Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2018 21:16 Einar Birkir segir að ákvörðunin um að hætta í flokknum hafi verið tekin að ígrunduðu máli og eftir langan aðdraganda. Vísir/Vilhelm Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúar fyrir Bjarta framtíð í Hafnarfirði sögðu sig úr flokknum í dag og hyggjast klára kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug og Einar Birkir sendu flokknum tölvupóst í dag þar sem upplýst var um ákvörðun þeirra. „Þetta á sér nú nokkuð langan aðdraganda. Í gegnum fjögur ár innan Bjartrar framtíðar þróast samstarfið í misjafnar áttir; gagnvart sumum mjög náið og öðrum óx það í sundur,“ segir Einar Birkir um samstarfsörðugleika innan flokksins í samtali við Vísi. „Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir sem gefur ekki kost á sér í sveitarstjórnarkosningum og heldur áfram störfum sínum hjá fjármálaráðuneytinu.Guðlaug og Einar Birkir ætla að klára kjörtímabilið, sem lýkur senn, en starfa sem óháðir bæjarfulltrúar.Vísir: Gunnar V. Andrésson„Við ætlum bæði að starfa út kjörtímabilið og klára það sem við hófum. Við tvö bárum höfuðábyrgð á þeim málefnasamningi sem við gerðum í meirihlutanum fyrir hönd Bjartrar framtíðar og í gegnum þennan málefnasamning höfum við náð ótrúlega góðum árangri í Hafnarfirði og við ætlum okkur að fylgja þessum verkefnum eftir og ljúka þessu.“Er þetta lýsandi fyrir andrúmsloftið innan Bjartrar framtíðar, svona almennt séð?„Þau hafa ekki farið framhjá neinum, átökin sem hafa verið innan Bjartrar framtíðar og þau hafa tengt anga sína inn í Hafnarfjörðinn með beinum hætti þannig að það hefur verið erfitt á ýmsum vígstöðvum innan Bjartrar framtíðar. Það er, held ég að ég megi segja, heildarstaðan á þessu.“ Þegar Einar Birkir lítur yfir farinn veg í bæjarstjórn er hann stoltur og ánægður með árangurinn. „Okkur hefur tekist býsna vel upp og samstarfið hefur gengið mjög vel og við Guðlaug erum fyrst og fremst trú þvi samstarfi og því sem við settum niður í upphafi í okkar málefnasamningi.“Ekki náðist í Guðlaugu Kristjánsdóttur við gerð þessarar fréttar. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúar fyrir Bjarta framtíð í Hafnarfirði sögðu sig úr flokknum í dag og hyggjast klára kjörtímabilið sem óháðir bæjarfulltrúar. Guðlaug og Einar Birkir sendu flokknum tölvupóst í dag þar sem upplýst var um ákvörðun þeirra. „Þetta á sér nú nokkuð langan aðdraganda. Í gegnum fjögur ár innan Bjartrar framtíðar þróast samstarfið í misjafnar áttir; gagnvart sumum mjög náið og öðrum óx það í sundur,“ segir Einar Birkir um samstarfsörðugleika innan flokksins í samtali við Vísi. „Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir sem gefur ekki kost á sér í sveitarstjórnarkosningum og heldur áfram störfum sínum hjá fjármálaráðuneytinu.Guðlaug og Einar Birkir ætla að klára kjörtímabilið, sem lýkur senn, en starfa sem óháðir bæjarfulltrúar.Vísir: Gunnar V. Andrésson„Við ætlum bæði að starfa út kjörtímabilið og klára það sem við hófum. Við tvö bárum höfuðábyrgð á þeim málefnasamningi sem við gerðum í meirihlutanum fyrir hönd Bjartrar framtíðar og í gegnum þennan málefnasamning höfum við náð ótrúlega góðum árangri í Hafnarfirði og við ætlum okkur að fylgja þessum verkefnum eftir og ljúka þessu.“Er þetta lýsandi fyrir andrúmsloftið innan Bjartrar framtíðar, svona almennt séð?„Þau hafa ekki farið framhjá neinum, átökin sem hafa verið innan Bjartrar framtíðar og þau hafa tengt anga sína inn í Hafnarfjörðinn með beinum hætti þannig að það hefur verið erfitt á ýmsum vígstöðvum innan Bjartrar framtíðar. Það er, held ég að ég megi segja, heildarstaðan á þessu.“ Þegar Einar Birkir lítur yfir farinn veg í bæjarstjórn er hann stoltur og ánægður með árangurinn. „Okkur hefur tekist býsna vel upp og samstarfið hefur gengið mjög vel og við Guðlaug erum fyrst og fremst trú þvi samstarfi og því sem við settum niður í upphafi í okkar málefnasamningi.“Ekki náðist í Guðlaugu Kristjánsdóttur við gerð þessarar fréttar.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira