Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins áfram í hnút eftir fund dagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2018 16:51 Foreldrar og börn mættu fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara til stuðnings ljósmæðrum í dag. vísir/vilhelm Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. Ekkert nýtt kom fram á fundinum, að sögn formanns Ljósmæðrafélagsins, en honum lauk án niðurstöðu.Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, á fundi samninganefndanna um klukkan 13 í dag.vísir/vilhelm„Við ræddum bara málin og það kom ekkert nýtt fram af hálfu samninganefndar ríkisins. Þetta er áfram í hnút,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún ljósmæður ekki stefna á að endurskoða kröfur sínar að neinu ráði. „Við erum náttúrulega alltaf að spá í hvað við getum gert, hvort það sé eitthvað hægt að gera. Við leggjumst bara yfir það en ég reikna ekki með að það verði miklar breytingar af okkar hálfu,“ segir Áslaug. „Okkur finnst eðlilegt útspil að samninganefndin komi með eitthvað til þess að vinna með.“ Áslaug sagði í samtali við Vísi fyrir fundinn í dag að engar breytingar hafi verið gerðar á kröfum ljósmæðra frá síðasta fundi, sem haldinn var þann 3. apríl, og að ekki yrði dregið úr þeim á fundi dagsins. Næsti fundur samninganefnda í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins verður haldinn að tíu dögum liðnum, fimmtudaginn 26. apríl. Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. Ekkert nýtt kom fram á fundinum, að sögn formanns Ljósmæðrafélagsins, en honum lauk án niðurstöðu.Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, á fundi samninganefndanna um klukkan 13 í dag.vísir/vilhelm„Við ræddum bara málin og það kom ekkert nýtt fram af hálfu samninganefndar ríkisins. Þetta er áfram í hnút,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún ljósmæður ekki stefna á að endurskoða kröfur sínar að neinu ráði. „Við erum náttúrulega alltaf að spá í hvað við getum gert, hvort það sé eitthvað hægt að gera. Við leggjumst bara yfir það en ég reikna ekki með að það verði miklar breytingar af okkar hálfu,“ segir Áslaug. „Okkur finnst eðlilegt útspil að samninganefndin komi með eitthvað til þess að vinna með.“ Áslaug sagði í samtali við Vísi fyrir fundinn í dag að engar breytingar hafi verið gerðar á kröfum ljósmæðra frá síðasta fundi, sem haldinn var þann 3. apríl, og að ekki yrði dregið úr þeim á fundi dagsins. Næsti fundur samninganefnda í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins verður haldinn að tíu dögum liðnum, fimmtudaginn 26. apríl.
Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00
Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03
Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15