Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Fálki á flugi. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir kaupum á myndavélum til að vakta fálkahreiður. Vísir/GETTY Náttúra Fálkasetur Íslands safnar fé til að geta sett upp eftirlitsmyndavélar fyrir fálkahreiður. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir verkefninu. „Við erum ekki búin að sækja um styrki annars staðar, svo sem til einstaklinga eða fyrirtækja eða annað,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, formaður stjórnar Fálkaseturs. Ekkert svar hefur fengist frá umhverfisráðuneytinu, en samkvæmt reglugerð um friðun fálkans mun ráðuneytið jafnframt þurfa að veita samþykki fyrir uppsetningu á slíkum vélum.Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði í Fréttablaðinu í gær að sterkar vísbendingar væru um að eggjaþjófar væru enn að spilla fyrir varpi fálka. Vitað sé að tilteknir Íslendingar sæki í þekkt fálkaóðöl á varptíma og stundum séu skilin eftir hænuegg í hreiðrunum.Sjá einnig: Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka „Við getum náttúrlega aldrei vaktað öll hreiður, en við erum að vonast til þess að þetta fæli frá ef einhver eru vöktuð. Við erum ekki að hugsa um venjulegar eftirlitsmyndavélar heldur erum við að ræða um myndavélar með hreyfiskynjurum sem smella af ef eitthvað rýfur geislann,“ segir Aðalsteinn. Vélin myndi síðan senda mynd í GSM síma og þannig væri hægt að fylgjast með mannaferðum. Vélarnar sem horft er til eru sömu gerðar og notaðar eru við refaveiðar og ganga fyrir rafhlöðum. Aðalsteinn segir að vélarnar sem horft er til kosti um 70 þúsund krónur hver. Vitað er um bónda í Aðaldal sem hefur komið upp myndavél á jörð sinni þar sem eitt fálkaóðalið er. Ólafur K. Nielsen segir að bóndinn hafi verið orðinn þreyttur á rápi manna á landareign sinni sem sóttu í fálkaegg. „Hann og nágranni hans lýstu því yfir í heyranda hljóð að þeir myndu setja upp öryggismyndavélar. Þeir gerðu það og þá komust upp ungar þarna í fyrsta skipti í tíu eða fimmtán ár. Þetta var 2015 og síðan komust upp ungar aftur 2016 á sama óðali,“ segir Ólafur. Hann segir að sú myndavél hafi ekki verið sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Náttúra Fálkasetur Íslands safnar fé til að geta sett upp eftirlitsmyndavélar fyrir fálkahreiður. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir verkefninu. „Við erum ekki búin að sækja um styrki annars staðar, svo sem til einstaklinga eða fyrirtækja eða annað,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, formaður stjórnar Fálkaseturs. Ekkert svar hefur fengist frá umhverfisráðuneytinu, en samkvæmt reglugerð um friðun fálkans mun ráðuneytið jafnframt þurfa að veita samþykki fyrir uppsetningu á slíkum vélum.Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði í Fréttablaðinu í gær að sterkar vísbendingar væru um að eggjaþjófar væru enn að spilla fyrir varpi fálka. Vitað sé að tilteknir Íslendingar sæki í þekkt fálkaóðöl á varptíma og stundum séu skilin eftir hænuegg í hreiðrunum.Sjá einnig: Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka „Við getum náttúrlega aldrei vaktað öll hreiður, en við erum að vonast til þess að þetta fæli frá ef einhver eru vöktuð. Við erum ekki að hugsa um venjulegar eftirlitsmyndavélar heldur erum við að ræða um myndavélar með hreyfiskynjurum sem smella af ef eitthvað rýfur geislann,“ segir Aðalsteinn. Vélin myndi síðan senda mynd í GSM síma og þannig væri hægt að fylgjast með mannaferðum. Vélarnar sem horft er til eru sömu gerðar og notaðar eru við refaveiðar og ganga fyrir rafhlöðum. Aðalsteinn segir að vélarnar sem horft er til kosti um 70 þúsund krónur hver. Vitað er um bónda í Aðaldal sem hefur komið upp myndavél á jörð sinni þar sem eitt fálkaóðalið er. Ólafur K. Nielsen segir að bóndinn hafi verið orðinn þreyttur á rápi manna á landareign sinni sem sóttu í fálkaegg. „Hann og nágranni hans lýstu því yfir í heyranda hljóð að þeir myndu setja upp öryggismyndavélar. Þeir gerðu það og þá komust upp ungar þarna í fyrsta skipti í tíu eða fimmtán ár. Þetta var 2015 og síðan komust upp ungar aftur 2016 á sama óðali,“ segir Ólafur. Hann segir að sú myndavél hafi ekki verið sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00