Breytingar á titlum óheppilegar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 13. apríl 2018 15:57 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Valli „Ég skil rökin á bakvið þessar breytingar, sumt fannst mér ágætt og annað óheppilegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði um uppfærða titla og heiti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að breytingarnar hafi verið samþykktar einróma á Stúdentaráðsfundi þann 9. apríl síðastliðinn og séu gerðar með það að leiðarljósi að draga úr kynjaðri orðræðu. Með kynjaðri orðræðu sé átt við titla og heiti sem gefa óþarflega í skyn eitt kyn, og gildi þess, umfram önnur. Helstu breytingar sem gerðar voru á titlum og heitum voru þær að formaður varð að forseta, fundarmaður að fundarmeðlim, stjórnarmaður að stjórnarmeðlim, framsögumaður að flutningsaðila og nefndarmaður að nefndarmeðlim. Eiríkur segir notkun á orðunum aðili og meðlimur óheppilega. Meðlimur sé tökuorð úr dönsku og mörgum finnist þetta ekki sérlega falleg orð. „Ég hef ekkert við það að athuga að fólk skipti út orðinu formaður fyrir forseta, það eru forsetar í ýmsum félögum. En þegar titlum er breytt í flutningsaðili og fundarmeðlimur þá velti ég fyrir mér hvort við séum eitthvað bættari með það.“Elísabet Brynjarsdóttir er nú forseti Stúdentaráðs, eftir breytingar á titlum og starfsheitum.Aðsend myndEiríkur segir orðið maður vera vandræðaorð, því það hafi tvöfalda merkingu. Annars vegar vísi það til mannfólks almennt og hins vegar sé það notað sem andstæða við konu í parinu „maður og kona“. „Ég skil rökin á bakvið að vilja losna við orðið en það þarf að fara varlega í svona breytingar því það er margt sem hangir á spýtunni,“ segir Eiríkur. Það sé spurning um hversu langt fólk vilji ganga. „Það eru til svo mörg orð, til dæmis samsetningar af orðinu maður, og ef á að fara að útrýma þeim öllum þá er það meira en að segja það,“ bendir Eiríkur á. Eiríkur spyr einnig hvað sé unnið með þessum breytingum. „Allt eru þetta karkynsorð; forseti, meðlimur, flutningsaðili. Það er einnig tilfellið í íslensku að megnið af starfsheitum og slíkum orðum eru karlkyns. Þó að við hendum maður út þá fáum við bara annað karlkynsorð í staðinn.“ „Ef við erum að skipta um orð á annað borð væri þá ekki rétt að reyna að finna eitthvað hvorukyns orð eða búa til nýtt orð. Til þess að nálgast meira eitthvert kynhlutleysi,“ segir Eiríkur. „En svo veit maður hitt líka að það eru margar konur og fólk, sem ekki vill skilgreina sig sem karl eða konu, sem upplifir þetta sem það vísi fremur til karla en kvenna. Það eru því ágætis rök fyrir hvort tveggja.“ Eiríkur segist þó ekki vera með neina lausn á vandamálinu. „Ef ég væri með hana þá væri ég örugglega búin að koma henni á framfæri. Ég hef svona í seinni tíð velt þessu heilmikið fyrir mér og þykist skilja ýmis sjónarmið í þessu, en það er erfitt að hafa einhverja eina ákveðna afstöðu.“ Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Sjá meira
„Ég skil rökin á bakvið þessar breytingar, sumt fannst mér ágætt og annað óheppilegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði um uppfærða titla og heiti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að breytingarnar hafi verið samþykktar einróma á Stúdentaráðsfundi þann 9. apríl síðastliðinn og séu gerðar með það að leiðarljósi að draga úr kynjaðri orðræðu. Með kynjaðri orðræðu sé átt við titla og heiti sem gefa óþarflega í skyn eitt kyn, og gildi þess, umfram önnur. Helstu breytingar sem gerðar voru á titlum og heitum voru þær að formaður varð að forseta, fundarmaður að fundarmeðlim, stjórnarmaður að stjórnarmeðlim, framsögumaður að flutningsaðila og nefndarmaður að nefndarmeðlim. Eiríkur segir notkun á orðunum aðili og meðlimur óheppilega. Meðlimur sé tökuorð úr dönsku og mörgum finnist þetta ekki sérlega falleg orð. „Ég hef ekkert við það að athuga að fólk skipti út orðinu formaður fyrir forseta, það eru forsetar í ýmsum félögum. En þegar titlum er breytt í flutningsaðili og fundarmeðlimur þá velti ég fyrir mér hvort við séum eitthvað bættari með það.“Elísabet Brynjarsdóttir er nú forseti Stúdentaráðs, eftir breytingar á titlum og starfsheitum.Aðsend myndEiríkur segir orðið maður vera vandræðaorð, því það hafi tvöfalda merkingu. Annars vegar vísi það til mannfólks almennt og hins vegar sé það notað sem andstæða við konu í parinu „maður og kona“. „Ég skil rökin á bakvið að vilja losna við orðið en það þarf að fara varlega í svona breytingar því það er margt sem hangir á spýtunni,“ segir Eiríkur. Það sé spurning um hversu langt fólk vilji ganga. „Það eru til svo mörg orð, til dæmis samsetningar af orðinu maður, og ef á að fara að útrýma þeim öllum þá er það meira en að segja það,“ bendir Eiríkur á. Eiríkur spyr einnig hvað sé unnið með þessum breytingum. „Allt eru þetta karkynsorð; forseti, meðlimur, flutningsaðili. Það er einnig tilfellið í íslensku að megnið af starfsheitum og slíkum orðum eru karlkyns. Þó að við hendum maður út þá fáum við bara annað karlkynsorð í staðinn.“ „Ef við erum að skipta um orð á annað borð væri þá ekki rétt að reyna að finna eitthvað hvorukyns orð eða búa til nýtt orð. Til þess að nálgast meira eitthvert kynhlutleysi,“ segir Eiríkur. „En svo veit maður hitt líka að það eru margar konur og fólk, sem ekki vill skilgreina sig sem karl eða konu, sem upplifir þetta sem það vísi fremur til karla en kvenna. Það eru því ágætis rök fyrir hvort tveggja.“ Eiríkur segist þó ekki vera með neina lausn á vandamálinu. „Ef ég væri með hana þá væri ég örugglega búin að koma henni á framfæri. Ég hef svona í seinni tíð velt þessu heilmikið fyrir mér og þykist skilja ýmis sjónarmið í þessu, en það er erfitt að hafa einhverja eina ákveðna afstöðu.“
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Sjá meira
Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02