Bréf bandarísku þingmannanna „argasti yfirgangur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2018 14:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm „Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður umskurðarfrumvarpsins svokallaða, um bréf sem bandarískir þingmenn sendu til sendiráðs Íslands í Washington. Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt. Fjallað var um bréfið á Vísi fyrr í dag. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Hefur frumvarpið vakið mikla athygli víða um heim.Sjá einnig: Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Í færslu á Facebook tjáir Silja Dögg sig um fréttir af bréfinu. Segir hún að íslenskir þingmenn hafi fullt frelsi til þess að leggja fram þau mál sem þeim þyki nauðsynlegt að ræða á Alþingi. Gerir hún athugasemd við það að þingmenn annarra ríkja skipti sér af starfi þingmanna á Íslandi. „Ég veit ekki til þess að fordæmi sé fyrir því að þingmenn annarra ríkja sendi formlegt bréf til sendiráðs Íslands til að tjá sig um þingmál sem eru til umræðu hverju sinni. Það væri áhugavert að vita hvort slík fordæmi séu til og hvort íslenskir þingmenn hafi sent sendiráðum erlendra ríkja sambærileg skilaboð vegna tiltekinna mála. Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ skrifar Silja. Segir Silja að málið sé til skoðunar hjá Alþingi þar sem meðal annars sé verið að fara yfir allar þær umsagnir sem borist hafa málsins. Fjöldi þeirra hefur borist og margar þeirra erlendis frá. Segir Silja að mörgum spurningum sé ósvarað en lýðræðislegum ferlum sé fylgt í hvívetna. „Nú þarf Alþingi rými til að vinna sína vinnu. Allar hótanir og þrýstingur eru vinsamlegast afþakkaður.“ Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
„Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður umskurðarfrumvarpsins svokallaða, um bréf sem bandarískir þingmenn sendu til sendiráðs Íslands í Washington. Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins sendu bréfið þar sem umskurðarfrumvarpið er harðlega gagnrýnt. Fjallað var um bréfið á Vísi fyrr í dag. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Hefur frumvarpið vakið mikla athygli víða um heim.Sjá einnig: Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Í færslu á Facebook tjáir Silja Dögg sig um fréttir af bréfinu. Segir hún að íslenskir þingmenn hafi fullt frelsi til þess að leggja fram þau mál sem þeim þyki nauðsynlegt að ræða á Alþingi. Gerir hún athugasemd við það að þingmenn annarra ríkja skipti sér af starfi þingmanna á Íslandi. „Ég veit ekki til þess að fordæmi sé fyrir því að þingmenn annarra ríkja sendi formlegt bréf til sendiráðs Íslands til að tjá sig um þingmál sem eru til umræðu hverju sinni. Það væri áhugavert að vita hvort slík fordæmi séu til og hvort íslenskir þingmenn hafi sent sendiráðum erlendra ríkja sambærileg skilaboð vegna tiltekinna mála. Við fyrstu sýn lítur þetta út sem argasti yfirgangur,“ skrifar Silja. Segir Silja að málið sé til skoðunar hjá Alþingi þar sem meðal annars sé verið að fara yfir allar þær umsagnir sem borist hafa málsins. Fjöldi þeirra hefur borist og margar þeirra erlendis frá. Segir Silja að mörgum spurningum sé ósvarað en lýðræðislegum ferlum sé fylgt í hvívetna. „Nú þarf Alþingi rými til að vinna sína vinnu. Allar hótanir og þrýstingur eru vinsamlegast afþakkaður.“
Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna. 22. mars 2018 08:00
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29