Hertók þinghúsið í skugga vantrausts Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Mohamed Osman Jawari, forseti sómalíska þingsins. Vísir/AFP Hermenn, hliðhollir Mohamed Osman Jawari, forseta sómalíska þingsins, hertóku í gær sómalíska þinghúsið. Frá þessu greindi sómalíski fjölmiðillinn Shabelle í gær. „Hermennirnir hafa umkringt þinghúsið og hafa tekið völdin á þinginu,“ sagði í frétt Shabelle. Til stóð að fram færi atkvæðagreiðsla um vantraust á þingforsetann í gær. Eftir að hermenn hans höfðu hertekið þinghúsið mætti forsetinn sjálfur á svæðið, að því er Puntland Post greindi frá. „Forsetinn var í fylgd annars varaforseta, Mahad Awad. Fyrsti varaforseti, Abdiweli Mudey, var mættur á undan þeim. Þingmenn þurftu hins vegar að bíða í löngum röðum eftir að fá heimild til að fara inn í þinghúsið,“ sagði á síðu Puntland Post. Þingmennirnir sem andvígir eru Jawari yfirgáfu þingsal í kjölfar hertökunnar. Sögðu þeir við netmiðilinn Dhacdo að ómögulegt væri að halda þingfund við þetta ástand. Þá greindi Radio Kulmiye frá því að hermennirnir hafi ekki bara staðið vörð um þinghúsið heldur einnig ráðist endurtekið á blaðamenn sem fylgdust með gangi mála.Deilur um dagskrá Undanfarna daga hafði verið deilt harðlega um dagskrá þingsins. Vildu menn þingforseta frekar ræða fyrirhugaðan landamæramúr sem keníska ríkið ætlar sér að reisa á meðan andstæðingar þingforseta vildu halda áfram umræðum og svo greiða atkvæði um vantraust. Styr hefur staðið um Jawari. Hefur Hassan Ali Kheyre forsætisráðherra verið sagður hafa fyrirskipað þingmönnum að lýsa yfir vantrausti á Jawari. Þingforsetinn hefur verið sakaður um að reyna að spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar. Þrýst hefur verið á Jawari að segja af sér vegna málsins. Hefur hann raunar áður staðið af sér vantraust. „Þau eru að krefjast þess að ég segi af mér. En ég ætla ekki að segja af mér. Ég vinn ekki fyrir þau,“ sagði Jawari á þriðjudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Hermenn, hliðhollir Mohamed Osman Jawari, forseta sómalíska þingsins, hertóku í gær sómalíska þinghúsið. Frá þessu greindi sómalíski fjölmiðillinn Shabelle í gær. „Hermennirnir hafa umkringt þinghúsið og hafa tekið völdin á þinginu,“ sagði í frétt Shabelle. Til stóð að fram færi atkvæðagreiðsla um vantraust á þingforsetann í gær. Eftir að hermenn hans höfðu hertekið þinghúsið mætti forsetinn sjálfur á svæðið, að því er Puntland Post greindi frá. „Forsetinn var í fylgd annars varaforseta, Mahad Awad. Fyrsti varaforseti, Abdiweli Mudey, var mættur á undan þeim. Þingmenn þurftu hins vegar að bíða í löngum röðum eftir að fá heimild til að fara inn í þinghúsið,“ sagði á síðu Puntland Post. Þingmennirnir sem andvígir eru Jawari yfirgáfu þingsal í kjölfar hertökunnar. Sögðu þeir við netmiðilinn Dhacdo að ómögulegt væri að halda þingfund við þetta ástand. Þá greindi Radio Kulmiye frá því að hermennirnir hafi ekki bara staðið vörð um þinghúsið heldur einnig ráðist endurtekið á blaðamenn sem fylgdust með gangi mála.Deilur um dagskrá Undanfarna daga hafði verið deilt harðlega um dagskrá þingsins. Vildu menn þingforseta frekar ræða fyrirhugaðan landamæramúr sem keníska ríkið ætlar sér að reisa á meðan andstæðingar þingforseta vildu halda áfram umræðum og svo greiða atkvæði um vantraust. Styr hefur staðið um Jawari. Hefur Hassan Ali Kheyre forsætisráðherra verið sagður hafa fyrirskipað þingmönnum að lýsa yfir vantrausti á Jawari. Þingforsetinn hefur verið sakaður um að reyna að spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar. Þrýst hefur verið á Jawari að segja af sér vegna málsins. Hefur hann raunar áður staðið af sér vantraust. „Þau eru að krefjast þess að ég segi af mér. En ég ætla ekki að segja af mér. Ég vinn ekki fyrir þau,“ sagði Jawari á þriðjudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Sómalía Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira