höfðu sogast fastar og fólki reyndist afar erfitt að forða sér. „Það var mjög erfitt að komast út úr húsinu, hurðir voru lokaðar og fólk þurfti að brjóta þær upp. Svo enduðu einhverjir á því að fara út um glugga,“ segir Aðalsteinn. Allir hafi þó að mestu komist heilir út úr húsinu að Miðhrauni 4 þó að einhverjir kenni brunasára. „Einhverjir starfsmenn brenndust og a.m.k. einn aðili fékk brunasár. Hann hlaut aðhlynningu á vettvangi.“ Hjartað í fyrirtækinu Þá telur Aðalsteinn ljóst að mikið tjón hafi hlotist af brunanum. „Það hefur orðið gríðarlegt tjón. Þetta er náttúrulega hjartað í fyrirtækinu, þetta er aðallagerinn, fyrir utan allar skrifstofu, tölvur og slíkt.“ Aðspurður segir hann næstu skref felast í því að meta stöðuna og finna nýtt húsnæði undir starfsemina. Reynt verði að takmarka skaðann eins og hægt er. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear, segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. Aðstæður hafi verið stórhættulegar en brjóta þurfti upp hurðir og þá þurftu einhverjir starfsmenn að forða sér út um glugga. Aðalsteinn var sjálfur mættur til vinnu á skrifstofu Icewear þegar eldurinn kom upp og gerir ráð fyrir að samtals hafi um 15-20 starfsmenn fyrirtækisins verið á staðnum.Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear.Mynd/Icewear„Bjallan hringir bara og allt gerist á einhverjum sekúndum. Eldurinn æðir á móti okkur, hann er fyrst í hinum endanum við lagerinn og svo bara æðir hann á móti okkur á ógnarhraða,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi.Brutu upp hurðir og stukku út um glugga Þá bætir hann við að tæpt hafi verið að starfsmennirnir kæmust yfir höfuð út úr húsinu en hurðir höfðu sogast fastar og fólki reyndist afar erfitt að forða sér. „Það var mjög erfitt að komast út úr húsinu, hurðir voru lokaðar og fólk þurfti að brjóta þær upp. Svo enduðu einhverjir á því að fara út um glugga,“ segir Aðalsteinn. Allir hafi þó að mestu komist heilir út úr húsinu að Miðhrauni 4 þó að einhverjir kenni brunasára. „Einhverjir starfsmenn brenndust og a.m.k. einn aðili fékk brunasár. Hann hlaut aðhlynningu á vettvangi.“ Hjartað í fyrirtækinu Þá telur Aðalsteinn ljóst að mikið tjón hafi hlotist af brunanum. „Það hefur orðið gríðarlegt tjón. Þetta er náttúrulega hjartað í fyrirtækinu, þetta er aðallagerinn, fyrir utan allar skrifstofu, tölvur og slíkt.“ Aðspurður segir hann næstu skref felast í því að meta stöðuna og finna nýtt húsnæði undir starfsemina. Reynt verði að takmarka skaðann eins og hægt er.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Framkvæmdastjóri Marel: „Það komust allir út“ Marel leigir skrifstofuhúsnæði af Geymslum fyrir 50 starfsmenn sína af 650 í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:53