Eldur kviknaði nú á níunda tímanum í atvinnuhúsnæði í Garðabæ. Mikill reykur er á staðnum og er slökkvilið enn að störfum að reyna að yfirbuga eldinn í byggingunni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur kallað út allan mannskap vegna eldsvoðans, líka þá sem eru á frívakt. Í Miðhrauni 4 eru fyrirtækin Icewear og Geymslur.is og er húsið við hlið fyrirtækisins Marel.
Meðfylgjandi myndband tók tökumaðurinn Egill Aðalsteinsson fyrir Vísi.
Reykurinn sést víða á höfuðborgarsvæðinu. Allir sem voru að störfum í Icewear þegar sprengingin varð komust út úr byggingunni. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. Slökkviliðið óskar eftir því að íbúar á Álftanesi og í Hafnarfirði loki gluggum og hækki hita á ofnum vegna stórbrunans í Garðabæ. Þá er einnig mælt með því að ef íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu verði varir við reyk geri slíkt hið sama.
Vísir er á vettvangi og má sjá beina útsendingu og beina lýsingu frá staðnum HÉR.
Drónamyndband af brunanum í Miðhrauni
Tengdar fréttir

Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ
Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ.

Íbúar á Álftanesi loki gluggum og hækki í ofnum
Slökkviliðið óskar eftir því að íbúar á Álftanesi loki gluggum og hækki hita á ofnum vegna stórbrunans í Garðabæ.

„Brunabjallan fer af stað og svo fyllist allt af reyk á nokkrum sekúndum“
Mikill eldur er í húsinu sem hýsir Icewear og einnig geymslur á vegum Geymslur.is í Garðabæ.