Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2018 13:15 Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, var mætt á fund samninganefndanna um klukkan 13 í dag. Hún segir ljósmæður ekki ætla að slaka á kröfum sínum. vísir/vilhelm Kjaranefnd ljósmæðra gengur hæfilega bjartsýn en vongóð inn á fund með samninganefnd ríkisins í dag, að sögn formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður hyggjast ekki draga úr kröfum sínum á fundi dagsins, þeim fyrsta í tvær vikur, og eru óendanlega þakklátar fyrir stuðninginn sem þeim hefur verið sýndur í kjarabaráttunni. „Við erum ágætlega stemmdar. Við viljum að það komi eitthvað fram sem hægt er að vinna með svo það komi einhver hreyfing á þessar viðræður,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún mun sitja fund kjaranefndar ljósmæðra og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag.Kröfurnar óbreyttar frá því síðast Hún segir stöðuna jafnframt óljósa en kjaranefnd ljósmæðra hefur ekki heyrt í samninganefnd ríkisins síðan á síðasta fundi nefndanna. Að þeim fundi loknum, sem haldinn var þann 3. apríl síðastliðinn, sagði Áslaug að deilan hefði verið „stál í stál“ og að deiluaðilar hefðu hugsanlega færst hvor frá öðrum í málinu.Sjá einnig: Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Aðspurð segir Áslaug í samtali við Vísi að engar breytingar hafi verið gerðar á kröfum ljósmæðra frá síðasta fundi og að ekki verði dregið úr þeim á fundinum í dag. „Nei, við erum ekki að bakka. Málið er að það þarf að leiðrétta okkur vegna þess að við höfum dregist aftur úr. Við erum alveg sáttar við að fá samskonar launahækkun og BHM, við erum ekki að biðja um neitt meira,“ segir Áslaug.Foreldrar og börn voru mætt fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara áður en fundurinn hófst í dag til að styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni.Vísir/VilhelmVeit ekki til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp Þá segist Áslaug ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. „Ég er svosem ekkert rosalega bjartsýn en ég er vongóð, ég vil leyfa mér að vona að það finnist einhver flötur á þessu.“ Komið hefur fram að þrjátíu ljósmæður hafi sagt upp störfum hjá Landspítalanum og er forstjóri Landspítalans uggandi yfir alvarlegri stöðu sem komin er upp vegna þess. Aðspurð segist Áslaug ekki vita til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp. Þá vill Áslaug koma á framfæri þakklæti í garð þeirra sem sýnt hafa ljósmæðrum stuðning í kjaradeilu síðustu vikna. Tæplega 18 þúsund manns eru nú meðlimir í Facebook-hópnum Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum.„Við erum ótrúlega þakklátar fyrir það. Þetta er svo ótrúlegt að ég eiginlega trúi því ekki,“ segir Áslaug. Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Kjaranefnd ljósmæðra gengur hæfilega bjartsýn en vongóð inn á fund með samninganefnd ríkisins í dag, að sögn formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður hyggjast ekki draga úr kröfum sínum á fundi dagsins, þeim fyrsta í tvær vikur, og eru óendanlega þakklátar fyrir stuðninginn sem þeim hefur verið sýndur í kjarabaráttunni. „Við erum ágætlega stemmdar. Við viljum að það komi eitthvað fram sem hægt er að vinna með svo það komi einhver hreyfing á þessar viðræður,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún mun sitja fund kjaranefndar ljósmæðra og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag.Kröfurnar óbreyttar frá því síðast Hún segir stöðuna jafnframt óljósa en kjaranefnd ljósmæðra hefur ekki heyrt í samninganefnd ríkisins síðan á síðasta fundi nefndanna. Að þeim fundi loknum, sem haldinn var þann 3. apríl síðastliðinn, sagði Áslaug að deilan hefði verið „stál í stál“ og að deiluaðilar hefðu hugsanlega færst hvor frá öðrum í málinu.Sjá einnig: Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Aðspurð segir Áslaug í samtali við Vísi að engar breytingar hafi verið gerðar á kröfum ljósmæðra frá síðasta fundi og að ekki verði dregið úr þeim á fundinum í dag. „Nei, við erum ekki að bakka. Málið er að það þarf að leiðrétta okkur vegna þess að við höfum dregist aftur úr. Við erum alveg sáttar við að fá samskonar launahækkun og BHM, við erum ekki að biðja um neitt meira,“ segir Áslaug.Foreldrar og börn voru mætt fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara áður en fundurinn hófst í dag til að styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni.Vísir/VilhelmVeit ekki til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp Þá segist Áslaug ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. „Ég er svosem ekkert rosalega bjartsýn en ég er vongóð, ég vil leyfa mér að vona að það finnist einhver flötur á þessu.“ Komið hefur fram að þrjátíu ljósmæður hafi sagt upp störfum hjá Landspítalanum og er forstjóri Landspítalans uggandi yfir alvarlegri stöðu sem komin er upp vegna þess. Aðspurð segist Áslaug ekki vita til þess að fleiri ljósmæður hafi sagt upp. Þá vill Áslaug koma á framfæri þakklæti í garð þeirra sem sýnt hafa ljósmæðrum stuðning í kjaradeilu síðustu vikna. Tæplega 18 þúsund manns eru nú meðlimir í Facebook-hópnum Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum.„Við erum ótrúlega þakklátar fyrir það. Þetta er svo ótrúlegt að ég eiginlega trúi því ekki,“ segir Áslaug.
Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00
Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30
Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent