Björgólfur Thor sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Björgólfur Thor Björgólfsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/VIlhelm Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknaður af rétt rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga sem Kristján Loftsson, oftast kenndur við Hval, er í forsvari fyrir. Félögin tvö, Fiskveiðihlutafélagið Venus annars vegar og Vogun hins vegar, töldu sig hafa orðið fyrir tjóni við hrun Landsbankans. Fyrrgreinda félagið krafðist tæpra 238 milljóna króna en hið síðarnefnda vildi 366 milljónir úr vasa Björgólfs. Krafan var til komin vegna hlutabréfa sem urðu verðlaus með öllu við fall bankans þann 7. október árið 2008. Töldu félögin að eignarhaldsfélagið Samson hefði farið með meirihluta atkvæða á hluthafafundum Landsbankans og að bankinn væri í raun dótturfélag Samson. Því hefði bankanum verið skylt að taka yfir hlutabréf félaganna. Það hafi ekki verið gert og því bæri Björgólfur ábyrgð á tjóninu. Sakarefni málsins var skipt og fyrir dómi nú var aðeins tekin til málflutnings sú vörn lögmanns Björgólfs að krafan væri niður fallin sökum fyrningar. Í niðurstöðu dómsins var talið að um skaðabótakröfu utan samninga væri að ræða og miða bæri upphaf fyrningarfrests við þann dag er tjónið kom fram. Niðurstaða dómsins var sú að krafan myndi fyrnast á fjórum árum frá þeim degi er félögin fengu nauðsynlegar upplýsingar um tjónið. „Telja verður að upphaf fyrningarfrestsins sé sá dagur er bankahrunið varð. Þá hafi stefnandi vitað að hrunið myndi leiða til tjóns fyrir hann. Ætla má að það hafi ekki tekið stefnanda langa yfirlegu að gera sér grein fyrir því hver að hans mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni hans,“ segir í dómnum. Krafan taldist því fyrnd. Félögin voru dæmd til að greiða Björgólfi hálfa milljón hvort í málskostnað. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknaður af rétt rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga sem Kristján Loftsson, oftast kenndur við Hval, er í forsvari fyrir. Félögin tvö, Fiskveiðihlutafélagið Venus annars vegar og Vogun hins vegar, töldu sig hafa orðið fyrir tjóni við hrun Landsbankans. Fyrrgreinda félagið krafðist tæpra 238 milljóna króna en hið síðarnefnda vildi 366 milljónir úr vasa Björgólfs. Krafan var til komin vegna hlutabréfa sem urðu verðlaus með öllu við fall bankans þann 7. október árið 2008. Töldu félögin að eignarhaldsfélagið Samson hefði farið með meirihluta atkvæða á hluthafafundum Landsbankans og að bankinn væri í raun dótturfélag Samson. Því hefði bankanum verið skylt að taka yfir hlutabréf félaganna. Það hafi ekki verið gert og því bæri Björgólfur ábyrgð á tjóninu. Sakarefni málsins var skipt og fyrir dómi nú var aðeins tekin til málflutnings sú vörn lögmanns Björgólfs að krafan væri niður fallin sökum fyrningar. Í niðurstöðu dómsins var talið að um skaðabótakröfu utan samninga væri að ræða og miða bæri upphaf fyrningarfrests við þann dag er tjónið kom fram. Niðurstaða dómsins var sú að krafan myndi fyrnast á fjórum árum frá þeim degi er félögin fengu nauðsynlegar upplýsingar um tjónið. „Telja verður að upphaf fyrningarfrestsins sé sá dagur er bankahrunið varð. Þá hafi stefnandi vitað að hrunið myndi leiða til tjóns fyrir hann. Ætla má að það hafi ekki tekið stefnanda langa yfirlegu að gera sér grein fyrir því hver að hans mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni hans,“ segir í dómnum. Krafan taldist því fyrnd. Félögin voru dæmd til að greiða Björgólfi hálfa milljón hvort í málskostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira