Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 12:54 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru gestir þáttarins Sprengisands í dag. Vísir/Stefán/Eyþór/Vilhelm „Það er mjög mikilvægt að það sé brugðist við með afdráttarlausum hætti þegar er verið að nota efnavopn gegn almennum borgurum“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í viðtali í Sprengisandi í hádeginu. Jafnframt sagðist hún vera mótfallin loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi þar sem hún telur að hernaðaraðgerðir stuðli ekki að friði og sagði loftárásir ekki hafa leyst neinn vanda í Sýrlandi hingað til. Rósa Björk, sem var gestur í þættinum ásamt þeim Loga Einarssyni og Silju Dögg Gunnarsdóttur, var ósátt við framgöngu ríkjanna þriggja og gagnrýndi vinnubrögð þjóðhöfðingjanna: „Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að þrír þjóðhöfðingjar taki sig saman og ákveði að ráðast á hernaðarskotmörk í öðru ríki án lýðræðislegrar aðkomu þjóðþinga í þessum ríkjum.“ Hún benti á þá staðreynd að Vinstri græn væri eini stjórnmálaflokkur landsins sem væri andsnúinn veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og sagði að stefna flokksins yrði að vera skýrari í utanríkisstefnu landsins. „Þó svo að við séum inni í þessu hernaðarbandalagi, þá er líka tækifæri fyrir Ísland að koma á framfæri ákveðnum sjónarmiðum“ sagði hún í viðtalinu.Þá hefur Rósa Björk farið fram fram á að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um málið og mun nefndin funda með ráðherra og starfsmönnum utanríkisráðuneytisins í kvöld.„Ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega" Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hann vilji forðast hernaðaríhlutun og aðgerðir þjóðanna þriggja í Sýrlandi hafi verið ótímabærar. Hann segir að við sem friðelskandi þjóð ættum að beita okkur fyrir skynsamari lausnum og gagnrýnir að ríkisstjórnin hafi ekki látið utanríkismálanefnd vita . „Það er líka merkilegt það sem er að gerast hér, að utanríkismálanefnd er ekki látin vita. Hún fær ekki að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þannig að ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega“ sagði Logi. Hann sagði hættu skapast þegar ríki taki einhliða ákvarðanir um árásir án lagalegs grundvallar, það skapaði fordæmi og hættu á að önnur ríki gerðu slíkt hið sama. Stuðningur Íslands við þessar aðgerðir gerði það að verkum að gagnrýni á samskonar aðgerðir yrði ómarktæk.Búið að liggja í loftinu í langan tíma Silja Dögg Gunnarsdóttir segir í viðtalinu að hún telji ekki ólíklegt að tímasetning aðgerðanna sé vegna efnavopnaárásarinnar í Douma og það hafi líklega verið dropinn sem fyllti mælinn. „Þetta er búið að liggja í loftinu í mjög langan tíma og það hafa allir vitað það, líka við í utanríkismálanefnd og fólk sem fylgist með þessu stríði og fréttum af því. Þetta kom kannski ekki á óvart en strangt til tekið er réttari leiðin að fara í gegnum þjóðþingin.“Frétt uppfærð: Upphaflega stóð að óskað væri eftir fundi í utanríkismálanefnd á þriðjudag, en fundurinn hefur verið boðaður klukkan 20:00 í kvöld. Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að það sé brugðist við með afdráttarlausum hætti þegar er verið að nota efnavopn gegn almennum borgurum“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í viðtali í Sprengisandi í hádeginu. Jafnframt sagðist hún vera mótfallin loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi þar sem hún telur að hernaðaraðgerðir stuðli ekki að friði og sagði loftárásir ekki hafa leyst neinn vanda í Sýrlandi hingað til. Rósa Björk, sem var gestur í þættinum ásamt þeim Loga Einarssyni og Silju Dögg Gunnarsdóttur, var ósátt við framgöngu ríkjanna þriggja og gagnrýndi vinnubrögð þjóðhöfðingjanna: „Ég geri alvarlegar athugasemdir við það að þrír þjóðhöfðingjar taki sig saman og ákveði að ráðast á hernaðarskotmörk í öðru ríki án lýðræðislegrar aðkomu þjóðþinga í þessum ríkjum.“ Hún benti á þá staðreynd að Vinstri græn væri eini stjórnmálaflokkur landsins sem væri andsnúinn veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og sagði að stefna flokksins yrði að vera skýrari í utanríkisstefnu landsins. „Þó svo að við séum inni í þessu hernaðarbandalagi, þá er líka tækifæri fyrir Ísland að koma á framfæri ákveðnum sjónarmiðum“ sagði hún í viðtalinu.Þá hefur Rósa Björk farið fram fram á að utanríkismálanefnd Alþingis fundi um málið og mun nefndin funda með ráðherra og starfsmönnum utanríkisráðuneytisins í kvöld.„Ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega" Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hann vilji forðast hernaðaríhlutun og aðgerðir þjóðanna þriggja í Sýrlandi hafi verið ótímabærar. Hann segir að við sem friðelskandi þjóð ættum að beita okkur fyrir skynsamari lausnum og gagnrýnir að ríkisstjórnin hafi ekki látið utanríkismálanefnd vita . „Það er líka merkilegt það sem er að gerast hér, að utanríkismálanefnd er ekki látin vita. Hún fær ekki að koma sínum sjónarmiðum á framfæri þannig að ríkisstjórnin verður að tala skýrt í þessu máli og við þurfum að ræða þetta mjög alvarlega“ sagði Logi. Hann sagði hættu skapast þegar ríki taki einhliða ákvarðanir um árásir án lagalegs grundvallar, það skapaði fordæmi og hættu á að önnur ríki gerðu slíkt hið sama. Stuðningur Íslands við þessar aðgerðir gerði það að verkum að gagnrýni á samskonar aðgerðir yrði ómarktæk.Búið að liggja í loftinu í langan tíma Silja Dögg Gunnarsdóttir segir í viðtalinu að hún telji ekki ólíklegt að tímasetning aðgerðanna sé vegna efnavopnaárásarinnar í Douma og það hafi líklega verið dropinn sem fyllti mælinn. „Þetta er búið að liggja í loftinu í mjög langan tíma og það hafa allir vitað það, líka við í utanríkismálanefnd og fólk sem fylgist með þessu stríði og fréttum af því. Þetta kom kannski ekki á óvart en strangt til tekið er réttari leiðin að fara í gegnum þjóðþingin.“Frétt uppfærð: Upphaflega stóð að óskað væri eftir fundi í utanríkismálanefnd á þriðjudag, en fundurinn hefur verið boðaður klukkan 20:00 í kvöld.
Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent