Viðskipti innlent

50 milljóna króna gjaldþrot smábátaútgerðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Útgerðin hafði starfað í rúman áratug.
Útgerðin hafði starfað í rúman áratug. Vísir/Stefán
Lýstar kröfur í þrotabú smábátaútgerðarinnar Sjávargæða á Flateyri námu rúmum 50 milljónum króna. Útgerðin var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Vestfjarða í júní í fyrra og var Sæþór Fannberg skipaður skiptastjóri í búinu.

Skiptum á búinu var lokið þann 26. mars með úthlutunargerð. Samkvæmt henni greiddust veðkröfur að fjárhæð 11,8 milljónir króna, eða 28,35% lýstra veðkrafa. Ekkert fékkst greitt upp í aðrar kröfur. 

Félaginu Sjávargæði ehf. var komið á koppinn árið 2006. Greint var frá skiptunum í Lögbirtingablaðinu í dag.

 


Tengdar fréttir

Bannið er högg fyrir 300 í smábátaútgerð

Aðeins 20 smábátar eru við makrílveiðar en margir bíða upp á von og óvon vegna viðskiptabanns Rússa á íslenskar vörur. Tífalt minna hefur fiskast og aflaverðmætið 300 milljónum minna en á sama tíma í fyrra.

Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur

Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×