Segir loforðinu beint að eignamesta þjóðfélagshópnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 16. apríl 2018 23:34 Tillögur Sjálfstæðisflokksins um flata niðurfellingu fasteignaskatta fyrir eldri borgara í Reykjavík samræmast ekki lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Hagfræðingur bendir á að slík breyting myndi helst gagnast eignamiklum einstaklingum með háar ráðstöfunartekjur. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti stefnumál sín í borginni um helgina, en meðal loforða er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri. Þessi fyrirheit hafa verið uppspretta umræðna og deilna á samfélagsmiðlum, þar sem m.a. er bent á að tekjulægsti hópur eldri borgara sé þegar undanþeginn slíkum sköttum og breytingin myndi því helst gagnast þeim sem eru vel stæðir. „Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum,“ segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, Konráð S. Guðjónsson. Þegar rýnt er í talnaefni Hagstofunnar má sjá að yngri aldurshópar hafa setið eftir í aukningu ráðstöfunartekna undanfarin ár, á meðan tekjur eldri hópa hafa aukist til muna. „Ráðstöfunartekjur þeirra hafa aukist um 45% frá árinu 2000 til 2016 á meðan ráðstöfunartekjur 16-29 ára aldurshópsins hafa aukist um 2%,“ segir Konráð. Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er heimilað að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Þar er hins vegar engin heimild til almennrar niðurfellingar slíkra gjalda vegna aldurs. Í samtali við Vísi í dag vísaði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna til þess að sambærileg framkvæmd væri viðhöfð í Vestmannaeyjum, og það staðfestir bæjarstjórinn Elliði Vignisson. Aftur á móti hefur í tvígang verið úrskurðað um slíkar ívilnanir, síðast í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 2008 þar sem Garðabæ var talið óheimilt að veita örorku- og ellilífeyrisþegum flatan afslátt af slíkum gjöldum án tillits til tekna. Burt séð frá þessu bendir hagfræðingurinn Konráð enn fremur á að slíkar breytingar gætu gert ungu fólki enn erfiðara fyrir á húsnæðismarkaði.„Þetta hefur þann hvata að fólk býr kannski lengur í húsnæði sem er alltof stórt. Framboð fasteigna er auðvitað alltaf takmarkað á hverjum tíma. Þetta þýðir það að erfiðara getur orðið fyrir stórar barnafjölskyldur að komast í stærra húsnæði.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Tillögur Sjálfstæðisflokksins um flata niðurfellingu fasteignaskatta fyrir eldri borgara í Reykjavík samræmast ekki lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Hagfræðingur bendir á að slík breyting myndi helst gagnast eignamiklum einstaklingum með háar ráðstöfunartekjur. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti stefnumál sín í borginni um helgina, en meðal loforða er niðurfelling fasteignaskatta á borgarbúa 70 ára og eldri. Þessi fyrirheit hafa verið uppspretta umræðna og deilna á samfélagsmiðlum, þar sem m.a. er bent á að tekjulægsti hópur eldri borgara sé þegar undanþeginn slíkum sköttum og breytingin myndi því helst gagnast þeim sem eru vel stæðir. „Ef maður skoðar tölurnar þá er verið að fara að fella niður fasteignaskatta á þann aldurshóp sem á mestar eignir, á mest í fasteignum og þann aldurshóp sem hefur fengið mesta aukningu ráðstöfunartekna frá aldamótum,“ segir hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, Konráð S. Guðjónsson. Þegar rýnt er í talnaefni Hagstofunnar má sjá að yngri aldurshópar hafa setið eftir í aukningu ráðstöfunartekna undanfarin ár, á meðan tekjur eldri hópa hafa aukist til muna. „Ráðstöfunartekjur þeirra hafa aukist um 45% frá árinu 2000 til 2016 á meðan ráðstöfunartekjur 16-29 ára aldurshópsins hafa aukist um 2%,“ segir Konráð. Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er heimilað að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Þar er hins vegar engin heimild til almennrar niðurfellingar slíkra gjalda vegna aldurs. Í samtali við Vísi í dag vísaði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna til þess að sambærileg framkvæmd væri viðhöfð í Vestmannaeyjum, og það staðfestir bæjarstjórinn Elliði Vignisson. Aftur á móti hefur í tvígang verið úrskurðað um slíkar ívilnanir, síðast í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu 2008 þar sem Garðabæ var talið óheimilt að veita örorku- og ellilífeyrisþegum flatan afslátt af slíkum gjöldum án tillits til tekna. Burt séð frá þessu bendir hagfræðingurinn Konráð enn fremur á að slíkar breytingar gætu gert ungu fólki enn erfiðara fyrir á húsnæðismarkaði.„Þetta hefur þann hvata að fólk býr kannski lengur í húsnæði sem er alltof stórt. Framboð fasteigna er auðvitað alltaf takmarkað á hverjum tíma. Þetta þýðir það að erfiðara getur orðið fyrir stórar barnafjölskyldur að komast í stærra húsnæði.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40