Heilsteypt – ekki steinsteypt Sigurveig H. Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða er reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og í stjórnmálaumræðunni. Rök eru iðulega færð fyrir frekari byggingu hjúkrunarrýma með tilvísun í fjölgun eldra fólks og fjölda þeirra sem dvelja á Landspítala-Háskólahúsi og geta af einhverjum ástæðum ekki útskrifast til síns heima. Íslendingum á lífeyrisaldri er að fjölga og mun fjölga enn frekar á næstu áratugum. Þar með er ekki gefið að fjölgun eldra fólks leiði af sér þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir tólf ár eða upp úr árinu 2030. Ástæðan er einfaldlega sú að eldri aldurshópurinn, 80 ára og eldri, fer ekki stækkandi fyrr en upp úr 2025 og það er sá hópur sem ætla má að þurfi helst á þjónustu í hjúkrunarrýmum að halda. Í rúma þrjá áratugi hefur verið lögfest sú stefna að efla og samþætta eigi félagslega og heilbrigðislega þjónustu við aldraða. Sú meginlína er í lögum um málefni aldraðra síðan 1982. En hvað hefur í raun og veru gerst? Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands var hlutfall heimila aldraðra sem fengu heimaþjónustu sveitarfélaga um 19,2% árið 2000, hækkaði í 21,4 árið 2003 en hefur farið lækkandi síðan og er nú á sama stað og fyrr, 19,4% árið 2016. Hlutfall þeirra sem dvelja á stofnun fyrir aldraða hefur á sama tíma farið lækkandi og sérstaklega í aldurshópum eldra fólks milli 70-85 ára. Þessar tölur og norrænar samanburðartölur sem og rannsóknir í málaflokknum benda í þá átt að heimaþjónustan hafi ekki aukist eins og ætla mátti heldur aðeins tæplega haldið í við fjölgun íbúa í aldurshópnum. Fjölgun eldra fólks hefur síðan ekki leitt til hlutfallslegrar fjölgunar inni á stofnunum, heldur frekar dregið úr. Upplýsingar um fjölda notenda, heimsóknartíðni og tíma eru ekki aðgengilegar en vísbendingar eru um að þjónustan geri ekki nema að halda í við fjölgun í aldurshópnum.Halldór S. Guðmundsson dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsLíklegt er því að félagslegar, menningarlegar og heilsufarslegar aðstæður eldra fólks hafi breyst töluvert á síðustu áratugum og að fleiri aldraðir einstaklingar séu betur á sig komnir, hafi það betra og búi við betri heilbrigðisþjónustu en fólk á sama aldri fyrir nokkrum áratugum. Þá liggur fyrir að aðstoð fjölskyldunnar við eldri fjölskyldumeðlimi er umfangsmikil. Í tillögum að stefnumótun í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða til ársins 2035, sem birt var á heimasíðu velferðarráðuneytis 17. mars 2017, er lögð til grundvallar sú framtíðarsýn að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri geti búið heima. Þessi tillaga er í takti við fyrri stefnumið og áherslur og reynslu annars staðar á Norðurlöndum um að eldra fólk búi að jafnaði við það góða heilsu að það geti búið heima með viðeigandi stuðningi. Samkvæmt þessu stefnumiði og fyrrgreindum breytingum á félags- og heilsufarslegri stöðu eldra fólks er ljóst að ekki er þörf á fjölgun hjúkrunarrýma á næstu árum. Í dag eru um 2.700 hjúkrunarrými á landinu og árið 2035 þurfa þau, sé miðað við mannfjöldaspá, að vera um 3.400. Fram til 2030 nægir núverandi fjöldi rýma, en svo þarf að fjölga þeim um 130 á ári á tímabilinu frá 2030-2035 til að standa við stefnumið sem taka mið af að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri muni búi heima með aðstoð og að 15% muni mögulega þurfa dvöl á hjúkrunarheimili. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru langir biðlistar eftir dvöl á hjúkrunarheimilum. Væri ekki skynsamlegra að skoða hvers vegna svo sé og huga að heildarstefnu í málaflokkunum frekar en að hefja frekari byggingar? Getur verið að fólk treysti sér ekki til að vera heima vegna hræðslu við að fá ekki viðeigandi þjónustu þegar hennar gerist þörf? Hvert á að leita og hver gerir hvað? Hvaða aðstandendur endast við að styðja sína öldruðu til að búa heima ef upplýsingar og traust til samþættrar og heilsteyptrar þjónustu vantar. Það sem liggur á að gera, ekki seinna en strax, er að stórefla heimaþjónustu, heimahjúkrun og dagdvalir fyrir eldra fólk. Það þarf að gera markvisst fram til ársins 2030 og um leið leggja áherslu á notendamiðaða aðstoð sem byggir á samhæfingu þjónustukerfa og trausti í stað steinsteypu.Höfundar eru dósentar við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða er reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og í stjórnmálaumræðunni. Rök eru iðulega færð fyrir frekari byggingu hjúkrunarrýma með tilvísun í fjölgun eldra fólks og fjölda þeirra sem dvelja á Landspítala-Háskólahúsi og geta af einhverjum ástæðum ekki útskrifast til síns heima. Íslendingum á lífeyrisaldri er að fjölga og mun fjölga enn frekar á næstu áratugum. Þar með er ekki gefið að fjölgun eldra fólks leiði af sér þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir tólf ár eða upp úr árinu 2030. Ástæðan er einfaldlega sú að eldri aldurshópurinn, 80 ára og eldri, fer ekki stækkandi fyrr en upp úr 2025 og það er sá hópur sem ætla má að þurfi helst á þjónustu í hjúkrunarrýmum að halda. Í rúma þrjá áratugi hefur verið lögfest sú stefna að efla og samþætta eigi félagslega og heilbrigðislega þjónustu við aldraða. Sú meginlína er í lögum um málefni aldraðra síðan 1982. En hvað hefur í raun og veru gerst? Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands var hlutfall heimila aldraðra sem fengu heimaþjónustu sveitarfélaga um 19,2% árið 2000, hækkaði í 21,4 árið 2003 en hefur farið lækkandi síðan og er nú á sama stað og fyrr, 19,4% árið 2016. Hlutfall þeirra sem dvelja á stofnun fyrir aldraða hefur á sama tíma farið lækkandi og sérstaklega í aldurshópum eldra fólks milli 70-85 ára. Þessar tölur og norrænar samanburðartölur sem og rannsóknir í málaflokknum benda í þá átt að heimaþjónustan hafi ekki aukist eins og ætla mátti heldur aðeins tæplega haldið í við fjölgun íbúa í aldurshópnum. Fjölgun eldra fólks hefur síðan ekki leitt til hlutfallslegrar fjölgunar inni á stofnunum, heldur frekar dregið úr. Upplýsingar um fjölda notenda, heimsóknartíðni og tíma eru ekki aðgengilegar en vísbendingar eru um að þjónustan geri ekki nema að halda í við fjölgun í aldurshópnum.Halldór S. Guðmundsson dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsLíklegt er því að félagslegar, menningarlegar og heilsufarslegar aðstæður eldra fólks hafi breyst töluvert á síðustu áratugum og að fleiri aldraðir einstaklingar séu betur á sig komnir, hafi það betra og búi við betri heilbrigðisþjónustu en fólk á sama aldri fyrir nokkrum áratugum. Þá liggur fyrir að aðstoð fjölskyldunnar við eldri fjölskyldumeðlimi er umfangsmikil. Í tillögum að stefnumótun í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða til ársins 2035, sem birt var á heimasíðu velferðarráðuneytis 17. mars 2017, er lögð til grundvallar sú framtíðarsýn að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri geti búið heima. Þessi tillaga er í takti við fyrri stefnumið og áherslur og reynslu annars staðar á Norðurlöndum um að eldra fólk búi að jafnaði við það góða heilsu að það geti búið heima með viðeigandi stuðningi. Samkvæmt þessu stefnumiði og fyrrgreindum breytingum á félags- og heilsufarslegri stöðu eldra fólks er ljóst að ekki er þörf á fjölgun hjúkrunarrýma á næstu árum. Í dag eru um 2.700 hjúkrunarrými á landinu og árið 2035 þurfa þau, sé miðað við mannfjöldaspá, að vera um 3.400. Fram til 2030 nægir núverandi fjöldi rýma, en svo þarf að fjölga þeim um 130 á ári á tímabilinu frá 2030-2035 til að standa við stefnumið sem taka mið af að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri muni búi heima með aðstoð og að 15% muni mögulega þurfa dvöl á hjúkrunarheimili. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru langir biðlistar eftir dvöl á hjúkrunarheimilum. Væri ekki skynsamlegra að skoða hvers vegna svo sé og huga að heildarstefnu í málaflokkunum frekar en að hefja frekari byggingar? Getur verið að fólk treysti sér ekki til að vera heima vegna hræðslu við að fá ekki viðeigandi þjónustu þegar hennar gerist þörf? Hvert á að leita og hver gerir hvað? Hvaða aðstandendur endast við að styðja sína öldruðu til að búa heima ef upplýsingar og traust til samþættrar og heilsteyptrar þjónustu vantar. Það sem liggur á að gera, ekki seinna en strax, er að stórefla heimaþjónustu, heimahjúkrun og dagdvalir fyrir eldra fólk. Það þarf að gera markvisst fram til ársins 2030 og um leið leggja áherslu á notendamiðaða aðstoð sem byggir á samhæfingu þjónustukerfa og trausti í stað steinsteypu.Höfundar eru dósentar við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun